Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Blaðsíða 9
XIX. Árið 1809 lenti Ólafur á Munaðar- hóli í nýju máli, sem sýnir glögglega, hve ófyrirleitinn hann gat verið, þeg- ar því var að skipta, og varpar auk þess einkar skæru ljósi á réttarfarið á Snæfellsnesi um þetta leyti. Svo var mál með vexti, að Jón Guömunds- son í Eiði átti konu þá, er hét íng- unn Pálsdóttir. Hún var síðari kona hrn.s og sem næst áratug yngri manni sínum. Ekki varð þeim bama auðið, og gerðist mjög óhæg sambúð þeirra. Var í alræmi í byggðarlaginu, hve samiyndið var bágborið í Eiði. Þar kom, að Ingunn gekk á brott frá manni sínum eftir tíu eða ellefu ára sambúð, og með því að hvorugt tug í hjónabandi, án þess að henni fénaðist barn. Nokkuð stakk fólk saman nefjum um það, hver ætti þungann'ðg'purfti þó ekki lengi að geta, því að Ingunn sagði kunningjum sínum í trúnaði, að hann Ólafur á Munaðarhóli myndi . vita hvernig það, sem hún bæri und- ir svuntunni, væri til komið, Þó kvaðst hún ekki geta lýst faðerninu á hendur honum — „ég má það ekki sagði hún. Kvisaðist það og, þegar vetri tók að halla, að Ólafur hefði eftir því leitað við Jóhann nokkurn Markússon, útróðr- armann frá Hjarðarholti í Dölum, að hann gengist við barninu, en ekki náð samningum við hann, þótt fé ' væri í boði. Um svipað leyti eða hann væri sjálfur i vanda staddur vegna konunnar. Ólafur sagði að þetta kæmi sér við, ,og kom þar tall þeirra, að hann' kvaðst óttast heimili sitt, ef hann gengst við barninu. En Jón var þybblnn og færðist undan því að ganga í þetta mál — kvað hætt við, að það yrði rifið upp, eins og hann komst að brði. Þó kom þar eftir langt þóf og ýmis boð, að Jón gaf kost á þessu, enda annaðist Ólafur uppfóstur barnsins og greiddi honum tíu dali í þóknun. En munnleg loforð kvaðst hann ekki láta sér nægja. „Þú trúir mér ekki of vel,“ sagði Ólafur nokkuð byrstur. En Jón ók sér og sagði, að þetta léði máls á þvi að taka upp sam- vistir að nýju, þrátt fyrir tilraunir sáttanefndar hreppsins í þá átt, voru fjárskipti gerð þeirra á milli árið 1806, að fengnu skilnaðarleyfi frá amtinu. Þó var hjónabandinu ekki löglega slitið. Tók Ólafur á Munaðar- hóli að sér að gæta hagsmuna Ing- unnar, og gerðist hann síðan fjár- haldsmaður hennar og tók hana á heimili sitt. Fjárskiptin virðast hafa komizt á, án þess að til mikilla tíðinda drægi. En eftir á kom í ljós, að Jón var tregur til þess að láta það af hendi, er Ingunn skyldi fá í sinn hlut. Gerði þá Ólafur sig líklegan til þess að lögsækja hann, en áður en af yrði, tókst þó sáttanefndinni að miðla málum, enda hefur tilkall Ólafs vafa- laust verið lögmætt að öllu leyti. Var nú tíðindalaust um sinn. Vorið 1808 vildi Ingunn ekki leng- ur vera á Munaðarhóli í skjóli fjár- haldsmanns síns. Fór hún þá í kaupa- vinnu norður í land upp úr miðju sumri í fylgd með Jóni nokkr- um Jónssyni, sem kenndur var við Prekkubæ, og fleira fólki, en um haustið komst hún í húsmennsku á Blómsturvöllum hjá Jóni Gottskálks- syni, er þar var búðsetumaður. Bar nú ekki til tíðinda fyrr en fram kom á veturinn, að fólk