Nýja dagblaðið - 28.07.1938, Side 1

Nýja dagblaðið - 28.07.1938, Side 1
rwjA IÐ/^GfIBIL^íÐIHÐ 6. ár Reykjavík, fimmtudaginn 28. júlí 1938. 171. blað LUDWIG BAUMANN SPRINGOB Þýzkí Hugleíðangurínn íer héðan í kvöld 26 nemendur hafa lokið svifflugprófi ANNÁLL 209. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 3.23. Sólarlag kl. 9.43. Árdegisháflæður í Reykjavík kl. 6.10. Næturlæknir er í nótt Kjartan Ólafsson, Lækjarg. 6 B. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni og Reykjavíkur Apóteki. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10.00 Veðurfregnir. 15.00 Veð- urfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Hljóm- plötur, létt lög. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Frá Ferðafélagi íslands. 20.25 Frá útlöndum. 20.40 Einleikur á fiðlu (Þórir Jónsson). 21.05 Hljómplöt- ur: a) Hljómsveitarlög eftir Poulenc og Couperin. b) Andleg tónlist. Póstferðir á morgun. Frá Rvik: Mosfellssv.-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnames. Þrasta- lundur. Laugarvatn. Bílpóstur að norð- an. Fagranes til Akraness Laxfoss til Borgarness. Þingvellir. Breiðafjarðar- og Dalapóstur. Fljótshlíðarpóstur. Austanpóstur. Goðafoss til Akureyrar. Til Rvílcur: Mosfellssv.-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnarnes. Þrasta- lundur, Laugarvatn, Þingvellir, Fagra- nes frá Akranesi, Laxfoss frá Borgar- nesi. Norðanpóstur. Breiðafjarðarpóst- ur. Þykkvabæjarpóstur. Strandasýslu- póstur. Kirkjubæj arklausturspóstur. Skipafréttir. Guilfoss er á leið til Leith frá Khöfn. Goðafoss er í Reykjavík. Brúarfoss er í Rvík. Dettifoss er á leið til Hamborgar frá. Grimsby. Lagarfoss er á Akureyri. Selfoss er í Antwerpen. Súðin var við Flatey á Skjálfanda í gær. Esja er í Glasgow. Ferðafélag íslands ráðgerir 4 daga skemmtiför austur á Síðu í næstu viku. Lagt á stað á mið- vikudagsmorgun 3. ágúst og komið heim aftur á laugardagskvöld. Farið verður alla leið austur að Kálfafelli og því að heita má um endilanga Vestur- Skaftafellssýslu, en hún hefir að geyma mikla fjölbreytni og sérkenni- lega náttúrufegurð. Árbók F. í. 1935 fjallar um Vestur-Skaftafellssýslu og er með fjölda af myndum. Hún er bezta leiðarlýsing sem til er. Gist í Vík fyrstu nóttina, aðra á Kirkjubæjarklaustri og þriðju aftur í Vík. Ferðin veröur ódýr og fararstjóri nákunnugur. Áskriftar- listi á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5, og séu farmiöar teknir fyrir kl. 5 á þirðjudag. Þórður Þórðarson læknir er nýkominn heim eftir fimm mán- aða dvöl erlendis. Dvaldi hann lengst af í Þýzkalandi. Ferðafélag íslands biður þess getið, að yfir næstu helgi fram á mánudagskvöld er ekki hægt að fá gistingu í sæluhúsunum í Hvítárnesi O" Kerlingarfjöllum, því að félagið notar sjálft húsin. Færeyjafarar. Meðal þeirra, er fara utan með Lyra í kvöld, er úrvalsflokkur knattspyrnu- manna úr K. R., sem fer í heimsókn til Föroya Boltfelag í Trangisvági. Mun hann heyja að minnsta kosti tvo kappleiki í Trangisvági og Þórshöfn. Sékn Japana til Hankow LONDON: Það er nú ekki lengur neinum vafa bundið, að Japanir hafa algerlega náð Kiu-Kiang á sitt vald, enda þótt Kín- verjar segist enn verjast í borginni. Ber erlendum fréttariturum saman um, að Japanir hafi hertekið borgina og haldi áfram sókninni í áttina til Han- kow. Kiu-Kiang er um 150 enskar míl- ur frá Hankow. — FÚ. Norðuríör krónpnnshjónanna Dronning Alexandrine kom til Siglu- fjarðar kl. 9y2 í gærmorgun í góðu veðri en sólskinslausu. Bæjarstjórnin efndi til opinberrar móttöku til heiðurs krónprinshjónun- um og flutti Guðmundur Hannesson bæjarfógeti ræðu. Mikill mannfjöldi var samankominn á bryggjunni og hyllti krónprinshjónin með margföldu húrrahrópi. Frá skipshlið var haldið að Hótel Hvanneyri, þar