Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 6
skap, þekkti hvorki stuðla né höfuð- stafi og gerði sér *enga grein fyrir lengd hverrar ljóðlínu. Enginn veit, hver hefur komið þeirri meinloku í höfuðið á honum, að hann væri skáld og kynni jafnvel betur að yrkja en páfinn. Máski hefur einhver blund- andi þrá í brjósti þessa einfeldnings fengið hann til þess að byrja á þessu, svo að nafn hans héldist á lofti um aldur og ævi, hver veit það? Kannski hefur líka byrjunin verið sú, að hann vildi með þessu gleðja aðra. Og hafi svo verið, þá vann hann að vissu leyti ekki fyrir gýg, þótt hann hafi sjálfsagt aldrei gert sér grein fyrir, hvers vegna „ljóðin“ vöktu kátínu og gleðskap meðal fólks. Á ferðum sínum um hreppinn og nærsveitirnar hafði hann einnig öðru hlutverki að gegna, og það var frétta- flutningurinn, þótt oft væru fréttirn- ar álíka merkilegar og skáldskapur- inn. Aldrei bar hann óhróður milli bæja eða sagði neitt í fréttaskyni, sem hefði getað sært aðra. Samdrátt- ur milli pilta og stúlkna, fjölgunar- von hjá einhverri húsfreyjunni, gift- ingar og þess háttar — það var líf hans og yndi að segja frá því. En svo grandvar hann í fréttaburði sín- um, að venjulega voru þessar fréttir komnar úr öllum og í alla, þegar hann sagði þær sem nýmæli. Því hann fór aldrei með þvaður eða ágizkanir, þótt hann heyrði slíkt. Gaman hafði það verið þegar Guð- mundur Hagalín var á ferð og nálg- aðist bæ, þar sem hann ætlaði að flytja nýmæli. Þá ræddi hann um það við sjálfan sig, áður en han gekk í hlað, til þess að vera viss um, að hann gleymdi engu. Þetta eintál sálarinnar varð oft þess valdandi, að fréttirnar komu ekki á óvart á bæn- um, því að oft er í holti heyrandi nær. Allt varð honum að fréttaefni: Nythæð kúnna á þessum og hinum bænum, litur og kynferði kálfanna og hvort átti að ala þá eða farga þeim. Þó var fréttagleðin mest um sauð- burðinn, enda var, eins og áður er sagt, ævistarf hans mest við sauð- fénaðinn. Harða vorið 1914 var mikill lambadauði hjá ám, er gengu á Skorarhlíðum. Þá var Hagalín smali á Saurbæ og vitjaði fjárins daglega. Og þótt hann vildi gagn hús bænda sinna í hvívetna, ljómaði hann blátt .áfram af ánægju, þegar hann var að segja frá öllu, sem við hafði borið í smalaferðinni. „Mjöll búin að missa bæði lömb- in. Frenja, Mókolla og Gulbrá allar búnar að missa. Og mókinnótti geml- ingurinn hans Þórðar Tolla stein- dauður inni á Völlum“. Þetta voru uppgangstímar fyrir fréttamann, og var karl stundum óða mála, þegar hann var að sftgja frá. Ærnar, sem misstu, voru náttúrlega með fullum júgrum, sem kallað er. Strimlaði þá mjólkin í júgruuwm og varð oft ígerð úr, ef ekki var séð við. Varð því að mjólka ærnar við og við meðan mest var í þeim. Slíkar kind- ur elti Hagalín uppi og mjólkaði þær. Einu sinni var hann spurður, hvern- ig hann færi að því að halda kind- inni meðan hann mjólkaði. Var hon- um þá mikið niðri fyrir og sagði: „Ég held þeim með öðrum fætin- um, og mjólka með hinum“ En svo tók nú fyrir lambadauðann á þessu vori, og gerðist þá karl dauf- ur í dálkinn, ef ekkert fréttavænt hafði skeð í smalaferðinni. Eins og áður er sagt, viku margar yngismeyjar og húsfreyjur karlinum sokkaplöggum og vettlingum. Taldi hann það vera kvæða- eða frétta- laun. Þegar hann svo kom til næsta bæjar, varð hans fyrsta verk að sýna gjafirnar og nefna gefandann. Þótti þá sjálfsögð kurteisi að dylja um kvenhylli hans — það þyrfti nú eng- inn að segja sér, að það byggi ekki eitthvað undir þessu. Eitt sinn auruðu stúlkur á Sand- inum saman og gáfu honum nef- tóbaksdósir úr silfri. Áletrun á lok- inu var: TIL LÍNA FRÁ STÚLKUM. Þennan grip sýndi hann, hvað sem hann kom, og