Nýja dagblaðið - 05.03.1938, Side 2

Nýja dagblaðið - 05.03.1938, Side 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Óánægja í Vestm.eyjum Færeyingum kennd- ar veidiaðferðir V estmannaey inga Eggert frá Nautabúi hefir tek- ið á leigu 5 færeyskar skútur, sem hann gerir út frá Færeyjum á þorskanetaveiðar við Vest- mannaeyjar í vetur. Á síðast- liðnu hausti sendi Eggert mann frá Eyjum til Færeyja til þess að kenna Færeyingum að setja upp þorskanet og á öllum skút- unum eru fiskiskipstjórar frá Eyjum. Vestmannaeyingar líta þessa útgerð illu auga, að vonum, enda er þetta alveg hliðstætt því, er norðlenzkir kaupmenn sendu fyrir nokkrum árum menn til Noregs til þess að verka saltkjöt eftir íslenzkum aðferðum. Vafalítið er talið, að ef þessi tilraun tekst vel, þá muni mikill hluti færeyska fiskiflotans, en hann er 180 skip, taka upp þessa veiðiaðferð og yrði þá þar með eyðilögð netaveiði Vestmanna- eyinga í framtíðinni. Fisksala til Skotlands Glasgowfirmun Daniel McLay og A. Eddie, hafa undanfarið verið að láta semja um kaup á dragnótafiski í Vestmannaeyj - um fyrir næsta sumar. Bæði þessi firmu hafa keypt drag- nótafisk í Eyjum undanfarin ár og viðskiptin við þá reynzt vel. Verðið á kolanum að þessu sinni er nokkru hærra en áður eða: Rauðspretta: stór kr. 0.50 miðlungs — 0.40 smá — 0.20 Lúða: yfir 5 kg. — 0.60 1.5 til 5 kg. — 0.40 smærri — 0.20 Sólkoli: stór — 0.40 miðlungs — 0.35 smár — 0.20 Langaflúra: stór — 0.29 miðlungs — 0.20 smá — 0.15 Öfugkjafta — 0.15 Smáýsa — 0.10 Verð þetta er miðað við fisk- inn afhentan upp úr bát. Fram að 1. maí er verðið 25% hærra og sömuleiðis eftir 25. septem- ber. Gert er ráð fyrir að yfir 30 bátar stundi dragnótaveiðar frá Eyjum að sumri. Aðsent: Góður sjónleíkur Um þessar mundir sýnir Leik- félag Reykjavíkur merkilegan og lærdómsríkan sjónleik. Hann er eftir eitt mesta öndvegis- skáld Breta, en færður í ís- lenzkan búning af Ragnari Mmningarsjóður um Sigurð á Brúnum Vestur-Eyfellingar hafa stofn- að sjóð til minningar um Sigurð Vigfússon bónda á Brúnum, sem lézt 15. desember 1936. Tilgangur sjóðsins samkvæmt skipulagsskránni er: 1. Að auka trjágrjóður innan sveitar Sigurðar heitins, með með því fyrst og fremst að koma upp trjáreit á hverju býli sveit- arinnar. 2. efla þroska og heilbrigði með æskulýð Vestur-Eyjafjalla- hrepps, með því að stuðla að söngmennt og hljómlist meðal hans, og bindindi á vín og tó- bak. Stjórn sjóðsins skipa séra Jón M. Guðjónsson formaður, Krist- ján Ólafsson bónid Seljalandi, gjaldkeri, og Sigmundur Þor- gilsson kennari Yztaskála, rit- ari. Með Sigurði Vigfússyni féll frá einn hinn vinsælasti og gagn- menntaðasti maður úr sunn- lenzkri bændastétt. Hafði hann þó aldrei á skóla gengið. Hann var víðlesinn í íslenzkum og er- lendum bókmenntum, ritfær í bezta lagi, hagorður, úrvals skrifari, söngvinn og einn hinn áhugamesti í hverskyns holl- um og hagnýtum félagsmálum. Við bæ sinn hafði hann komið upp fögrum skrúðgarði. Er því ekki að undra þótt sveitungar hans vilji halda minningu hans á lofti, enda verður að telja að þeir hafi í því efni ratað rétta leið. Og ef- laust eru til menn í öðrum bygð- arlögum, sem kysu að leggja þar hönd að. Hefir sjóðstjórnin falið Guð- brandi Magnússyni forstjóra að veita viðtöku í Reykjavík fram- lögum sem minningarsjóði Sig- urðar Vigfússonar kynnu að berast. Kvaran, sem er leikstjóri og leikur aðalpersónuna víða með ágætum. Leikur þessi er skemmtilegur, bæði vegna þess létta gamans, sem alvaran er klædd í, og góðr- ar meðferðar og skilnings flestra leikendanna á hinum mismun- andi hlutverkum. En alvaran og sannindin, sem þetta leikrit flytur, verður svo