Nýja dagblaðið - 22.05.1938, Síða 1

Nýja dagblaðið - 22.05.1938, Síða 1
FJÖLBREYTT ÍJRVAL af .U_\_Ö_R_U_M komið. Y E S T A rv*i/\ ID/^GfIBI^ÐIHÐ 6. ár Reykjavík, sunnudaginn 22. maí 1938. 116. blað Athyglísverðar staðreyndir Álögvr ríkísíns hækka um 9 kr. á mann á sama tíma og álögur Reyk a víkurbæjar hækka um 35 krónur Þ6 hetir ríkið varið stórfelldum framlðg- um til framleiðslunnar en Reykjavík engu ANNALL 142. dagur ársins. Sólarupprás kl. 2.57. Sólarlag kl. 9.54. Árdegisháflæður í Reykjavík kl. 10.30. Næturlæknir er í nótt Eyþór Gunnarsson Laugav. 98, sími 2111. Næturlæknir aðra nótt er Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Suimudagslæknir í dag er Björgv. Finnsson, Vesturg. 41, sími 3940. Nætur- vörður er í Ingólfs Apóteki og Lauga- vegs Apóteki. Dagskrá útvarpsins: 9.45 Morguntónl.: Tónverk eftir Bach og Beethoven (plötur). 10.40 Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í Frí- kirkjunni (sr. Jón Auðuns). 15.30 Mið- degistónl.: a)Lúðrasveit Rvikur. b) Ýms lög (plötur). 16.30 Erindi (frá þingi umdæmisst. nr. 1): Áfengislög- gjöfin (Gunnar Benediktsson lögfr.). 17.40 Útvarp til útlanda (24.52 m.). 19.20 Erindi umferðaráðs: Umferðar- vikan og verkefni umferðarráðs (Jón Oddg. Jónsson). 20.15 „Mæðradagur- inn“: a) Ræða (frú Guðr. Lárusdóttir). b) Einsöngur (frú Guðrún Ágústsd.). e) Upplestur (frú Ingibjörg Benedikts- dóttir). d) „Rödd úr hópnum” (ræða). e) Upplestur (frú Ingibjörg Steinsd.). f) Einsöngur (frú Guðrún Ágústsd.). g) Ræða (ungfrú Inga Lárusdóttir). h) Upplestur (ungfrú Laufey Valde- marsdóttir). 21.50 Danslög. Póstferðir á morgun: Frá Rvík: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjamar- nes. Póstbíll austur til Víkur. Fagranes til Akraness. Dr. Alexandrine til Ak. Til Rvikur: Mosfellssveitar-, KJalar- ness-, KJósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og flóapóstar, Hafnarfjörður Seltjamar- nes. Brúarfoss frá Akureyri. Esja vest- an um úr hringferð. Fagranes frá Akranesi. Umferðavikan sem umferðaráð gengst fyrir, hefst í dag. Skátar og lögregluþjónar leið- beina um umferð á götum bæjarins og verða þeim, er ekki fara eftir umferða- reglunum, gefnar skráðar upplýsingar um umferð fyrir gangandi fólk og hjól- reiðamenn. Umferðamyndir verða til sýnis í búðargluggum í Austurstræti og nokkrir hjólreiðamenn munu sýna fyr- irmyndarakstm-. Auk þess verða flutt erindi í útvarpið á vegum umferðaráðs kl. 7.20. Vormót III. flokks hélt áfram í gærkvöldi og fóru leikar svo að Fram vann Víking með 1 : 0 og K. R. vann Val með 4 : 0. Páll Zophóníasson ráðunautur heldur í vor um 40 naut- gripasýningar í Húnavatnssýslu, Skaga fjarðarsýslu, Eyjafirði og Þingeyjar- sýslu. Fyrstu sýninguna heldur hann á miðvikudaginn. Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra og Pálmi Hannes- son rektor, fóru austur í Vestur- Skaftafellssýslu í gær og munu mæta þar á tveimur stjórnmálafundum. Þeir eru væntanlegir til bæjarins á mánu- dagskvöld. Á fundi bæjarráðs síðastliðinn föstudag var samþykkt að efna til verðlaunasamkeppni um til- lögu um fyrirkomulag og útlit á hita- geymum í Öskjuhlíð. Ákveðið var að verja allt að kr. 3000.00 til verðlauna. Dómnefndina eiga að skipa 2 bygginga- meistarar, 2 verkfræðingar og 1 mynd- höggvari. S. R. R. og f. S. f. sækja um styrk úr bæjarsjóði, kr. 1500.00 hvert. Sundráðið til að senda 5—6 manna flokk á sundmót í London i ágúst í sumar, en í. S. í. til utanfarar kvennaflokks Ármanns til Oslo. Bæjar- ráð mælir með báðum þessum umsókn- um. