Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 21.04.1938, Qupperneq 3

Nýja dagblaðið - 21.04.1938, Qupperneq 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 , i.. \ÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. . Ritstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritstjórnarskrifstofumar: Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Lindargötu ÍD. Síml 2323. Eftir kl. 5: Síml 3948. Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar 3948 og 3720. i ,mm — 0-.0 — ° —o ——° ——11 > Sumatíð og börnín Allir fagna sumrinu, en senni- lega börnin mest. Börnin í höf- uðstaðnum hafa alveg sérstaka ástæðu til að gleðjast yfir komu sumarsins. Allan veturinn eru þau nokkuð aðkreppt inni í borg- inni. Skólarnir rúma ekki nærri öll börn bæjarins, nema með því að margsett sé í hvert sæti. Leik- vellir eru fáir og af allra léleg- asta tagi. Hnir vísu feður bæj- arins hafa fundið upp alveg sér- kennilega tegund af leikvöllum til að hressa hina ungu Reykvík- inga. Það eru ömurlegar, þröng- ar steinsteypugirðingar utan um sand eða flag. Einn slíkur völlur er í smíðum skammt ofan við gasstöðina. Þar er búið að taka lægðina alla neðan við Sunnu- hvol undir hús. Græna túnið í þeirri dæld var sjálfsagður leik- vangur fyrir börn úr austurbæn- um. Nú er þetta græna svæði allt þakið húsum og malbikuðum götum, en fyrir börnin er gerð ofurlítil steinsteypustía, sem minnir á fangabúðir. Sumardagurinn fyrsti á að minna Reykvíkinga á að á þessu sumri þarf að byrja sterk og markviss barátta til að koma börnum höfuðstaðarins á gras. Hið mikla framtíðarskipulag, er Framsóknarmenn hófu baráttu fyrir þjóðhátíðarárið 1930, þegar þeir áttu fyrst fulltrúa í bæjar- stjórn, er að gera landið allt frá Tjörninni og suður að Skerja- firði, þar með talda Öskjuhlíðina að leikvelli, íþróttasvæði og hress ingarstað fyrir börn þessa bæjar. Bærinn og úthverfi hans lykja nú þegar meira og minna um allt þetta svæði. Vatnsmýrin á að verða fyrir Reykjavík það sem Hyde Park er fyrir London: Allt grænir, sléttir vellir, þar sem börn og fullorðnir finna angan gróðurs og blóma, eins og í frið- lýstri graseyju, innan um eyði- mörk steinsteypu- og asfaltvega. En sunnan við þessa grasey kem- ur leikvangurinn og þá hinn mikli baðstaður við Skerjafjörð. Þegar þessi ráöagerð er komin í framkvæmd, hverfa öll börn úr fangabúðum þeim, sem nú eru byggðar þeirra vegna inni í borginni. Þau elta gróðurinn, blómin og hinn salta sjó suður úr bænum alla daga sumarsins, þar til skólinn og veturinn kalla þau aftur inn á múrbrúnir og as- faltvegi. Börnin eiga líka aðrar og enn fegurri nýlendur. Hin víða og breiða sveit opnast fyrir þúsund- ir af börnum borgarinnar. Mörg fara á sveitabæi víða út um land, og hið fjölþætta starfslíf sveit- Víðavangsskólarnir i Danmörku Eflir Hallgrím Jónasson Austur frá norðanvexðu Mið-Jótlandi gengur allbreiður skagi, sem heitir Djursland. Norðan við hann er Randers- fjörðurinn, en sunnan meg- in Kaleyjarvík. Úti við Jótlandshafið er landiö nokkuð flatlent, en verð- ur því öldóttara, sem sunnar dregur og vestur á skagann. Frjósemi er ekki eins mikil þarna sem víða annarsstaðar á Jótlandi. Jarðvegurinn er send- inn, og ekki sérlega vel fallinn til akurgerðar, nema þá helzt fyrir rúg og jarðepli. í daladrögunum og lægðunum milli hæðanna, liggja snotur þorp, dreifð bændabýli og margt gamalla herragarða. Hið forna, lyngivaxna heiðaland er víðast brotið- til ræktunar og breið greniskógarbelti, sem gróður- sett voru fyrir 30—40 árum, breiða nú skjólríkar limar um flöt akurlendi og blómsæla byggð. Eitt af nesjum