þóttist sjá, að Ingunn væri tekin að þykkna undir belti. Var það til tíðinda talið um fertuga konu, sem verið hafði ára- Fimmti fiáttur nokkru síðar komst Jón Gottskálks- son að því, að Ingunn spurði Jóhann, hvort hann ætlaði að gerast barns- faðir hennar, en hann neitaði því ein- dregið, og þóttist hún skilja, að laun- in, sem honum voru boðin fyrir greið ann, hefðu verið helzt til naum. Ný dró senn að vetrarlokum, og var sýnt, að Ingunn myndí þá og þegar leggjast á gólf. Var mjög í eindaga fallið að finna henni barns- föður. Á þriðja í páskum var svo komið, að ekki varð lengur undan þessu vikizt, og kom Ólafur þá svo síðla kvölds út að Blómsturvöllum, að á náttarþeli mátti kalla. Bað hann nú Jón Gottskálksson að fara á fund Jóns í Brekkubæ og koma með hann til sín. En Jón í Brekku- bæ var háttaður og vildi hafa svefn- frið. Neítaði hann að fara með nafna sínum og kvað Ólaf á Munaðarhóli geta komið til sín, ef hann ætti er- indi við sig. Það var að vísu ekki venja á Hellissandi, að hálfgerðir ómerkingar settu plássbóndanum kostina. En að þessu sinni lét Ólafur sér ekki misþóknast durtsháttinn. Hann fór til fundar við Jón, guðaði á búðarskjá hans og bað hann ganga út og tala við sig. Dróst þá Jón á fætur og kom út. Ólafur vék þegar að erindinu við hann og bað hann játa á sig barnið hennar Ingunnar — hann hefði þó orðið henni samferða í kaupavinn- una norður á land. Jón tók dræmt í þetta, kvaðst ekki hafa haft nein þau kynni af Ingunni, að hann gæti átt krakkann, og gerði sig svo i.leima- kominn við Ólaf að spyrja, hvort mætti vel vera skriflegt. Og að því varð Ólafur að ganga. Nú flýtti Ólafur sér út að Blómst- urvöllum og settist á tal við þau Ingunni og Jón Gottskálksson. „Ég er búinn að fá manninn Jón í Brekkubæ,“ sagði hann við Ingunni — hún mætti nefna hann. En Ingunn tók dræmt í þetta og sagði, að sér væri ekki um það gefið. En Ólafur stappaði í hana stál- inu. Hann sagðist skyldi forsvara þetta. En peninga yrði hún að láta Jón hafa fyrir greiðann. Lét hún sér þá lynda þessi málalok, þótt henni væri ekki alls kostar ljúft að fara að vilja Ólafs í þetta skipti. Morguninn eftir tíndi Ingunn sam- an skildinga, er hún átti, og sendi KrisUnu nokkra Nevelsdóttur með þá til Ólafs, sem þegar fór á fund Jóns í Brekkubæ með gjaldið og skriflega yfirlýsingu sína þess efnis, að hann myndi annast og ábyrgjast uppeldi barns Ingunnar, þar eð hann væri lögráðamaður hennar. Ingunn var samt smeyk um, að illa kynni að fara. Hún fékk því Jón Gottskálksson til þess að fara til nafna síns og ítreka það við hann, hvort hún mætti nefna nafnið hans. En öllu virtist óhætt. Jón Gottskálks- son kom til baka með þau svör, að hún réði þessu sjálf. „Ég skal láta það liggja svona,“ hafði hann sagt. Ingunn ól barnið þennan sama dag, 5. aprílmánaðar. Sótt hafði verið nær- kona, Ingibjörg Teitsdóttir á Hellu, og þegar hún spurði, svo sem ljós- mæðrum bar að gera, hver væri fað- ir barnsins, svaraði Ingunn: T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 849

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.