Nýja dagblaðið - 10.06.1938, Page 2

Nýja dagblaðið - 10.06.1938, Page 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Hveraíg Bretar eignud- ust olíulmdir Iran (Framh.) d’Arcy fór nú beint til Eng- lands og hóf þar samninga um hagnýting uppgötvunar sinnar. Það, sem hann lagði mesta á- herzlu á, var að fá aftur fé það, er hann hafði eytt í tilraunir sinar. En þegar tíi þess kom að ákveða, hvað vinnslurétturinn skyldi kosta, þá kom í ljós, að hann var ekki góður samninga- maður. Hann gerði samninga við Burmack Oil Company og það lét hann fyrirfram fá nokkra tugi þúsunda punda fyrir hlutdeild í olíuvinnslunni. Þegar d’Arcy hafði fengið þessa peninga, fór hann tafar- laust aftur til Iran og gekk á fund Shaksins. Það þurfti enga sérstaka fyrirhöfn til þess að vinna Shakhln til fylgis við fyrirætlanir hans. d’Arcy bað Shakinn um einka- leyfi á hagnýting olíulindanna fyrir 200 þús. franka. Shakinn samþykkti alveg orðalaust, og taldi slg hafa himinn höndum tekið. Það héfði komið til mála, fannst honum, að veita d’Arcy einkaleyfið fyrir ekki neitt. d’Arcy yfirgaf Shakinn með skjal í vasanum, sem tryggði honum og löglegum erfingjum hans eihkarétt á oliulindunum. Ennþá vissi enginn til hvers d’Arcy hefði tryggt sér þetta einkaleyfi. Það var enganvegin ætlan hans að fá fjárglæíra- mönnum Evrópu þessa upp- götvun sína í hendur og opna þannig landið fyrir erlendum æfintýramönnum. d’Arcy var sem sé mikill trúmaður. Hann hafði biblíuna ætíð með sér á ferðalögum sínum, og það var aðaláhugamál hans að útbreiða kristindóminn í Austurlöndum. Tíl þessa skyldi nota tekj- urnar af einkaleyfinu á olíu- lindunum. En þegar hann fór þess á leit við Shakirin að niega láta lútherska trúboða koma inn í landið, fékk hann afsvar. d’Arcy yfirgaf landið vonsvik- inn og örvæntandi. Skjalið, sem tryggði honum einkaleyfið, var ekki lengur til neinnar gleði fyrir hann. Á leiðinni heim braut hann heilann um hvað nú skyldi taka til bragðs. Átti hann að selja hæstbjóðanda eínkaleyfið, og gefa með því hina góðgjörnu, friðsömu, gestrisnu en fátæku íbúa olíusvæðanna á vald út- lendinga? Átti hann að gera enda á þeirra friðsama lífi og gera þá að friðlausum stóriðju- þrælum? Að lokum ákvað hann að hagnýta ekki einkaleyfið, úr því að hann gat ekki komið trúboðinu í framkvæmd. Hann vonaði að geta safnað nógu fé í Kanada til þess að kaupa sig frá samningunum við Burmack Oil Comþahy. d’Arcy grunaði sízt, að út- sendarar stóreignamannanna vöktu yfir hverju fótmáli hans, af því að þeir höfðu nasað uppi þefinn af milljónagróða. Hann grunaði heldur ekki, að leyni- lögregla brezka heimsveldisins var á hælum honum og að Bretar höfðu þegar gert á- kveðnar fyrirætlanir með olíu- lindirnar. Fyrsta árásin á hann skeði í Alexandríu. — Fjármálamaður nokkur býður honum hvorki meira né minna en fimm millj- ónir punda fyrir einkaleyfið. En d’Arcy neitar að selja og heldur fast við þá ákvörðun s'ína, þótt hann fái daglega ný og ný tilboð. Andstæðingar hans grípa nú til kröftugri með- ala. í Kairo er brotizt inn í í- búð háns, meðan hann er að heiman. Öllu er umsnúið í íbúð- inni, en skjalið finnst ekki. Nokkrum dögum siðar er gerð árás á hann, en hann sleppur úr klóm morðingjanna fyrir sérstaka heppni. Hann gerist nú alltortrygginn og einangrar sig frá umheiminum. Það er aðeins einum manni, sem tekst að vinna trúnað hans þessa mánuði. Það er gráhærð- ur trúboði, Rolly að nafni, sem d’Arcy kynnist á leiðinni til Englands, og sem hann ræðir við um trúfræðileg viðfangs- efni tímunum saman. Þessi æruverðí klerkur vanrækir heldur ekki að fræða d’Arcy um trúboðsferðir sínar í Kína og Afríku. d’Arcy hlustaT með at- hygli og úthellir að lokum hjarta sínu fyrir tTúboðanum. Hann segir frá olíulindunum og hvað það sé, sem hindri hann í að nota sér einkaleyfið. Trúboðinn þrýstir hönd hans með skilningi. — Þér hafið breytt eins og heiðarlegum og kristnum manni bar, segir hann hrærður. Það er áreiðanlega handleiðslu guðs að þakka, að þér hafið til þessa staðist