Nýja dagblaðið - 08.03.1938, Qupperneq 1
IVýjar vöriar í
VORTÍZKU
koma í búðina daglega.
Þrátt fyrir hækkaða tolla hef-
ir verðið ekkert hækkað.
V-E-S-T-A
Sími 4197. Laugaveg 40.
rvyj/A
ID/^QplBIL^tÐliE
6. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 8. marz 1935. 55. blað
Islenzka skátahreyfingín svívírt
ANNÁLL
67. dagur ársins.
Sólarupprás kl. 7.15. Sólarlag kl. 6.03.
Árciegisháflæöur í Reykjavík kl. 9.
Ljósatími bifreiða
er frá ki. 6.40 síðdegis til kl. 6.50 ár-
degis.
Næturlæknir
er í nótt Ólafur Þorsteinsson, Mána-
götu 4, sími 2255. Næturvörður er þessa
viku í lyfjabúðinni Iðunn og Reykja-
víkur Apóteki.
Dagskrá útvarpsins:
10.00 Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfr. 19.20
Þingfréttir. 19.40 Auglýsingar. 19.50
Fréttir. 20.15 Erindi: Lokaðir kirtlar
(Jón Steffensen próf.). 20.40 Hljómpl.:
Létt lög. 20.45 Húsmæðratími: Innl.
fæðutegundir: Mjólk (ungfrú Sigurb.
Kristjánsdóttir). 21.00 Symfóníu-tónl.:
a) Ernst Drucker leikur á fiðlu. b)
(21.40 Kammermúsik (Adolf Busch og
Edwin Fischer leika) (plötur).
Póstferðir á morgun:
Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-,
Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-,
Ölfuss- og Flóa-póstar. Hafnarfjörð-
ur. Seltjarnarnes.
Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-,
Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-,
Ölfuss- og Flóa-póstar. Hafnarfjörð-
ur. Seltjarnarnes. Laxfoss frá Borgar-
nesi.
Ferðafélag íslands
heldur skemmtifund að Hótel Borg
í dag, 8. marz, og verður húsið opnað
kl. 8.15. Frú Oddný Sen segir frá Kína
og sýnir skuggamyndir. Dansað til kl.
1. Aðgöngumiðar seldir í bókaverzlun
Sigf. Eymundssonar til kl. 6 á þriðju-
dag.
Aðgöngumiðar
að samsæti Sigurjóns Péturssonar
óskast sóttir kl. 3—6 í dag á skrifstofu
Ármanns í íþróttahúsinu, sími 3356.
Frá sjúklingum á Vífilsstöðum
hefir blaðið verið beðið að færa
hljóðfæraleikurunum, þeim Pétri Bern-
burg, Stefáni Lyngdal, Jóni Ólafssyni
og Tage Möller beztu þakkir fyrir
komuna og hina ágætu skemmtun, sem
þeir veittu þeim á föstudaginn var.
íslandsdeild friðarfélagsins.
„Mellanfolkligt samarbete" heldur
fund í Oddfellowhúsinu uppi í kvöld,
kl. 8%. Umræðuefni: Erlendir flótta-
menn á íslandi. Félagsmenn mega
taka með sér gesti.
„Bláa kápan“
verður sýnd á miðvikudagskvöld og
verða aðgöngumiðar seldir í Iðnó eftir
kl. 4 í dag.
Bjarni Björnsson
endurtekur skemmtun sína á
fimmtudagskvöldið, vegna mikillar að-
sóknar. Lækkað verð.
Þórður Jónasson,
bóndi að Ljósalandi í Vopnafirði
andaðist að heimili sínu 4. þ. m., 70
ára að aldri.
Skipafréttir.
Gullfoss var í Stykkishólmi í gær.
Goðafoss er í Khöfn. Brúarfoss er á
leið til London frá Vestmannaeyjum.
Dettifoss fór til útlanda í gærkvöldi.
Lagarfoss er á lenð til Austfjarða frá
Leith. Selfoss fór frá Hull 1 gærkveldi
áleiðis til Antwerpen. Esja fór í gær-
kveldi í strandferð vestur um land.
Félag ungra Framsóknarmanna
hélt fund í gærkvöldi, þar sem rætt
var um samband íslands og Danmerk-
ur. Guðmundur V. Hjálmarsson hafði
framsögu. Fjörugur umræður urðu um
málið.
Hjónaband.
Ungfrú Elsa Friðfinnsson og Haukur
snorrason verzlunarmaður voru nýlega
gefin saman í hjónaband.
Vígbánaður
Englendinga
Við mumiiii berjast
fyrlr lýðræðið ef
þörf krefur, segir
Chamberlain.
LONDON:
í gær hófust umræður í brezka þing-
inu um útgjöld til vígbúnaðar.
Ohamberlain forsætisráðherra var
fyrstur ræðumanna. Hann sagði að
tilgangurinn með vígbúnaði Breta
væri fjórfaldur: Að vera við því búinn
að verja brezku eyjarnar, að vernda
siglingaleiðir brezka verzlunarflotans,
að aðstoða samveldislöndin við land-
varnir sínar og að geta farið til liðs
við þá bandamenn, sem Bretar kynnu
að þurfa að styðja, ef til ófriðar kem-
ur.