var þá vanur að segja: „Lestu á lokið“ Ekkert þótti honum eins vænt um og vera „strítt“ með kvenfólki. Öðru vísi var hann aldrei við konu kenndur alla sína löngu ævi og hafði aldrei neina tilburði í þá átt. Konan, sem ég gat um hér að framan, skrifaði ennfremur: „Þegar hann var 78 ára, féll hann av' hestbaki og varð ófær til vinnu um árabil, en lá þó aldrei rúmfastur. Þá var honum komið til okkar, og hér dvaldist hann það, sem eftir var ævinnar. Fyrst gat hann lítið gert sér til dægrastyttingar annað en leika við börnin og reyna að verða við öllu þeirra kvabbi og kenjum. Svo fór hann að geta tekið ofan af ullu og rakað þurru heyi, því að ekki vantaði viljann. En hann ferðaðist ekkert út af Sandinum, en oft á milli bæja þar. Hann reyndi að gleðja alla, sem hann náði til, með þessari ímynd uðu ljóðagerð sinni og fréttaflutn- ingi, og var enginn sá hér, sem ekki tók honum vel. Hann var sérstaklega barngóður, og er mér í minni, þegar yngsti sonur okkar var farinn að vappa úti og vildi láta gamla mann- inn bera sig. Settist hann þá undir einhverja þúfuna í túninu og lét strákinn skríða á bak sitt. En þá var þrótturinn orðinn svo lítill, að hann gat tæplega staðið upp með strákinn. Var þá líka stundum með eitthvað spýtnwnor meðferðis, sem hann ætl- aði aS gefa mér undir pottinn, og varð þá að selflytja það og strákinn. Hann þráði ákaft, að ég eignaðist dóttur áður en hann dæi. En börnin fjögur voru allt drengir. Svo var það nokkru fyrir sumardaginn fyrsta 1940, að ég hafði lofað honum því, að ég skyldi gefa fólkinu fyrir hann reglulega gott sumardagskaffi og vel með því. Ráðgerði hann þá einnig að bjóða vinkonum sínum af næstu bæjum. Það jók ekkl heldur lítið á gleði hans, að ég var komin að falli, og nú vonaði hann, að draumurinn um telpuna rættist. Og báðar óskir hans rættust — þó ekki á þann hátt, er hann hugði. Hann varð bráðkvadd- ur í svefni 17. apríl 1940. Jarðarfarar dagurinn hans var sumardagurinn fyrsti, og að góðum og gömlum, ís- lenzkum sið var erfi hans drukkið í góðu kaffi. Dóttirin fæddist svo tveim mánuðum síðar“. Þótt ég nú setji hér ofurlítið sýnis- horn af kveðskap Guðmundar Haga- líns, er það síður en svo gert í niðr- unarskyni við hann, heldur til að sýna, hversu mikill blessaður ein- feldingur hann var að halda þetta kveðskap. Þessa „vísu“ orti hann um brúna hryssu, er hann átti og ferðað- ist mikið á: „Brúnka mín er vegavís, þótt hún sé hér ókunnug, vegamótin fór hún tveim, rataði þó á rétta leið. Húsbóndi Hagalíns, Ólafur í Bæ, hafði þann eldgamla, íslenzka sveita- sið að heilsa öllum og kveðja með kossi. Um það kvað Hagalín: Þótt ég færi hér af stað að kyssa stúlkur á Sandi, kemst ég ekki í hálfkvisti við húsbóndann minn gamla Eitt sinn var dansskemmtun á Sandinum, og komu tveir kavalérar að sækja eina dömuna. Hagalín kvað: Piltar tveir lögðu hér af stað að sækja Ingibjörgu eins og hún væri háttlaunuð yfirsetukona. Mest gerði Hagalín að því að yrkja um hjónaefni og tilvonandi hjónarúm. Fyrr á tfð voru flest rúm í baðstofum naglföst við útvegginn og lítið og stundum ekkert bil frá gólfi undir rúmbotninn. Var þá fjall- drapi eða annað smágert hrís lagt undir í rúmin til þess að hækka þau. Ekki fékkst Hagalín til þess að yrkja um slíkar hjónasængur taldi þær ekki löglegar nema þær væru svo hátt frá gólfi, að náttgagn kæmist liðlega inn undir stokkinn. Brúð- hjónavísur hans voru hver annarri lík ar, aðeins breytt nöfnum hjónaefn- anna, eftir því sem við átti. Voru þær eitthvað á þessa leið: Gísli hérna Gíslason ætti að taka upp á því að biðja hérna Helgu Jónsdóttur. Framhald á 502. síðu. 486 1 1 M J. N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.