sem boðið var upp á hressingu og karlakórinn Vísir söng fimm lög, undir stjórn Þormóðs Eyj- ólfssonar. Báru krónprinshjónin mikið lof á söng kórsins. Áður en skipið lét úr höfn kl. 11%, og hélt af stað áleiðis til Akureyrar, voru kirkjan og sildarverksmiðjurnar skoðaðar. Krónprinshjónin komu til Akureyrar kl. 15.45 í gær. Mikill mannfjöldi var saman kominn á bryggjunni og fagn- aði hann krónprinshjónunum með húrrahrópum. Kantötukór Akureyrar söng Ó, guð vors lands, undir stjórn Björgvins Guðmundssonar. Bæjarfó- geti, bæjarstjóri og bæjarstjórn fögn- uðu hinum tignu gestum. Bæjarstjóri ávarpaði þá, en bæjarfógetafrúin færði krónprinsessunni blómsveig. Að mót- tökuathöfninni lokinni var ekið inn að Laugalandi. Forstöðukona kvenna- skólans þar, Valgerður Halldórsdóttir, sýndi krónprinshjónunum skólann. — Síðan var drukkið te. Að því búnu var ekið aftur til Akureyrar og krónprins- hjónunum sýndur skemmtigarðurinn, en síðan fóru þau um borg í Dr. Alex- andrine. Kl. 20 í gær var krónprins- hjónunum haldin veizla í Menntaskóla Akureyrar, og stóð hún yfir er blaðið hafði síðast fregnir frá Akureyri. Kveðjusöngur Stefáns Guðmundssonar óperusöngvara Stefán Guðmundsson söng í Gamla Bíó í gærkvöldi fyrir fullu húsi og við stórkostlegan fögnuð áheyrenda, eins og jafnan áður. Var þetta síðasti söngur hans í 'þessari dvöl héijlenúis. Hann söng að þessu sinni óperuaríur eingöngu, 16 alls um það, er söngnum lauk. Haraldur Sig- urðsson lék á hljóðfærið af víð- frægri snilld þess manns, sem er listamaður af guðs náð. Það mun vera samhljóða álit þeirra manna, sem hafa fylgzt með raddþroskun og söngþrosk- un Stefáns, að hann hafi aldrei í heimsóknum sinum til íslands sungið eins vel og að þessu sinni. í fyrra var rödd hans í greinileg- um vexti, en hafði tapað nokkru af sinni upprunalegu fegurð. Auk þess hafði hann þá ekki um alllangt skeið hlotið nauðsynlega endurskólun. Síðan hefir hann, við dvöl sína á Ítalíu, bætt úr því með mjög glæsilegum ár- Bezti veíðí' dagurixm í gær Síldveiðin er nú að glæðast verulega og veiðiútlit langt um betra en verið hefir fyrr í sumar. Veiðiveður er ágætt, lygnt en skýjað og sólskinslaust. Á Siglufirði voru saltaðar frá því um nónbil í fyrradag til nóns í gær 3771 tunna, á Ingólfsfirði 2157 tunnur, á Akureyri 394 tunnur, á Sauðárkróki 250 tunnur (tvo síðustu sólarhringa), á Skagaströnd 857 tunnur, á Ólafsfirði rúmar 1000 tunnur og á Dalvík 375 tunnur. Síldarverksmiðjurnar á Siglufirði tóku á móti 5000 málum í gær. Síldin veiðist einkum í Þistilfirði og Skjálfandaflóa, en einnig er nokkur veiði við Skaga, í Eyjafjarðarmynni og út af Ingólfsfirði. Síld er einnig talin mikil úti fyrir Austfjörðum, allt frá Langanesi til Glettinganess og nokkur sunnar. Vélbáturinn Skarphéðinn var í fyrradag um kl. 14 á ferð til Stein- grímsfjarðar. Sáu bátverjar 4 stórar síldartorfur suðvestur af Stóraboða. Bátur, sem kom í gær frá Skaga til Sauðárkróks sagði síld alla leið frá Skagatá að Ingveldarstaðahólma á Reykjaströnd. Ríkisverksmiðjurnar á Siglufirði höfðu í gærkvöldi alls tekið á móti 76 þús. málum til bræðslu. Verksmiðjunni á Raufarhöfn höfðu borizt 4 þús. mál, og Húsavíkurverksmiðjunni 2 þús. mál. Verksmiðjan á Húsavík hefir ekki get- að starfað í sumar, nema að litlu leyti, sökum galla á vélunum og er búizt við að hún komist ekki i lag í sumar. Lýsisverðið er mjög lágt, en verðlag á síldarmjöli er stígandi. Fyrir síldar- mjölið sem selt er, hafa fengizt 10 sterlingspund og 15 shillingar, afhent í erlendri höfn, en útlit er fyrir að hag- stæðara verð náist, er næsta sala fer fram. í Seyðisfirði hefir eitt nótalag verið að síldveiðum undanfarið. Hefir beitu- síld aflazt í vor og sumar fyrir 14 þús- und krónur. St jói narherinn í