Nýja dagblaðið - 23.03.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 23.03.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Alpingi Ný þingmál Rafveitur ríkisins. Iðnaðaxnefnd neðri deildar flytur frv. til laga um rafveit- ur ríkisins. Samkv. frv. er rík- inu heimilt að stofna og starf- rækja rafveitur, er vera skulu eign ríkisins og reknar sem fjárhagslega sjálfstætt fyrir- tæki með sérstöku reiknings- haldi undir umsjón atvinnu- málaráðuneytisins. Stofnunin skal heita: Rafveitur ríkisins. Rafveitur ríkisins geta einn- ig gerst meðeigandi í orkuveit- um annara eða tekið þær á leigu. Rafveitur ríkisins skulu hafa sérstakan framkvæmdarstjóra, sem kallast rafveitustjóri ríkis- ins. í greinargerðinni segir að venjulegast hafi bæjar- eða hreppsfélög haft forgöngu um virkjun og dreifingu raforku til almenningsþarfa. En þessir aðilar hafi ekki ráðið við meiri- háttar framkvæmdir, án veru- legrar aðstoðar ríkisins. Þess- vegna sé sú leið farin í þessu frumvarpi, að í áframhald- andi raforkuvinnslu og dreif- ingu milli kaupstaða, kaup- túna og hreppa skuli ríkis- stjórnin taka beinan þátt í að- stoðinni með því að reka sjálf almenningsveitur til slíkra þarfa. Frv. er undirbúið og flutt eft- ir beiðni fráfarandi atvinnu- málaráðherra. Orkuráð. Iðnaðarnefnd neðri deildar flytur frv. til laga um orkuráð. Skal það skipað sjö mönnum: þrír menn tilnefndir af þrem stærstu flokkum þingsins, vatnamálaráðunautur ríkisins, forstöðumaður rafmagnseftir- litsins, forstjóri Sogsvirkjun- arinnar og skrifstofustjóri í atvinnumálaráðuneytinu. — Orkuráð skal eiga frumkvæði að rannsóknum á hagnýtingu vatnsorku og hveraorku og gera tillögur um notkun þeirra. Reynt sé eftir megni að láta opinberar stofnanir annast slíkar rannsóknir, án auka- kostnaðar. Frv. er flutt samkvæmt beiðni fráfarandi atvinnumálaráð- herra. Af Fljótsdalshéraðí Af Fljótsdalshéraði er blaðinu skrifað, að ofviðrið, sem varð 4. þ. m., hafi valdið þar miklu tjóni einkum á húsum. Víða fauk járn af hlöðum og urðu hey þannig fyrir miklum skemmd- um. Sumstaðar fauk einnig mikið af heyi. Elztu menn þar segjast ekki muna eftir meira veðri, nema ef vera skyldi páskabylurinn 1918. Síðan hefir tíðin verið fram- úrskarandi góð og" er orðið al- autt í byggð. Fénaðarhöld hafa verið góð. 9. þ. m. lézt að Finnsstöðum í Eiðaþinghá, Jón Ámason, fyrr- um bóndi þar. Lagarfljót hefir aldrei verið farið á ís í vetur og er það sjaldgæft. Bióirx Lloyds í London. heitir amerísk mynd, sem Nýja Bíó byrj ar að sýna í kvöld. Efnið er sótt í sögu Englands og hins heimsfræga vátryggingarfélags. Aðalsöguhetjan er Jonathan Blake, sem náði miklum völdum hjá félaginu. Hann var æskufé- lagi og vinur Nelsons, sjóliðs- foringjans fræga. Einn þáttur- inn lýsir tilraunum félagsins til að ná nokkrum hluta af her- skipum þeim, sem heyrðu undir Nelson, til að fylgjast með kaup- förum og verja þau árásum Frakka. Slíkt hefði getað orsak- að ósigur Nelsons og brezka heimsveldisins. Blake reyndi því að afstýra þessu eftir megni, þótt hann stofnaði með því eignum, mannorði og lífi sínu i hættu. Myndin er mjög viðburðarík og vel leikin, eftir því, sem er- lendum blöðum segist frá. Jonathan Blake leikur Fred- die Bartholomew (meðan hann er ungur) og Tyrone Power. La- dy Elizabeth, sem er ástmey hans, leikur Madeleine Carroll. Kvikmyndafréttir. Það er enn ekki séð, hvaða kvikmyndir, sem gerðar voru á síðastl. ári, munu hljóta mestan orðstír. En meðal þeirra beztu eru einkum nefndar tvær myndir, „Perlur kórónunnar" og „Svikahrappurinn". Þær eru franskar og hefir Sacha Guitry haft leikstjórn beggja á hendi. Fyrri myndin rekur sögu fjögra dýrmætustu perlanna, sem til- heyra ensku konungsættinni. Hún nær yfir rúmlega þrjár ald- ir og mörg stórmenni koma þar við sögu, eins og Franz I. Frakkakonungur, Henrik VIII. Englakonungur, páfi Clemenz VIII., Maria Stuart, Katarina af Medici, Elizabeth Englands- drottning, Napóleonarnir