freistingarnar. Nú hafið þér tækifæri til þess að hagnýta einkaleyfið til verulegs gagns fyrir mannkynið. Hingað til hefir það verið bannað að flytja guðsorð í Persiu. Þér vitið sjálfir hvers vegna. En nú kem ég auga á leið .... d’Arcy hefir hlýtt á orð trú- boðans með vaxandi ákafa. — Hvaða leið eigið þér við, spyr hann. Relly þegir góða stund en hefur siðan að rekja fyrirætl- anir sínar. — Reynið að gera yður það ljóst, hvað það mundi þýða fyr- ir trúboð okkar, ef við ættum einkaleyfið. Við gætum sent heila herskara af trúboðum til Persíu. Nokkrir þeirra yrðu dul- klæddir sem jarðfræðingar og verkfræðingar, en aðrir sem handverksmenn. Nokkur hluti þeirra mundi í raun og veru vinna við oliulindirnar en aðr- ir gætu helgað sig því starfi, að kristna hina heiðnu íbúa. Það er mjög erfitt fyrir okkur að komast yfir það fé, sem þarf til trúboðsins. En þarna eru mögu- leikar á að afla þess og geta rekið trúboð um gervallan heiminn. d’Arcy verður gersamlega hugfanginn af þessari hug- mynd. Hrifning prestsins hefir hrifið hann sjálfan og hann tjáir sig reiðubúinn að láta trúboðinu í hendur einkaleyfi sitt á olíulindunum í Iran. Þeir stíga á land í næstu höfn og afhending einkaleyfisins fer fram samkvæmt lögum. Willian d’Arcy selur Sidney Rally trú- boða öll sin réttindi í hendur og löglegum erfingjum hans. Kan- adamaðurinn hefir fyrir fáein orð gefið trúboðinu gjöf, sem er miljarða króna virði. d’Arcy vissi ekki þá, að gerfi þessa æruverða trúboða var að- eins blekking og að hér átti hann við einn af færustu mönnum hinnar brezku leyni- þjónustu. Hin enska „Intelli- gence Service” hafði vakað yf- ir d’Arcy og að lokum valið þessa áhrifaríku—en máske ekki sárheiðarlegu — leið til þess að koma olíuréttindunum inn í landið. Þessi umfangsmikla starfsemi hafði ennþá einu sinni sannað, að hún átti skilið hrós sitt. Olíulindirnar í Iran hafa enn þann dag í dag ekki aðeins upp á ófyrirsjáanlega möguleika að bjóða, heldur eru þær ein höf- uð orkulind brezka heimsveld- isins. Floti Englands og her, og þó sér í lagi flugflotinn, getur nú að mestu komist af án ann- ara olíulinda. Og þetta á Eng- land að mestu að þakka hinum óþreytandi kanadiska verk- fræðingi og hinum velgefna fulltrúa leyniþjónustunnar. Eftirllt lögreglunnar með umferðínní Lögreglan hefir nú yfir að ráða 3 bifreiðum. Ein þeirra, R 250, er ætluð rannsóknar- lögreglu. Er það Chevrolet Mo- del 1933. Er hún að sjálfsögðu nú þegar búin að lifa sitt feg- ursta, en virðist þó enn vera sæmileg og dugar vel, til þess, sem hún er ætluð. Önnur er R 1111, Ford, Model 1937, nýtízkuvagn, mjög lagleg- ur og sterkur með aflmikilli vél og í alla staði eips og beztu bifreiðar, sem hingað háfa kom- ið nú á síðustu tirnum, bæði hvað viðvíkur gæðum og útliti. Þessi bifreið er aðallega notuð til þess að boða til réttarhalda þá menn, sem kærðir hafa ver- ið fyrir ýmiskonar afbrot og svo til annara svipaðra snúninga. Þriðja og siðasta bifreiðin er R 1166, Ford, Model 1937, en xninni tegund vélar sem kallað er. Þessi bifreið er þannig byggð, að sem haganlegast sé að koma inn í liana drukknum mönnum og öðrum þeim, sem kunna að veita mótþróa. Þess- vegna er „hús“ hennar svo stórt, að það ber vélina ger- (Frh. á 3. síBu.J Reykjavík - Akureyri I\æsta hraðferð um Akranes til Akur- eyrar er á mánudag. Bifreiðustöð Steindórs. Sími 1580. Seljum í heilum skrokkum frosið kjðt af veturgðmlu fé. Ishúsíð HERÐUBREIÐ Fríkirkjuveg 7, sími 2678. Aðalfundur H.f. ölgerðín Egíll Skallagrímsson verður haldinu fiímmtudaginn 30. júní næstk. kl. 5 síðdegis á skrifstofu félagsins í Hafnar- húsinn við Tryggvagötu. Dagskrá samkvæmt lögum fiélagsins. Stjórnin. Til Hólmavíkur alla miðvikudaga'«! lil Stórholts alla laugardaga. o «• Upplýsingar á afgreiðslunni. BIFREIÐA STÖÐ fSLANDS !! Sími 1540. !! iiuiiiiiHiuuiiuiiiiiMiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ► Borgíð Nýja dagblaðið! Islandsmótið: K.R. og Valur í kvöld kl. 9 á Iþróttavellinum.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.