Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Page 18

Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Page 18
suður af Keili. Hún er mjög flöt, svo að ófróðum mönnum sést yfir, að hér er um eldfjall ;.ð ræða. Akurgerði var fornt býli inn af Kúagerði. Það er eitt margra ör- nefna, sem minna á vkuryrkju við Faxaflóa að fornu. Beztu jarffakaup á Isiandi. Steinunn bét kona og var kölluð hin gamla. Hún taldi til skyldleika við Ingólf Jandnámsmann i Reykja vík en hafði verið gefin bróður Skalla-Grims. Þeir frændui urðu ekki langiífir i föðunandi síi.u, Nor egi og lenti Steinunn i ekkjustandi. Þá leitaði hún til frænda sins í Reykjavík. „Hann bauð að gefa henni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf fyrir heklu flekkótta og vildi kaup kalla (Landnáma). Hekla var tízkukápa í þann tíð, en er nú gamaldags hökuli á eldfjalli austur á Rangárvöllum. Fyrir stássflíkina hlaut Steinunn alla Vatnsleysuströnd, Voga. Njarð- víkui Keflavík, Leiru, Miðnes og allt að Ósabotnum. Kjarval gaf eitt sinn 10 þús. kr. málverk fyrir prjónavesti og þótti dýrt, en stertimennið Ing- ólfur lét einhverjar dýrmætustu lendur íslands fyrir sparikápu' til þess að spóka sig í á hinum tilvon- andi rúnti Reykjavíkur. Skartgirni Reykvíkinga er ekki ný af nálinni. Steinunn mun hafa búið að Stóra- hólmi í Leiru. Vatnsleysuvík skert inn úr Faxa- flóa milli Keilisness og Hraunsness. Við víkina hjá Vatnsleysu var verzl- unarhöfn á 16. öld en lögð niður eft- ir að einokun hófst, og var bændum gert að sækja verzlun til Hafnar- fjarðar. Stóra-Vatnsleysa var útvegsjörð og kirkjustaður, en þar býr enginn, þeg ar þetta er ritað. Þar þótti reimt mjög á síðari helmingi 19. aldar, — draugar gengu þar um bæinn með hurðaskellum og látum og leituðu jafnvel í sæng til vermanna, en þóttu kaldir rekkjunautar. Hér eins og víð- ar er stórbýlið að hverfa í skugga smábýlisins. Minni-Vatnsleysa er eitthvert mesta svínastórbýli í einstaklings- eign á Norðurlöndum. Þorvaldur Guð mundsson kaup- og veitingamaður í Reykjavík stofnaði þar svínabú og alifugla 1954. Nú rýta 1000 svín, þar sem'áður var hlaðið þorski. Frá Minni-Vatnsleysu eru hinir kunnu Auðunssynir, fimm sk’ipstjór- ar í íslenzka fiskiflotanum. Þeir eiga sér fimm systur, og eru sumar giftar skipstjórum. Auðun, faðir þeirra, var útvegsbóndi á Minni-Vatnsleysu, sonur Sæmundar Jónssonar bónda þar, en hann var einn af' mestu út- gerðarmönnum á Ströndinni seint á 19. öld, gerði út áttæring og þrjá sexæringa. Upphaf síldveitSa viÓ Faxaflóa. Flekkuvík er yzt bæja við Vatns- leysuvíkina. Úr Dalsfirði í Noregi, heimabyggð Ingólfs landnámsmanns, skerst Flekkufjörður, kenndur við bæinn Flekku. Þaðan á Flekka land- námskona að hafa komið. Ingólfur fékk henni bólstað í Flekkudal í Kjós. Þar festi hún ekki yndi og fluttist í víkina, sem við hana er kennd. Þar var gnægð veiðiskapar undan ströndinni og góð lending, en vandrötuð. Flekka mælti svo fyrir andlát sitt, að sig skyldi heygja í túninu gegnt innsiglingunni og aldr- ei skyldí skip farast þar á réttu sundi, meðan kumlið sæist. Þessu hafa menn trúað og sennilega orðið að trú sinni. í túninu í Flekkuvík er dálítil þúst, klapparhóll, sem nefnist Flekkuleiði. Á honum liggur hraunhella, letruð rúnum: „Hér hvílir Flekka“. Rún- irnar munu ristar á 17. eða 18. öld til virðingaf við verndarvættina Flekku. Enginn man lengur nein deili á húsfreyjunni, sem kastaði fram stök- unni: Anza náði auðarbrík: „Er minn bóndi, Skellir, róinn. Fæst oft björg í Flekkuvík fyrir þá, sem stunda sjóinn." í Fleklcuvík er tvíbýli og gerðu bændur þar út sinn sexæringinn mjög vel útgerð“, segir Ágúst Guð- hvor seint á 19. öld. „Lánaðist þar mundsson ‘frá Halakoti í endurminn- ingum sínum. Pétur Helgason, ung- ur formaður á báti frá Flekkuvík, bjargaði fimm mönnum af kili í óveðri undan Keilisnesi. Skipið var fró Vatnsleysu, og fórst þar formað- urinn, Auðun Jónsson, við þriðja mann. „En eftir þann róður fór Pét- ur aldrei á sjó, og var það skaði mikill með svo vaskan mann“, segir Ágúst. Þetta var 1887, þann 29. marz. Síld hefur löngum gengið á Faxa- flóa, en lítil tök höfðu íslendingar á því að veiða hana og nýta. Stund- 856 TÍMiNN - SUNNUPAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.