Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Blaðsíða 22
Farandskáld við Breiðaf jörð — þeir svo af stað norður. Þeir fóru lengi, lengi, og því lengra sem þeir komust, þeim mun betur leizt syn- inum á landið. Þeir ferðuðust og ferðuðust, og faðirinn hafði aldrei áður farið svo langt að heiman. En eftir því sem á sumarið leið, varð myndin af heimabyggðinni skýrari í huga hans. Hann þráði hana ákaft, og á end- anum hætti hann að geta sofið. A morgnana, þegar sólin kom upp, þurfti hann alltaf að vera vakandi til að sjá, hvort sólaruppkoman hér væri jafnfalleg og heima. En alltaf byrgðu fjöllin útsýn, og þess vegna sá hann aldrei fyrsta skæra morgun- roðann. Lengi vel vildi gamli maðurinn ekki tala neitt um þetta við son sinn, en loks varð honum ofraun að bera þrá sína einn, og þess vegna sagði hann: „Nú skuium við snúa heim, annars dey ég!“ Það var mjög erfitt fyrir soninn að hlýða, því að honum fannst strönd in æ fallegri og fallegri. En orð gamla mannsins hljómuðu stöðugt í eyrum hans, og þess vegna sneri hann við og tók stefnuna suður. En þó að þeir væru nú á heim- leið, fór gamla manninum stöðugt versnandi. Hann svaf aldrei, og þeg- ar sonurinn vaknaði á morgnana, var faðirinn alltaf kominn á stjá og far- inn að rölta kringum tjaldið. Þeir héldu nú áfram ferðinni. og loks náðu þeir heim til sín. Eldsnemma morguninn eftir vakn aði sonurinn við, að faðir hans sagði: „Það er ekki erfitt að skilja, að maður skuli ekki viija fara frá Alúk. Sjáðu bara þessa voldugu sól, þegar bún rís upp úr hafinu og geislar hennar brotna á iökultindunum í fjarska!" Hann heyrði gamla manninn hrópa hátt af gleði hvað eftir annað, en svo varð allt hljótt þarna fyrir utan. Sonurinn hlustaði lengi, og þegar hann heyrði enn ekkert til föður slns, sem verið hafði rétt við tjaldið, lyfti hann skörinni. Og sjá — gamli maðurinn lá endilangur á jörðinni og sneri andlitinu móti sólinni. Og þegar sonurinn tók hann í fangið, var hann örendur. Þannig fór það, þegar veiðimaður- inn gamli sá aftur sólaruppkomuna í heimabyggð sinni. Gleðin. varð svo mikil, að hjarta hans brast. Og son- urinn, sem syrgði hann mjög Og fannst, að hann ætti honum skuld að gjalda, bjó honum hinztu hvílu hátt uppi á fjallstindi, þar sem hann hafði það útsýni, sem hann hafði unnað mest meðan hann lifði. Svo segir gamalt fólk, að sonurinn hafi líkzt föður sínum æ meira með árunum. Aldrei fór hann neitt að heiman eftir þetta, og í Alúk bar hann beinin. Framhald af 486. síðu. Þarf hann að vera nokkuð þrár, þangað til hún segir já, þá er verkið unnið. Síðan lízt mér svo fjörlega á aug- un hans að hann muni langa til að fjölga mannkyninu eins og móðir þín og faðir þinn . hérna hér. Ekki er það meining mín að taka hana frá foreldrunum. Svo kom blessunin, oftast með upp lyftum höndum: Drottinn blessi þau bæði tvö, svo þau eignist börnin sjö, óska ég þeim til lukku og blessun- ar, þessum ungu kærustupörum, amen. „Þetta er ekki kveðskapur, Kol- beinn“, er haft eftir djöfsa, og myndi honum þá hafa fundizt fátt um „kveð skap“ Hagalíns. Guðmundur Haga- lín fékk ekki kveðskap sinn útgef- inn á prent eins og leirskáldin nú á dögum. Og því síður dáðist neinn að honum í alvöru, heldur til þess eins að gleðja gamalmennið. Hann lék sér að þessu eins og börnin að leggjum sínum og skeljum í þá daga. Það gladdi hann sjálfan, og hai gladdi aðra með því-, af því þeir sáu hann glaðan. „Sælir eru einfaldir." Af lærðum ættbálki og embættis- mönnum var hann kominn í móður- ætt' og dugandi bændafólki í föður- ætt. Og kannski hefur þessi van- rækti og kalni kvistur verið hamingjusamari en nokkur annar ættmanna hans. Hann var af hjarta ánægður með sín andlegu afrek og stráði gleði og gáska í kringum sig, hvar sem hann kom og fór. „Það eru geislar, þó þeir skíni um nætur“. Fyrir hálfri öld, og þó ekki sé leit- að svo langt aftur í tímann, var koma förumanns á afskekktan sveitabæ þó nokkuð viðburður einkum ef göngu- maðurinn var fréttafróður, að ég tali nú ekki um, ef hann var skáld í þokkabót, jafnvel þó skáldskapurinn væri á borð við legg og skel. Guð- mundur Hagalín var einn af þessum farandmönnum, sá siðasti hér í þess- ari sýslu. Að vissu leyti var hann, þrátt fyrir einfeldni sína og fákunn- áttu á flestum sviðum, velgerðamað- ur samtíðar sinnar. Þegar hann Lausn 17. krossgátu komst þangað, sem ekkert misrétti þrífst, að vona ég, að honum hafi farið Iíkt og nafni okkar beggja á Sandi kvað um Kristján ferjumann: Konungurinn heiðum hári horfði milt á þennan gest slitinn af að ferja og fóðra fyrir ekkert mann og lest setti hann í sínu ríki sólskinsmegin á hvítan hest. Guðmundur J. Einarsson. Þetta er kvikt og skríður Sóknarpresturinn var kominn í húsvitjun, og kerling bar á borð fyr- ir hann kökur. Sýndist henni þá eitthvað kvika á kökusneið, brá á hana handarjaðrinum og enæltj í af- sökunartón: „Það er aldrei svo örgrannt, að angrið skríði ekki á rnatinn". Dágóður fískimaður Sölvi Helgason var talinn sjálf- hælnasti maður sinnar tíðar. Bar fátt svo á góma, að Sölvi þættist þar ekki flestum eða öllum fremri. Á hans dögum var mikill siður, að Norðlingar færu til sjóróðra suður að Faxaflóa. Þótti mikið undir því komið, að menn væru fisknir, og spurðu útvegsbændurnir þá, sem föl- uðust eftir skiprúmi, oftast fyrst um það. Sölvi var sendur í ver á ungl- ingsárum sinum, svo sem margir aðr- ir, og þegar suður kom, var hann spurður, hvort hann væri góður fiski maður. Sölvi galt afdráttarlaus svör. „Séu tveir fiskar í hennj Faxa- bugt“, sagði hann, „skal ég að minnsta kosti draga annan“. 502 T t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.