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ingibjörg Jónsdóttir og Leifur Þórhallsson bókari. Einnig voru gefin saman í hjónaband í gær ungfrú Frið- björg Eyjólfsdóttir og Edvard Árnason símaverkfræðingur. Alvarlegar viðsjár mllli Þjóðverja og Tékka Stjórnir beggja land- anna senda herlið til landamæranna. Enska stjórnin aðvarar Þjóð- verja. — Tékkneskur landamæravörður neyðist til að skjóta tvo Sudetta. London: Orðrómur gengur um það, að stjórnir Þýzkalands og Tékkoslóvakíu láti nú flytja herlið að landamærum þessara ríkja. Hefir þessi orðrómur verið svo alvar- legur, að enski sendiherrann í Berlín hefir verið látinn fara á fund Ribben- trop bæði í fyrradag og gær og látinn krefjast yfirlýsingar um, að þessi orð- rómur væri uppspuni. í fyrradag fékk hann þau svör, að hér væri aðeins um að ræða venjulega hermannaflutninga á þessum árstíma, en ókunnugt er hvaða svör hann fékk í gær. Brezka stjórnin er mjög áhyggjufull út af þessum atburðum. Hefir Halifax hætt að taka sér venjulegt frí um helgina, vegna þessara atburða, og Chamberlain, sem er í fríi, hefir gert ráðstafanir til að fylgjast með öllu samtímis. Óstaðfestar fregnir herma, að Pól- verjar og Ungverjar hafi einnig sent her að landamærum Tékkoslóvakíu. Viðbúnaður Tékka. Tékkneska stjórnin hefir skýrt fréttaritara Reuters frá því, að hún hafi sent nokkuð af hermönhum til landamæranna til æfinga með nýtizku vopn. Ennfremur hafi nokkrar vara- liðssveitir verið hvattar til vopna og nokkrum landamæravegum lokað, en ekki sé þó um neina almenna hervæð- ingu að ræða. Óbilgirni Súdeta. Tékkneska stjórnin hefir gefið út yfirlýsingu, þar sem hún lofar Sudet- um og öðrum þjóðernisminnihlutum víðtækum tilslökunum og óskar eftir að taka upp samninga við Sudeta mjög fljótlega. Sudetar hafa svarað þessu með því að hafna öllum samningaviðræðvun, nema stjórnin gangi áður að ýmsum kröfum þeirra. Stjórnmálamenn i London telja að stjórnin hafi með þessari yfirlýsingu sinni tekið mjög sómasamlega í kröfur Sudeta, en þeir sýnt hættulega þver- möðsku og undanbrögð. Árásir þýzku blaðanna. í þýskum blöðum er nú daglega hald- ið uppi hvassorðum áróðri gegn Tékk- um og tékknesku lögreglunni, fyrir að beita Sudeta ofriki. (Framhald á 4. siOu.) Samkvæmt nýlokinni at- hugun fjármálaráðuneytis- ins, hafa tollar og skattar ríkissjóðs að meðaltali á mann numið því sem hér segir: 1925—1934: kr. 100.48 1934: — 103.22 1935—1937: — 109.74 Hækkunin nemur 9% eða 9 kr. á mann, sé miðað við meðaltal áranna 1925—1934. En hinsvegar ekki nema 6 krónum eða 6%, sé miðað við árið 1934, en þá giltu tolla- og skattalög, sem eldri stjórnir höfðu haft áhrif á. Lokun saltfisksmarkaðanna og hnignun þorskveiðanna hefði haft hinar ægilegustu afleiðing- ar, ef þjóðfélagið hefði ekki neytt allra ráða til þess að halda uppi athafnalífi í landinu. Enda hefir beinn og óbeinn stuðningur ríkisins við atvinnuvegina aldrei verið meiri en í tíð núverandi stjórnar. Hefði ekki sú stefna verið upp tekin, að auka toll- og skatttekjur ríkissjóðs, til þess að ríkið gæti haldið uppi slíkum stuðningi við atvinnuvegina, og jafnframt haldið uppi miklum opinberum framkvæmdum, þá myndi afkoma almennings nú ekki hafa verið á marga fiska. Eru þetta sannindi, sem ekki verður um deilt. Hitt mun almenningur ekki hafa vitað, hve ótrúlega litil meðaltalshækkunin er, sem rik- issjóður hefir til sín tekið í aukn- um sköttum og tollum á þessum síðustu og erfiðustu árum. Svo sem áður var greint, er hækkunin 6 kr. síðan 1934, og sézt bezt hve smávægileg hún er, þegar þess er gætt, að beinar greiðslur ríkisins á siðastliðnu ári vegna sauðfjárveikinnar einnar, námu sem svarar 5 krón- um á hvert mannsbarn á land- inu. Hliðstæðar tölnr fyrir Reykjavikurbæ En þar sem að það eru einkum blöð Sjálfstæðisflokksins, sem öðru hvoru hafa fengið kviður og álasað