sókn 4000 npprelstar- menn teknir tll fanga. LONDON: Sókn sú, sem stjórnarherinn spánski höf síðastliðinn sunnudag, miðja vegu milli Barcelona og Valencia, heldur á- fram. Hafa hersveitir stjórnarinnar, samkvæmt tilkynningu hennar í gær, sótt fram 12 enskar mílur, og eru nú komnar fram hjá bænum Gandesa. Hafa þær tekið um 4000 fanga af liði uppreistarmanna. Uppreistarmenn við- urkenna, að stjórnarherinn hafi sótt fram, en segja að sóknin sé stöðvuð og hersveitir stjórnarinnar í hættu stadd- ar. — FÚ. angri. Rödd Stefáns hefir nú j aftur hlotið aukna fegurð, um lelð og hún hefir stórum vaxið. Hann syngur nú af auknu valdi, með eigin stíl og túlkun sérhvers viðfangsefnis. Stefán Guðmundsson er nú j um rödd og söngsnilli vaxinn til (Framh. á 4. síðu.) Þýzku svifflugmennirnir fara héðan í kvöld með Brú- arfossi. Munu þeir á heim- leiðinni koma við í Dan- mörku og hafa þar flugsýn- ingu. í gærkvöldi héldu meölimir Svifflugfélagsins þeim samsæti í Oddfellow-húsinu. Var mót- tökunefnd leiðangursins þar stödd, stjórn Flugmálafélagsins og ýmsir áhugamenn um flug- mál. Voru þar afhent prófmerki þau, er unnizt hafa meðan svif- flugkennsla fór fram á vegum leiðangursmanna. Hr. Baumann afhenti Flugmálafélagi íslands að gjöf sjálfvirkan hæðarmæli, dýran grip og góðan, en nokkrir einstakir menn hlutu minni gjafir af sérstökum tilefnum. Agnar Kofoed-Hansen flutti fallega þakkarræðu til leiðang- ursmanna, en hr. Baumann foringi leiðangursins flutti ræðu þá, er hér er birt í ágripi: Háttvirtu gestir! Kæru vinir! Hinn þýzki svifflug-leiðangur til íslands 1938 dvelur nú síðasta kvöldið í ykkar gestrisna landi. Þar með lýkur dvalarstundum okkar hér, er okkur munu verða ógleymanlegar. Ef við nú, að lokum, lítum yfir árangur starfs okkar, getum við glaðir og ánægðir, skýrt frá eft- irfarandi: Við höfum flogið 331 mótorflug og mótorflug með svifflugu í eftirdragi, 163 vindu- svifflug og 156 renniflug. Þið gátuð lokið prófum eins og hér segir: 1 fimm-tíma svifflug, 14 C-flug, 4 C-próf og 7 A-próf. Þrír af ykkur gátu þegar flogið á svifflugu, dreginni af mótorvél. Þar að alki var fundið hentugt svæði, fyrir hinar ýmsu tegundir brekku- og svifflugs og staðir þessir reyndir. Þið hafið, með flugum ykkar sýnt og sannað, að staðhættir og flugskilyrði hér á landi full- nægja algjörlega öllum kröfum í þessum efnum. Hvar í veröld- inni finnst t. d. rétt fyrir utan höfuðborg landsins flugvöllur, sem er jafn hentugur fyrir byrj- endakennslu, renniflug, vindu- flug, brekkuflugog uppstreymis- flug, og hér? Þið megið einnig í framtíðinni vera glaðir og þakklátir fyrir það, að stjórnarvöld landsins og Flugmálafélag íslands veita starfsemi ykkar góðan stuðning, af velvild og skilningi. Allt þetta hlýtur að leggja á ykkur þá skuldbindingu að beita öllum kröftum líkama og sálar í þágu flugmálanna, þessa glæsi- legasta fyrirbrigðis vorrar aldar. Þess vegna bið ég ykkur um að verða og vera flugmenn sem lifa í anda allra þeirra manna, sem opnuðu fyrir okkur, börnum 20. aldarinnar, leiðina upp í loftið, með geysimiklum fórnum blóðs og fjár. Sjáið um það, að „flug- manna-drenglyndi“, sem er hrósað svo mikið með orðum, ritum og kvikmyndum, verði hér á íslandi ekki að innantómu hugtaki. Minnist einnig, sem góðir drengir og þakklátir félag- ar, fyrsta svifflugkennara ykkar, Carl Reichstein. Haldið saman, ákveðnir og tryggir, og hugsið aldrei um sjálfa ykkur, einstak- linginn. Látið orðin: „Flug- mennskan fyrst!“, verða eink- unnarorð ykkar. f þeirri von kveðjum við ísland og væntum þess af ykkur, að þið þegar á næsta ári verðið orðnir svo góðir flugmenn, að við getum mætt ykkur aftur á lands- eða jafn- vel millilandakeppni flugmanna.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.