I. og III. o. s. frv. Myndin endar á hinu nýja Atlantshafsfari, „Nor- mandie“. Seinni myndin hefst með því, að ellefu menn verða fyrir eitr- un, en sá tólfti sleppur, vegna þess að hann hafði stolið 8 aur- um og var settur hjá. Hann heldur óráðvendni sinni áfram og allt gengur vel. En seinna ætlar hann að gerast heiðvirður og ráðvandur, en þá snýst ham- ingjan á móti honum. Þetta eru fyrstu myndirnar, sem Sacha Guitry hefir stjórnað og hafa þær aflað honum mik- ils álits. Lillian Harvey hefir eignazt hættulegan keppinaut. Hún heitir Marika Röck og er 24 ára. Hún er ungversk að ætt og hefir þegar leikið í tveim myndum. Áður hafði hún aflað sér mikill- ar frægðar fyrir dansleikni sína og þykir líklegt að hún muni í framtíðinni skipa það sæti í þýzkri leiklist, sem Lillian Har- vey hefir haft. * Columbia hefir nýja Hepburn —Grant mynd í undirbúningi. Leikstjóri er George Cukor, sem hefir áður stjórnað „Kamelíu- frúnni“ og „Romeo og Júlía“. * Námsstyrkir Búnaðarfélagfsms Búnaðarfélag íslands hefir nýlega úthlutað styrk til náms- manna erlendis fyrir yfirstand- andi ár. Eftirfarandi menn hafa hlotið styrk: Búnaðarhásk.nám í Danmörku: Zophonias Pálsson kr. 300.00 Gunnar Bjarnason — 300.00 Sig. I. Sigurðsson — 3Ó0.00 Gísli Kristjánsson — 300.00 Stefán Björnsson — 300.00 Kristj. H. Pétursson — 400.00 Jón Jónsson — 400.00 Árni Jónsson — 400.00 Búnaðarháskólanám l Svíþjóð: Áskell Löve kr. 600.00 Ólafur Björnsson — 300.00 Garðyrkjunám í Danmörku: Jónas S. Jónsson kr. 100.00 Mjólkurlðn.nám í Danmörku: Þ. Ragnar Jónasson kr. 200.00 Skafti Óskarsson — 200.00 Ólafur Þórðarson — 200.00 Mjólkuriðnaðarnám l Noregi: Jóh. S. Þorsteinsson kr. 200.00 Búnaðarnám í Noregi: Halld. Guðlaugsson kr. 100.00 Jóhann Jónasson — 100.00 Bjarni Fanndal — 100.00 Eðvald B. Malmquist — 100.00 Vefnaðarnám í Noregi: Margrét Gísladóttir kr. 100.00 Ströng lög Hinn 23. júlí 1937 gáfu ar- gentisk stjórnarvöld út til- skipun, þar sem ýmsum opin- berum starfsmönnum, svo sem tollmönnum, heilbrigðisfulltrú- um, hafnarlögreglumönnum o. fl., sem vinna að eða hafa um- sjón með afgreiðslu skipa, er bannað að fara fram á eða taka á móti, í sambandi við starf sitt, nokkrum aukaþóknunum eða gjöfum í hvaða mynd sem er. Tekur bannið einnig til gjafa á mat og drykk um borð í skipi. Tilskipunin kveður á um, að hver sem gerir sig sekan um að bjóða nefndum starfsmönnum slíkar þóknanir eða gjafir, skuli sæta frá 6 mánaða til 2ja ára fangelsisvist. Sama refs- ing bíður þess, sem tekur á móti gjöfinni. (Tekið upp úr félagsblaði Assurance-foreningen Skuld (Gjensidig) apríl—júní 1937). Hin ódauðlega saga Mark Twain’s, „Tom Sawyer", hefir nýlega verið kvikmynduð. Þessi fræga saga hefir verið þýdd á íslenzku og birzt í Nýjum kvöld- vökum. KAl/PIÖ Bálfarafélag Islands. Skrifstofa: Hafnarstrœti 5. Félagsskírteini (æfigjald) kosta 10 kr. Skírteini, sem tryggja bálför, kosta 100 krónur, og má greiða þau í fernu lagi, á einu ári. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins. Simi 4658. Blindravinaíélag Islands Sími 4046 SÖLUDEILD LauSásvegi 19 Höfum nú fyrírliggjandi GÓLFKLÚTA í heildsölu Hlálpið bllndum! Kaupið vörur þeirra. KR0N lækkar kaffíverðið: Bláa kannan, br. og malað .. búðarverð 0.80 pk. Brennt kaffi, ómalað..... ...... 2.90 kgr. Óbrennt kaffi............ ...... 2.15 kgr. Reyníð »Bláu kðnnuna«. Tilkynning. Það tilkynnist hér með, að frá og með 1. marz 1938, hefi ég undirritaður tekið að mér Reykja- víkur afgreiðslu Sameinaða gufuskipafélagsins í Kaupmannahöfn. Samkvæmt leyfi frú Ragnheiðar Zimsen, rek ég nefnda afgreiðslu framvegis undir sama nafni og áður var, SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN og með fullri ábyrgð minni. Virðingarfyllst Erlendur Pétursson. Garnír Kaupum saltaðar, vel verkaðar garnir og langa úr kindum, kálfum, nautum og svínum. Garnastöðin, Reykjavík, Sími 4241.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.