núverandi fjármála- stjórn rlkisins, þá þykir við eiga hér að benda á hvað hliðstæðar tekjur Reykjavíkurbæjar, þ. e. útsvör og fasteignaskattar, námu að meðaltali á mann í bænum: 1925—34 kr. 88.00 1935—37 — 123.00 Samkvæmt því hafa „tollar og skattar" Reykjavíkur hækkað um 35 kr. að meðaltali á mann í bænum, á sama tíma, sem hlið- stæðar álögur ríkissjóðs hafa að- eins hækkað um 9 kr. að meðal- tali á mann í landinu. En þrátt fyrir það hefir Reykjavíkurbær ekki varið einum eyri meira til framleðslunnar i bænum en áð- ur, en ríkið hefir hinsvegar á sama tíma stóraukið framlög sín til þeirra hluta. Er ekki að undra, einmitt nú þegar bæjarstjórnarmeirihlutinn er að senda frá sér niðurjöfnun- arskrána, og sér samtímis fyrir sér þessar staðreyndir, þótt hann þá láti blöð sín tala um að taka þurfi upp „nýja stjórnarstefnu". En það er hinsvegar enganveg- inn líklegt að almenningur í landinu sé ráðinn i því að hlýta forsjá íhaldsins um það, hver sú nýja stjómarstefna eigi að vera! Síldarkaup ríkis- verksmiðjanna í sumar Útgerðarmönnum frjálst að velja nm tvær leiðir. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins hefir haldið fundi á Siglufirði undanfarna daga og rætt um fyrirkomulag á síldar- kaupum verksmiðjanna í sumar. Hefir meirihluti stjórnarinnar sam- þykkt að gefa útgerðarmönnum kost á ákveðnu verði fyrir síldina eða útborg- un á 85% af áætluðu verði og síðar þá uppbót, sem rekstur verksmiðjanna leyfir. Áður hafði verið felld tillaga frá fulltrúum Framsóknarflokksins um að kaupa slldina ekki ákveðnu verði, en borga út 85% af áætluðu verði og veita uppbót síðar. Erlendur Þorsteinsson, varamaður Finns Jónssonar, var einn á móti því að gefa útgerðarmönnum og sjómönn- um kost á sannvirði. Verksmiðjustjórnin hefir enn ekki ákveðið fasta verðið. Hinn þjóðkunni rithöfundur Einar H. Kvaran, lézt að heim- ili sínu, Sólvallagötu 3, í gær- morgun. Hafði hann legið rúm- fastur síðan á páskum. Hann var rúmlega 78 ára gamall. Þessa merkilega manns verð- ur nánar getið síðar. Mæðradagurínn Styrkið gott málefni! í dag efnir Mæðrastyrksnefndin til sérstakrar fjársöfnunar í því skyni að styrkja fátækar mæður til sumardvalar i sveit. Hefir nefndin efnt til slíkrar fjársöfnunar á undanfömum árum, einhvern dag í maímánuði og jafnan fengið góðar undirtektir. Ættu þær heldur ekki að bregðast nú. Síðastl. sumar styrkti nefndin 40 konúr til vikudvalar á Laugarvatni. Ennfremur hafði hún barnaskólann í Ölfusinu á leigu og tjöld til viðbótar, þegar flest var. Dvöldu þar mæður með börnum sínum í 2—5 vikur. Var þar stundum um 160 manns í einu. Það er áreiðanlegt, að miklu fleiri fátækar konur vilja og þurfa að kom- ast úr bænum og eina von þeirra er aðstoð Mæðrastyrksnefndarinnar. Þess vegna styðja Reykvíkingar verulega gott málefni með því að kaupa blóm og sækja skemmtanir Mæðradagsins. Hæztu útsvörin | Útsvarsskráin kom út í gær. Sam- kvæmt henni eru hæstu útsvarsgreið- endurnir þessir: 50.000: Jóhann Ólafsson & Co., Olíu- verzlun íslands. 45.000: Völundur. 40.000: Sliell, Höjgaard & Schultze. 34.000: Johnson & Kaaber. 30.000 Sam- band ísl. samvinnufélaga. 29.000: Geys- ir, Edda, heildverzlun. 28.000 Egill Skallagrímsson. 25.000: Lárus G. Lúð- vígsson. 24.000: Jón Bjömsson kaupm. 23.000: Haraldur Ámason. 20.000: P. Petersen (Gamla Bíó), ísafoldarprent- smiðja, Steindór Einarsson. 19.500: Eggert Kristjánsson. 17.500: Slippfélag- ið. 17.000: Nýja Bíó. 16.000 Andrés An- drésson. 15.000 Á. Einarsson & Funk, Helgi Magnússon & Co., Sjóklæðagerð- in, J. Þorláksson & Norðmann, Sveinn M. Sveinsson, Smjörlíkisgerðin. 14.800 Þorst. Sch. Thorsteinsson.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.