eftirtektarvert, að það mun fara fyrir mörgum fleirum en mér á þá leið, að þeir hafi ekki lengi undanfarið verið á samskonar skemmtun, sem hafi gefið þeim eins mikið umhugsunarefni eins og þessi leikur Leikfélagsins á „Fyrirvinnunni" hans Somer- set. Það er vonandi að Reykvík- ingar sýni þroska sinn og smekkvísi í að sækja þessa leik- sýningu Leikfélagsins vel og a. m. k. ekki lakar en ómerkilega og listsnauða skopleiki, sem stundum byggjast á klaufalegu narti í náungann og að „það henti bezt að hafa allt sem vit- lausast". Leikhússgestur. aðeins Loftur. — áður en bíllinn kemur Bíðið ekki með að brunatryggja innbú yðar. Þó allt sé í bezta lagi í dag, getur það verið of seint á morgun. Svo að segja daglega koma fyrir, hér á landi, stærri eða minni brunatilfelli.----Hvar næst? Enginn er óhultur. Örfáar krónur* á ári, kannske 5—10, geta bjarg- að yður frá eignatjóni, sem þér annars aldrei biðuð bætur á. Látið nú verða af því. Hringið í síma 1700 og frá því augnabliki er alh tryggt. BRUNADEILDIN. Eimskip 2. hæð. Sími 1700. Kjarnar — (Essensar) Höfum bírgðir af ýmiskonar kjörnum tiliðnaðar Áfengisverzlun ríkísins. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ► Borgíð Nýja dagblaðíð! 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Happdrætti Háskóla Islands. í íslenzka happdrættinu er hægt að vinna mörgum sinnum á sama ári á sama miðann, enda hefir það margoft komið fyrir. Flýtið yður því að kaupa miða, á'öur en það verður um seinan. Frá starfsemi happdrættisins. 32. Bjargaöi sér frá sveit. Konan A. á Norðurlandi barðist við sveit með barnahóp og sjúkan mann. Taldi hún það vissu, aö hún myndi auðgast á happdrættinu. 1935 hlaut hún 1250 krónur á fjórðungsmiða og bjargaðist sæmilega af vegna þessa vinnings. 33. Hættulegt að gleyma að endurnýja. 1935 hlaut ungur maður frá Akúr- eyri 25.000 króna vinning. Hann endur- nýjaði miðann á aðalskrifstofunni í Reykjavík kvöldið áður en dregið var. Varð að senda símskeyti norður um endurnýjunina og kom það svo seint, að umboðsmaður hafði gengið frá skýrslum og búið um endursendingu óseldra miða. 34. Einkennilegnr draumur. í Vestmannaeyjum kom maður tvis- var sinnum til umboðsmanns og óskaði eftir að fá ákveðiö númer í hvort skiptið. Kvað hann sig hafa dreymt þau og varð mjög áfjáður, einkum í síðara skiptið. Númer þessi voru seld annarstaðar, en í bæði skiptiin hlutu þau hæsta vinning. 35. Hættulegt að sleppa númeri sínu. Einn af umboðsmönnum happ- drættisins hefir reiknað út, hve miklu viðskiptamenn í umboði hans hafa tapað á því annaðhvort að hætta að spila eða að endurnýja ekki. Upphæð- in er 51.000 krónur. Hvcr vfll missa vonina um að vinna. ATH. Vegna óvanalegrar eftirsóknar tilkynnist heiðr uðum viðskiptavinum Happ drættisins, að pantaðir mið ar hjá umboðsmönnum vor- um, verða að skrásetjast og sækjast í síðasta lagi 5. marz, annars eiga við- skiptamenn vorir á hættu að hinir pöntuðu miðar verði seldir öðrum. Umboðsmenn í Reykjavík: Frú Anna Ásmundsdóttir og frú Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 3, sími 4380. Dagbjartur Sigurðsson, kaupm. Vesturgötu 45, sími 2814. Einar Eyjólfsson, kaupmaður, Týsgötu 1, simi 3586. Elís Jónsson, kaupm., Reykja- víkurveg 5, sími 4970. Helgi Sívertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Jörgen Hansen, Laufásvegi 61, simi 3484. Frú Maren Pétursdóttir, Lauga- vegi 66, sími 4010. Pétur Halldórsson, Alþýðuhús- inu. — Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu, simi 3244. Umboðsmenn í Hafnarfirði: Valdemar Long, kaupmaður, simi 9288. Verzlun Þorvalds Bjarnasonar, sími 9310.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.