Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Page 4

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Page 4
GUÐMUNDUR J. EINARSSON Krunkið eru söngvar hans um sólina og himininn. D. St. Ég hefi áður lýst því i sögukorni í Sunnudagsblaði Tímans, hve Siglu- neshlíðar eru sæbrattar og eigi færar nema sauðfénaði og gangandi mönn- um. í framhaldi af þeim eru svo hlíðar, sem heita Skorarhlíðar, og eru þær álíka torfærar, nema verri séu. Liggja þær undir Sjöundá, sem er innsti bær í Rauðasandshreppi, en nú fyrir löngu kominn í eyði. Voru þessar hlíðar því eínnig nefndar Sjöundárhlíðar í mínu ungdæmi. Við Sjöundárnafnið kannast allir, sem lesið hafa Svartfugl Gunnars Gunn- arssonar, er fjallar um hinn mikla harmleik, er þar gerðist skömmu eft- ir aldamótin 1800. Milli Sjöundár og Sigluness er fimm til sex klukkustunda gangur. Hreppamörkin eru eitt af hæstu fjöll- um Vestfjarða, Stálfjall, sem má heita lóðrétt standberg af efstu brún niður í fjörugrjót, yfir 600 metra hátt. Til þess að geta koirþzt milli sveita þessa leið, urðu menn að sæta sjávarföllum við svonefnda Stálhlein. En þetta var enginn mannavegur, þótt farinn væri einstaka sinnum og þótti viðburður. Það mun hafa verið 1905, siðla hausts, löngu eftir göngur, að manna ferða varð vart að utan á Siglunesi. Mennimir voru tveir og reyndust vera vinnumenn Ólafs bónda Thorlací usar í Saurbæ, en Ólafur bjó þar miklu rausnarbúi um langt skeið. Lét hann sauðfé sitt ganga á Skorar- hlíðum, enda átti Saurbær þar land fyrir innan Skor. Bjó þá á Sjöundá bóndi, er Egill hét, og var allvel hjargálna á mælikvarða þeirrar tíð- ar. Stundaði hann þilskipafiski með búskapnum og var hverjum manni fiskisælli. Þessir tveir ferðalangar gistu hjá foreldrum mínum um nóttina. Þeir voru í kindaleit. Annar þeirra hét Ólafur Gíslason, miðaldra maður, frekar lágur vexti, en þrekinn, hæg- ur í framgöngu og fámálugur, og gekk haltur. Hann var dökkhærður með jarpt alskegg og bauð af sér góðan þokka. Hinn maðurinn var lit- ill vexti og rýrlegur, ljóshærður með samlitt skegg, rakað á vöngum, en hökutopp, eins og þá var siður heldri manna. Hann var opinmynntur og út eygur nokkuð, augun gráblá, þegar í þau sást, en hann var ekki upplits- djarfur, þótt mjög væri hann skraf- hreifinn, og horfði venjulega á tær sér, er hann talaði. Hann var veikróma, ofurlítið hás, kvikur á fæti og hélt handleggjunum einatt frá síðunum, þegar hann stóð eða gekk, eins og hann væri einatt tilbúinn að taka sprettinn í þolhlaupi. Er raunar ekki ólíklegt, að hann hafi oft þurft á því að halda, því að maðurinn hafði verið smali frá blautu barnsbeini, en var nú kominn á sextugsaldur. Hann hét Guðmundur Hagalín Jónsson, og skal nú nokkuð sagt frá ætt hans og uppruna, eftir því sem mér er kunnugt um. Guðmundur fæddist á Sveinseyri við Dýrafjörð 6. júní 1853. Móðir hans var Þóra Sigurðardóttir, sýslu- manns í Snæfellsnessýslu, Guðlaugs- sonar, prófasts í Vatnsfirði og víðar. Er sagt, að prófastur hafi verið lærð ur vel og kennt mörgum piltum und- ir skóla. Hann var og skáldmæltur, og er margt eftir hann í handritum á landskjalasafni. Hann skrifaði og Vatnsfjarðarannál hinn nýjasta. Móð ir Þóru var Elena Krístín, dóttir Er- lends, prests í Ingjaldshólsþingum, Vigfússonar, lögréttumanns í Hjörs- ey á Mýrum. Þóra giftist Jóni Ein- arssyni frá Kollafjarðarnesi, ss stjóra og bónda á Sveinseyri, bróður Ásgeirs alþingimanns í Kollafjarðar- nesi, Torfa alþingismanns á Kleif- um, Magnúsar bónda í Hvilft við Önundarfjörð og Guðmundar á Kleif- um. Voru það allt nafnkunnir menn. Þóra hefur verið álitin góður kven- kostur, að hún skyldi fá svo veglegt gjaforð. Alsystir Þóru hét Dagbjört. Hún giftist Guðmundi bónda á Arn- gerðareyri. Börn Jóns og Þóru voru þrjú. Rannveig, fædd 1837, Jóhann Fer- dínand Adam fæddur 1842, og Elena Kristín, fædd 1845. Jón Einarsson, maður Þóru, fórst „voveiflega á byssu“ 24. október. 1848, „og var margt umrætt,“ segir Gísli Konráðs- son. Við lát manns síns stóð Þóra uppi með þrjú ung börn. Við mann- talið 1850 er hún talin í húsmennsku á Sveinseyri, „og lifir á fé sínu“. Nú er að segja frá faðerni Guð- mundar Hagalíns. Eins og sést á framanrituðu, var hann ekki sonur Jóns, manns Þóru. Jón hét maður og var Ebenezerson, fæddur á Brekku í Dýrafirði 20. janúar 1826. Við ferm- Guðmundur Hagalín, áttatiu ára. ingu fær hann þann vitnisburð hjá presti sínum, að hann sé skikkanleg- ur og sæmilega gáfaður. Hann kvænt ist og hét kona hans Helga. Voru þau þá bæði vinnuhjú á Alviðru í Dýrafirði, og einkasonur þeirra, Jón fæddist 18. nóvember 1851. Hann lifði til 13. marz 1940 og bjó lengi á Vifilsmýrum í Mosvallahreppi. 6. júní 1853 fæðir svo Þóra Sigurðar dóttir sveinbarn, er hún kenndi Jóni Ebenezersyhi, „sem hann meðgekk", segir í ministeralbókinni. Þarna er þá kominn Guðmundur Hagalín Jónsson, sem var í kindaleit á Siglu- nesi haustið 1905. Fæðing hans sýndist vera að öllu leyti meinbugalaus, þar eð báðir foreldrarnir höfðu misst maka sína, og er ekki ólíklegt, að kynni þeirra hefðu leitt til hjónabands siðar, hefði ekki annað komið í veginn. En sama haustið, 22. september 1853, drukknaði Jón þessi af báti. Árið 1855 eru Þóra og börn henn- ar horfin úr Sandasókn. Þóra niun þá hafa verið komin til Danmerkur, því að þangað fór hún og giftist þar í annað sinn og eignaðist börn. Næstelzta barn hennar, Elena Krist- fn, mun þá hafa farið til móðursyst- ur sinnar á Arngerðareyri, en hvert hin börnin hafa farið, veit ég ekki. En Adam fór síðar til Ameríku, og kem ég að því síðar. 484 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.