Chamberlain kvaðst hvorki hneigjast
að fasisma, nazisma eða bolshevisma.
Sjálfur kvaðst hann myndi berjast
fyrir lýðræðinu, er til stríðs kæmi og
það hyggði hann að flestir samlandar
hans myndu einnig gera. Tilgangur
brezku stjórnarinnar væri þó sá, að
búa svo í haginn, að enginn þyrfti að
berjast. — FÚ.
Orrustuskipi sukkt
fyrir uppreistar-
möiuium
LONDON:
Balearis, einu af beitiskipum upp-
reistarmanna, var sökkt í fyrrakvöld
undan Palos-höfða. Balearis, Canarias
og annað beitiskip uppreistarmanna,
voru þar á ferð, þegar tvö gömul beiti-
skip stjórnarinnar bar þar að, ásamt
tundurspilladeild, og var skotið tund-
urskeytum úr beitiskipunum á Bale-
aris. Það varð mikil sprenging í skip-
inu, og síðan tók það að sökkva. Flug-
vélar stjórnarinnar vörpuðu sprengj-
um yfir skipið og önnur skip uppreist-
armanna, á meðan Balearis sökk.
Tvö brezk herskip, Boreas og Camp-
enfelt, voru þarna í grenndinni og
björguðu þau úr sjónum þeim sem
komust lífs af. — FÚ.
Lcpp-keisarinn
myrtur
LONDON:
Chow Feng Chi, sá er Japanir höfðu
ráðgert að gera að lepp-keisara, hefir
verið skotinn til bana, og er álitið
að banamaður hans hafi verið kín-
verskur.
Tilboði Mussolinis
hafnað
LONDON:
Haile Selassie hefir opinberlega lýst
því yfir, að hann muni ekki ganga að
neinum skilmálum, að því er snerti
Abessiníu, sem ekki séu í samræmi við
fullkomið sjálfstæði ríkisins. — FÚ.
| Ofviðrið
á laugard.nóttína
Xánari fregnir
utan af landi.
í gær var iokið viðgerð á hinum bil-
uðu símalínum. Hafa borizt nýjar
fréttir um margvíslegt tjón af völdum
veðursins aðfaranótt laugardagsins.
í Vestmannaeyjum skemmdust
margir vélbátar á höfninni og einn,
Ester, sökk. Átta árabátar eyðilögðust.
Á Eskifirði varð mikið tjón á bátum,
húsum og síma og rafmagnskerfi, og
er talið, að skaðarnir nemi tugum
þúsunda króna.
í Fáskrúðsfirði og í Borgarfirði
eystra urðu ýmsar skemmdir og skóla-
húsið á Eiðum varð fyrir áfalli.
Á Seyðisfirði urðu skemmdir á hús-
um og bátum og á Norðfirði ónýttust
fjórar bátabryggjur. Á Sauðárkróki
sökk vélbátur.
Á Raufarhöfn rofnaði þak síldar-
verksmiðjunnar og fok urðu á tveimur
bæjum í grenndinni, Rifi og Höskulds-
staðanesi.
Á þrem bæjum í Miðfirði, Brekkulæk,
Huppahlíð og Melstað, hlauzt tjón af
veðrinu.
í Hornafirði fauk járn af útihúsum
á nokkrum bæjum.
Oívíðríð náðí eínníg
tíl Noregs
Tjónið iioiiiui* mörg-
um milljónum króua
EINKASKEYTI FRÁ KHÖFN:
Nánari fréttir eru nú komnar af of-
viðrinu í Noregi og kemur það í ljós,
að tjónið nemur mörgum milljónum
króna. Veðrið hefir sumstaðar verið
svo óstjórnlegt að með fádæmum þyk-
ir. Þrír litlir strandbæir í norðanverð-
um Noregi eru svo að segja í rústum
svo að varla stendur hús uppi. Skóg-
artré hafa brotnað og skógar víða
eyðilagzt; skemmdir hafa orðið á járn-
brautum og símum. Þýzka beitiskipið
Köln laskaðist svo í veðrinu úti fyrir
Noregsströnd, að draga varð það til
hafnar í Þrándheimi. — FÚ.
Nýr skrífstofustjórí
í stjórnarráðinu
Jónas Jónsson, Sigurjón Á.
Ólafsson og Jóhann Jósefsson
flytja frv. um að skipaSur verði
sérstakur skrifstofustjóri fyrir
skrifstofu utanríkismála. Utan-
ríkismálin útheimta nú starfs-
krafta og starfsskilyrði á við
aðrar deildir stjórnarráðsins, og
munu þó verkefnin vaxa á
næstu árum. Ríkisstjórn og
utanríkismálanefnd munu
mæla með þessu frv. Skrifstofa
utanríkismála mun verða flutt
bráðlega úr Stjórnarráðshúsinu
í Arnarhvál.
Nf sáttatilraun
Hæstiréttnr skipar
nefnd til að koma
á sáttnm í togara-
deilunni.