þeim, sem ganga suður úr aðalskaganum, heitir Mols. Það er heimkynni Molbúanna. Sögurnar af þeim eru alkunnar, á sinn hátt eins og frásagnir Bakkabræðra hjá okkur. Hitt er aftur á móti að mestu eða öllu ókunnugt, hvernig á því stendur, að Mol- búunum eru eignuð svo mörg og hjákátleg heimskupör, því fólkið þarna er jafn vel gefið og jafnvel mennt, sem íbúar í öðrum hlutum landsins. En nú vil ég biðja lesend- ur mína að fylgjast með mér í huganum suður á Molsskaga, stutta stund og athuga þar einn þátt í skólamálum Dana, eins og hann hefir verið rekinn um allmörg' undanfarin ár. Það var einn dag í byrjun síðastliðins septembermánað- ar, að ég hjólaði út frá bænum Grenaa, er stendur austast á anna er þeim betra en nokkur skóli. En því miður eru alltof fá börn, sem eiga von á sumarvist á sveitabæ. En mörg af þeim fá aðra möguleika. Tjaldborgir til sumardvalar eiga að rísa víða í nánd við höfuðstaðinn. Talað er um tjaldborg á Reykjum í Ölfusi. Önnur gæti verið á Reykjum í Mosfellssveit. Hn þriðja í Foss- vogi, fyrir þær mæður, sem ekki eiga heimangengt langt frá sin- um heimkynnum. Tjaldborgir margar og fjöl- mennar við sjó og heita staði eiga að verða sumarheimkynni þúsunda mæðra og barna úr höf- uðstaðnum, margar vikur af hinu hvikula íslenzka sumri. Sumardagurinn fyrsti heilsar börnum Reykjavíkur með opnum örmum. Þetta sumar á að færa æsku höfuðstaðarins út úr bak- görðum og þröngum malar- og asfalt-götum, út í náttúruna, til samfélags við dýrin, þar sem grös og gróður angar og nóttin er út- læg um margra vikna skeið. J. J. skaganum Djúrsland, út við hafið. Skólastjórinn í þorpinu fylg- ir mér á leið. Það er einn af vinsemdarvottum hans, fyrir það að ég hafði um morguninn flutt erindi í skólanum og sýnt skuggamyndir frá íslandi. Veðrið er yndislegt, — eins og það hafði verið allan ágúst- mánuð og raunar sumarið allt. Sólskin, hiti og logn. Um síð- ustu hundrað ár hefir aðeins einu sinni komið jafngott sum- ar, eftir því, sem talið var. Og á góðum vegum og í góðri tíð, er ekkert farartæki handhægara né ódýrara en hjólhesturinn. í þetta skifti ferðaðist ég á hon- um landið þvert og endilangt og naut þannig betur en ann- ars hinnar einstöku veðurblíðu og áhrifanna af landsins smá- fögru, frjóu náttúru og yndis- leik. Það er litlu skemmra til Mols en Árósa, um 60 km. Þegar þangað er komið, er útsýn fal- leg af öldóttu nesinu. Beint í vestri sér til höfuðborgar Jót- lands handan við Riskovsundið. Norður í botni Kaleyj arvíkur mótar greinilega fyrir hallar- rústunum, þar sem Gústav Vasa Svíakonungur sat fangi á sinni tíð. En rétt í suðurátt rís Sáms- ey, lág og flatlend upp úr dimmbláu hafinu, sömuleiðis auðug af sögum gamalla at- burða, eins og fundi þeirra Hjálmars hugumstóra og Ang- antýs. Víðavangsskólinn Á einum stað, milli skógi vax- inna hæða, stendur einstök og snotur timburbygging. Það er auðsýnilega ekki bóndabær og því um síður herrasetur. En autt er húsið eigi að heldur. Flokkar karla og kvenna haf- ast við umhverfis það og að ýmislegum störfum. Þetta er allt ungt námsfólk. Sumt fæst við mælingar og uppdrætti af umhverfi staðar- ins, fyrir fótum annara liggur stórt steinasafn, er flutt hefir verið saman á einn stað og nú er verið að athuga, og enn aðr- ir eru á leið heim til hússins, utan úr skóginum, með ýmis- konar muni og áhöld í hönd- unum. Hvaða staður er þetta? Hverskonar fólk er þetta, hvaðan er það og hvað hefst það að? Úr þeirri gátu leysist greið- lega við nánari kynni. Það eru nemendur úr einum fremsta kennaraskóla Dan- merkur, sem hér stunda nám, undir leiðsögu tveggja kennara, nám, sem