Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Side 10

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1964, Side 10
SigamaSurinn er þess albúinn aS fara fram. Hann er með stálhjálm á höfðl sér til varnar, ef steinar hrynja ofan yfir hann. Ljósm.: Þorsteinn Jósepsson. , athugasemdir, sem tala ótvíræðu j máli: Hrapaði í bjargi — beið bana ; í grjótflugi — dó af steinkasti. í Vestmannaeyjum einum hafa á i milli sextiu og sjötíu menn farizt í björgum eða beðið bana af hrapi síðastliðna hálfa aðra öld. Af Horn- ströndum er keimlíka sögu að segja, j og að minnsta kosti þrír menn hafa I farizt í Látrabjargi á þessari öld. j Mikill fengur hefur verið dreginn í j bú úr björgunum, en þar hefur mik- j ið verið látið í staðinn. Þeir eru líka margir, sem sloppið hafa nauðulega í björgum. Af slíku eru ýmsar sögur. í júnimánuði 1780 fóru Vestmanneyingar út í Elliðaey til þess að rýja fé. Með í förinni var tólf ára gamall drengur, Tómas að nafni og varð síðar prestur í Holti í Önundarfirði, sonur Sigurðar sýslu- manns Sigurðssonar, sem kallaður var skuggi. Þegar búið var að reka féð að, fór drengurinn að hyggja að eggjum í nöf þeirri, sem heitir Háa- bæli. Sá hann þar á syllu mikið af langviueggjum og flaug óðar í hug að fara niður á hana. Það gekk þó torveldlega. Loks komst hann samt svo nærri hreiðrunum, að hann hélt sig geta seilzt niður í þau. En þetta var honum um megn. Hann missti jafnvægið og steyptist fram af. Fyrir neðan var gínandi hengiflug. En svo vildi til, að um morguninn hafði drengurinn verið færður í nýja prjónapeysu, svo að hann héldi á sér hita í eyjarferðinni. Sem hann nú lann niður með berginu, festist peys- an á nibbu og stöðvaðist við það, fallið. Hékk hann nú þarna langa hríð, dinglandi í lausu lofti, og gat enga björg sér veitt. Það lætur að líkum, að drengurinn æpti sem mest hann mátti. En það kom fyrir ekki, því að mennirnir heyrðu ekki til hans. Loks veittu þeir því samt athygli, að hann var horfinn, og þeg- ar það dróst á langinn, að hann skilaði sér, fóru þeir að huga að hon- um. Heyrðu þeir þá loks í honum hljóðin og urðu þess brátt áskynja, hve nauðulega hann var staddur. Seig einn þeirra niður til hans með laus- an vað, og tókst með þeim hætti að bjarga pilti. Kunnari er þó sagan um Jón dynk, sem hrapaði úr Hábarði í Elliðaey við eggjaleit. Hann skall í sjó niður, og var það firnahátt fall. Menn voru á báti skammt frá og sáu ófarir Jóns, og þóttust þeir vita, að hann myndi ekki þurfa að binda um skeinu. Jón hvarf auðvitað í sjóinn, er hann kom niður, og leið nú drjúg stund, unz honum skaut úr kafinu, rétt hjá bátnum. Reru bátverjar þá að og hugðust bjarga likinu. Brá þeim tals- vert í brún, er Jón ávarpaði þá þess- um frægu orðum í sama mund og þeir renndu að honum: „Heyrðuð þið ekki dynk, piltar?“ Það fylgir og þessari sögu, að Jóni hafði orðið laus tóbaksbaukur sinn, og flaut hann á sjónum. Jóni var kær baukurinn og hafði þá líka sinnu á því að biðja bátverja að seilast eftir honum. Má af því ráða, að hann hef- ur ekki ringlazt til muna við fallið, enda varð honum ekkert meint af þessu. Annar maður, Davíð Guðmunds- son frá Kirkjubæ, lifði af svipað at- vik nálægt miðbiki nítjándu aldar. Hann fór í Súlnasker til fuglaveiða, staðnæmdist á bjargbrúninni og fór að binda skóþveng sinn. Við það hrapaði hann fram af og steyptist í sjó niður, nálega hundrað metra. Var sem fyrr, að menn voru fyrir neðan á báti, og tókst þeim að ná Davíð. En svo reyndist hann við fall- ið, að hann lá um það bil hálft ár rúmfastur, þó að hann næði sér að mestu leyti um síðir. Enn má drepa hér á eitt atvik af svipuðu tagi. Hannes Jónsson, sem síðar varð hafnsögumaður í Vestm.- eyjum og mikill frægðarmaður á sjó, fór sumarið 186'5 til lundaveiða í Bjarnarey, þá þrettán ára að aldri. Tókst þá svo illa til, að hann hrapaði fram af brúninni. Hann hafði með- ferðis lundanet, sem festist á snös langt niðri í berginu, og vildi nú svo til, að Hannes flæktist með annan fótinn í netinu og stöðvaðist, er hann hafði hrapað um þrjátíu metra. Missti hann við þetta meðvitund, en þegar hann raknaði við, hékk hann í lausu 490 1 I IH 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.