Fyrir atbeina ríkisstjórnar-
innar verður gerð ný tilraun
næstu daga til að koma á sáttum
í togaradeilunni.
Forsætisráðh. skrifaði hæsta-
rétti í gær og óskaði eftir að
rétturinn tilnefndi þriggja
manna nefnd, sem ynni að því,
ásamt sáttasemjara ríkisins, að
koma á sættum milli deiluaðila
allra næstu daga.
Hæstiréttur hefir þegar til-
nefnt mennina og eru það Hil-
mar Stefánsson bankastj., Ein-
varður Hallvarðsson, formaður
gjaldeyris- og innflutnings-
nefndar og Gunnlaugur Briem,
fulltrúi í atvinnumálaráðuneyt-
inu.
Nefndin mun hafa komið sam-
an strax í gær og mun vitanlega
hraða störfum sínum eftir því
sem hægt er.
Nýr Dímítroff
Bukliarin mælir gegn
hinum fölsku ákær-
um stjórnarinnar.
L.R.P.:
í réttarhöndunum í Moskva í gær
vakti sjálfsvörn Bukharins mesta at-
hygli. Hann neitaði þvi nú gjörsam-
lega, að hann hefði nokkru sinni tekið
þátt í ráðagerðum til að myrða Lenin.
Ennfremur bar hann það algerlega af
sér, að hann hefði nokkru sinni unnið
að njósnum í þjónustu erlendra ríkja,
né heldur kvatt nokkurn mann til þess
að gera slíkt. Þá bar hann loks á móti
því, að hann hefði átt nokkurn þátt í
því að espa bændur til uppreistar gegn
stjórninni, en þeirri sök er hann einnig
borinn. — FÚ.
Togarakaup
Færeyinga
EINKASKEYTI FRÁ KHÖFN:
Færeyingar eru nú að ljúka hinum
fyrirhuguðu togarakaupum sínum. Fé-
lag í Þórshöfn hefir keypt enskan tog-
ara og frétzt hefir að annað færeyskt
félag væri í þann veginn að festa kaup
á öðrum enskum togara. — FÚ.
Sæsíminn bilaður
Sæsíminn milli íslands og Fær-
eyja bilaði í gærmorgun og voru öll
skeyti til útlanda afgreidd loftleiðis
í gær.
Helgí Tómasson
kjörinn skáta-
höfðíngí
Skátahreyfingin er fjölmenn-
asti og útbreiddasti æskulýðsfé-
lagsskapur heimsins. Enginn
slíkur félagsskapur nýtur óskor-
aðra trausts og fyllri virðingar
en hún. Það kemur af því, að
andi hennar, lög hennar og öll
starfsemi miðar fast og mark-
visst til mannbóta og aukins
drengskapar þeirra æsku-
manna, sem hreyfingarinnar
njóta. En því aðeins hefir tek-
izt, að ná glæsilegum árangri
í þessum efnum, og því aðeins
hefir verið unnt að skapa traust
og virðingu á hreyfingunni og
halda því við, að hreyfingin
hefir jafnan og hvarvetna ver-
ið vönd að leiðtogum, því að
þeir eru fyrirmynd hinna ungu
skáta. Lög og reglur vega minna
en fordæmið.
íslenzku skátarnir hafa verið
mjög heppnir með skátahöfð-
ingja sinn fram að þessu. A. V.
Tulinius var glæsimenni og
drengur góður, sem alstaðar
naut virðingar og allir treystu.
Því meiri vandi var að velja
honum eftirmann.
Nú hefir það verið gert. Val-
inn hefir verið dr. Helgi Tómas-
son á Kleppi!
Þetta er slíkt reginhneyksli,
að annað verra hefir ekki gerzt
í vali trúnaðarmanna á íslandi.
Eitt meginboðorð skátalag-
anna, eitt höfuðsérkenni skát-
ans, er þetta: „Skáti er drengi-
legur í allri háttsemi." Skáta-
höfðinginn er yfirmaður og að-
alfyrirmynd íslenzkra skáta.
Hann á að vera persónugerð
skátalögin og skátahugsjónin,
svo fullkomlega sem unnt er. Og
nú á dr. Helgi Tómásson að vera
leiðtogi íslenzkra drengja um
drengskap, maður sem fyrst og
fremst er frægur að einu: ó-
drengilegasta og viðurstyggileg-
asta bragði, sem framið hefir
verið í hinni miður drengilegu
stj órnmálabaráttu voxri. Ó-
skátalegra athæfi en hin fræga
aðför dr. H. T. að Jónasi Jóns-
syni er hér óþekkt til þessa.
Það er stórlega sorglegt og
verður að áteljast harðlega, að
virðingu og tiltrú skátahreyf-
ingarinnar hér á landi, og
drengskaparhugmynd íslenzkra
skáta um leið, skuli vera stofnað
í hættu með því, að velja þeim
skátahöfðingja með slíkri for-
tíð. En úr því að þetta er þegar
gert, verður að gera svo gott úr
því og það svo óskaðlegt, sem
verða má. Fyrir framinn ó-
(Frh. á 4. síBu.)