brýtur nokkuð i bág við venjulega skólakennslu. Hér uppi í norð-austanverðu Mið-Jótlandi hafast við annars bekkjungar úr kennaraskólan- um í Haderslev, er sjálfur ligg- ur — svo sem kunnugt er — niðri i Suður-Jótlandi og er, eins og aðrir skólar landsins, tekinn til starfa fyrir nokkru, eftir sumarfríið. Hér getur að líta einn þann þátt í skólastarfsemi þjóðar- innar, sem Haderslev skólinn tók einna fyrstur upp og sem óðum er að ryðja sér til rúms. Danir nefna þessa starfsemi „Lejrskolen", en á íslenzku mætti ef til vill kalla hana víðavangsskóla, og svo verður hér gert. Þetta kennslusnið þykir gef- ast einna bezt fyrir nemendur kaupstaða- og borgarskóla. Það er í styttstu máli á þá leið, að nokkur hluti námsfólksins í hlutaðeigandi kennslustofnun, dvelur vissan tíma hvers árs — venjulega haust og vor — á ein- hverjum tilteknum stað úti á landi, við beinar verklegar at- huganir og rannsóknir. Þar er komið upp víðavangsskóla, þ. e. húsi til íbúðar og athugana, annaðhvort af eigin rammleik, eða með tilstyrk hins opinbera, nema þá að byggingin sé leigð. Tilgangur víðavangsskólans er sá, að flytja nemendur nokk- urn tíma á burt úr hinni venju- legu kennslustofu, burt úr námsbókanna, stundum nokkuð þurra heimi, og út í hið sláandi, raunhæfa líf og starf. í þessari tilbreytni eru ekki fólgnar neinar nýjar náms- greinar til viðbótar yfirfylltri stundaskrá. Hér er námsfþlkið leitt út í sjálfa náttúruna og því komið í samband við raun- veruleikann. Hér er kennaran- um gert auðvelt að sýna hið nána samband milli landafræði, náttúrufræði og sögu. Námið miðar að beinni rann- sókn á umhverfinu. Nemendur gera athuganir sínar sjálfir, skýra þær með uppdráttum, teikningum, skýrslugerðum, rit- uðum greinum og útreikningum. Hér fær mælingafræðin t. d. sitt praktiska starfsvið. Bókun- unum þokar um set og þær verða einungis leiðbeinandi hjálpartæki. Raunveruleikinn verður hið ráðandi viðfangs- efni. Og inn á milli þessara raun- hæfu námsþátta eru svo felld- ar íþróttaiðkanir, leikir og söngvar. Þetta er heillandi fé- Hallgrímur Jónasson lagslíf með kennurum og skóla- systkinum. Skólinn er upprunnínn í Englandi í Yorkshire var fyrsta til- raunin gerð við kvennaskóla einn. Sú tilraun þótti takast svo vel, að starfið varð fastur liður í kennsluháttum stofnun- arinnar. Með sjálfstæðum athugunum, með sjálfstæðri vinnu, einstakl- ingsstarfi og hópvinnu, áttu nemendur að afla sér þekking- ar á náttúrunni umhverfis þá. Að fyrstu námsdvölinni í víðavangsskólanum lokinni, fórust forstöðukonunni m. a. þannig orð um tilgang hennar og gildi: „Við vonum að afleiðingarn- ar af þessari nýbreytni verði þær, að þeir, sem hafa tekið þátt í tilraunum okkar, finni framvegis meiri skilning og aukna ánægju í flestu því um ríki náttúrunnar, sem þeir áð- ur létu sig oft litlu skifta af því þeim fannst það svo kunnugt, og ég vona, að þeir bætist ekki í þann stóra, sjóndapra og hugsunarsnauða hóp, sem lifir svo lífi sínu, mitt í furðuleg- ustu leyndardómum náttúr- unnar, að þeim verður hvorki að spyrja né undrast“. Sumarið 1929 var fyrsti víða- vangsskólinn settur á laggir í Danmörku. Það var kennara- skólinn í Haderslev, sem fyrst- ur hélt inn á þessa nýstárlegu leið. Hann leigði ferðafélagsskóla norður á Mols og hefir jafnan siöan haft þar dvalarstað, haust og vor, fyrir ýmsa bekki skól- ans. Óskurn öllum GLEÐILEGS SIJMARS. Þökk fyrir viðskiplin á vetriimm. Hafliði Raldvinsson. Óskum öllum viÖskiptavinum okkar GLEÐILEGS SEMARS, og þökkum viðskiptin á vetrinum. Vegfffó&rarinn h.f.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.