Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 3
w sauma, var henni þar samtíða Elísabet Þorsteinsdóttir, systir Hannesar þjóðskjalavarðar. Dag einn, er þær sátu að saumun, varð þeim rætt um Símon og höfðu yfir vísur hans, og með- al annars fór Þorkatla með fyrr- nefnda vísu um Sigríði. Þá segir Elísabet: „Hvernig stendur á því, að þú skulir kunna þessa vísu?“ Þorkatla kvað hana vera um stúlku á næsta bæ og sagði til- drög vísunnar. „En þessa vísu orti Símon um mig“, sagði Elísabet. Þessa vísur kunni Ingibjörg eft- ir hann um heimafólk í Stóra- Botni, og gætu þær hafa orðið til í sömu ferð: Glöð og fjörg, sem gáfur ber, gerir beima að kæta Ingibjörg í Botni er blómleg heimasæta. Hýr á brá hin blómfagra, blíðu glæðir ljósin, nú á ári níunda, nett er klæðarósin. Ingibjörg er búin mörgum snilldum, kjarkinn bæði og feiknafjör falleg klæða hefur vör. Glæðir yndi geðs um far Gísli minn í Botni, þessi bindur bækurnar, baldur lindarstjörnunnar. Þorkatla á móti mér mikið fer að vinna, bráðum verður — satt ég sver — Símons ektakvinna. Gísli yngri Gíslason gæfu öðlast brýna, Friðfríði hann fær að kvon, fagra dóttur mina. Símon kvað um heimilisfólk á Draghálsi (það mun hafa verið nálægt aldamótum síðustu): Prýddur gæðum prúðmenni Pétur getinn Jóni, sem að græðir sæmd og fé: sjálfseign ræður Draghálsi. Hans er fríðust hringaslóð Halldóra Jónsdóttir reifuð prýði, glöð og góð, græðir tíðum hrós af þjóð. Herdís granna hefur sanna prýði, systkinanna elzt hún er, auðarnanna góð í sér. Helga mærin, hörundsskær og fögur, bóknáms lærir listinar, likt og kæru systurnar. Fögrum Ijómar lífs í blóma sínum þráðaeyjan, þýð og fjörg, þriðja meyjan Ingibjörg. Fjórða er Steinunn, fríð og hrein í vöngum, gengur beina gæfuslóð, geðjast sveina hýrri þjóð. Símon Bjarnason Dalaskáld. Litli Þorbjörn snilldarsnar snotur þykir piltur, gengur sporin gæfunnar glæstu á vori æskunnar. Hann Jón vafinn æsku er ærið skærum blóma, föðurafa heitið hér hringastafur fríður ber. Er Sigríður broshýr, blíð, bóndans systir kæra, geðjast lýðum lífs um tíð lindarósin skæra. Er mín þessi brennheit bón: búsæld meður rara drottinn blessi Draghálshjón og dýran barnaskara. Allar vísur Símonar hér að framan eru skrifaðar eftir minni þeirra, sem heyrðu hann fara með þær sjálfan, en eru hvergi til á bók. Heimildarmenn fyrir þeim eru, auk Ingibjargar Gísladóttur Margrét Ólafsdóttir og foreldrar mnir, Beinteinn Einarsson og Helga Pétursdóttir. Að lokum set ég hér tvær vísur, sem munu vera í bókum Símonar, en hafa sézt nýlega á prenti í óskiljanlegri afbökun. En eins og Símon skildi við þær, eru þær gott dæmi um það, hve hann gat með kennimyndum náð skemmtilegum tvíleik í beztu gamanvísum sínum. Af því nú er komið kvöld og kærstur liðinn dagur, rennur undir rekkjutjöld röðull klæða fagur. Sál min brynni af sjafnareld sæl um njólustundir, ef hjá mér rynni hýr í kveld hringasólin undir. Símon mun varla hafa fatazt með kenningar, væri rétt haft eft- ir, enda hans aðalíþrótt, ásamt ríminu. Hann orti dægurlög síns tíma og skemmti alþýðunni, enda víðast hvar aufúsugestur. Nú höf- um við eignazt nýtt dægurlagamál svo áhrifamikið, að fæst okkar skilja lengur orðaleiki Símonar. En þótt Símon væri þekktur af hverju mannsbarni á íslandi um sína daga, þá auðnaðist honum ekki að láta eftir sig eina einustu klassíska húsgangsvísu, og enginn annar ómakaði sig til að syngja ljóð hans, utan hvað rímur hans voru fluttar í leikhúsi baðstofunn ar. Lausavísur hans voru mest- an part gerðar eftir sömu for- múlu, þær voru diplómatísk ávörp til gestgjafa hans og viðskipta- vina. List hans tilheyrði líðandi stund, en snart enga dýpri strengi, þessi dáði fimleikasnill- ingur var víst meiri skemmtunar- maður en skáld. Þó eru enn nokkrir ofar moldu, sem muna ómana af hörpu hans. ★ IlMlNN - SUNNUDAGSBLAÐ 483

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.