Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Blaðsíða 15
mannsnafn œtti að nota. Þar voru mörkin á mílli apakyns og manna. Flestir vísindamenn hafa þar miðað við sjö til átta hundruð rúmsenti- metra. Leakey og aðstoðarmenn segja slík mörk séu ekki til, og stærð heilabús í mannöpum, apamönnum og mönnum sé svo breytileg, að miklu geti geigað í öllum þessum flokkum. Þessi nýi maður, kunnáttumaður- inn, var lágur vexti, eitt hundrað til eitt hundrað og fjörutíu senti- metrar á hæð. Iíendur hans voru ekki tiltölulega jafnvel þróaðar og fætur, en samt gafhann ekki einungis tek- ið fast á, heldur einnig beitt þeim af nákvæmni. Oldúvæverkfærin eru gerð af þessum manni, en þau eru öll frumstæðari og einfaldari að gerð en Chelleenverkfærin. Hann veiddi dýr, smá og stór, sér til matar. Svo virðist sem hann hafi gert sér lítil skýli eða eins konar kofa. Hann hlýt ur að hafa hafzt mjög lengi við á Oldúvæsvæðinu, verið kominn þang- að löngu á undan zinjanthropusnum og haldið lengi velli eftír daga hans. Það er gizkað á, elztu beinin hafi legið tvær milljónir ára í jörðu. Þó er þetta ekki sagt berum orðum í ritgerðum Leakeys. f einni þeirra er einungis sagt, að Oldúvæmaðurinn hljóti að minnsta kosti að vera mill- jón ára gamall. En brátt var orpið á, að hann væri ekki yngri en átján hundruð þúsund ára, er síðan breytt- ist í tvær milljónir, en sú tala var fengin með því að bæta nokkrum tugþúsundum ára við þann aldur, sem zinjanthropusnum var upphaf- lega gefinn. Því verður að segjast eins og er, að aldur kunnáttumanns- ins er óþekktur, en þó sannað, að hann var uppi í upphafi kvartertíma bils jarðsögunnar. Það er mikilvægast við þennan fund, að nú er það fullvíst, að sam- tímis apamönnum Suður-Afríku hef ur uppi manntegund, sem gekk upp- rétt, gerði sér verkfæri og var búin tiltölulega stóru heilabúi. Zínjanthr- opusarnir og apamenn Suður-Afríku hafa því verið hliðargrein á meiðn- um, en ekki undanfarar mannanna. í öðru lagi er saga mannsins miklu lengri en áður hafði sannazt. Endur fyrir löngu, kannskí fyrir tveimur milljónum ára, höfðu þróazt með Oldúvæmanninum mörg ótvíræð ein kenni manna. Þetta vekur grun- um langa keðju forfeðra í manns- mynd, sem er enn með öllu ókunn- ugt um. Vafalaust má þræta og stæla um það, með hve gildum rökum þessi nýja vera telst til manna, og sumir vilja sennilega telja hana til nýrrar ættar.Á síðari árum hafa þó margir risíð öndverðir gegn því að gefa steingerðum beinum hálfmanna sí- fellt ný og ný ættanöfn, jafnóðum og þau finnast. Þeim finnst eðlilegra, að þeir hljóti mannsnafn, homo, en sé skipað í undirflokka. Leakey og aðstoðarmenn hans ganga svo langt, að þeir telja aðeins þrjá höfuðflokka — homo habilis, homo erlctus, er nær yfir alla apamenn, og homo sapiens. f síðasta flokknum eru þá Steinheimsmaðurinn, Palestínumað- urinn, Suður-Rodesíumaðurinn, Ne- anderdalsmaðurinn og þannig áfram allar götur til nútímamanna. Þetta er ofureinfalt, og fjölmargir ætla, að það samsvari betur veruleikanum en hin eldri skipting í óteljandi ættir. Það sannast um mennina eins og margar dýrategundir, að þeir hafa klofnað í marga flokka miklu fyrr en haldið hefur verið, og þeir flokk- ar hafa þróazt samhliða, hver út af fyrir sig. Ef við ætlum að finna hina sameiginlegu forfeður, verðum við leita afarlangt aftur í tímann. Kunnáttumaðurinn, homo habilis, hefur átt sér langa þróunarsögu að baki, og hann hefur þroskazt sam- hliða mörgum öðrum flokkum manna og hálfmanna. En þó að þess ir flokkar þróuðust hver út af fyrir síg, hefur þróunin að nokkru leyti hnigið í sömu átt og útkoman oft- lega orðið svipuð.Þetta veldur því, að oft er miklum erfiðleikum bund- ið að greina réttilega skyldleika þess ara flokka. (Naturen, Björgvin: Nye funn av fossile hominider eftir Anatol Heintz prófessor). Fótbein úr homo habilis, séð ofan frá. ABUENDUR A FJALLASKAGA í greininni „Á milli klettaborga og kaldhamra“. í 31. tölublaði Sunnu dagsblaðsins segir á blaðsíðu 731: „Síðasti bóndi á Fjallaskaga var Jón Gabríelsson, faðir Óskars Jóns- sonar, útgerðarmwins í Hafnarfirði.. Fjallaskagi við Dýrafjörð var býli fram yfir síðustu aldamót og þótti með betri jörðum í Dýrafirði. Ekki voru þó landkostir til búskapar, sem gerðu Fjallaskaga verðmæta eign, því landrými er þar ekki mjög mikið, heldur hefur nálægðin við fiskimið- in vegið þar þyngst á metaskálum“. Þó að landrými sýnist nú ekki mjög mikið á Fjallaskaga, og land þar sé þar að auki grýtt og óhæft til nýtízku búskapar, þá var þar samt með stærri búum í Dýrafirði um síð- ustu aldamót — hátt á annað hundr að fjár, þrjár til fjórar kýr og naut. Þar var mest sauðaeign í þess- ari sveit. Þó að landið sé grýtt, þá er það grasgefið, og fjörubeit er þar mikil. Þar var mikið olnbogarými til vetrarbeitar, þó að hlíðarnar séu nú mjög runnar, einkum ytri hlíðin. En það er ekki rétt, að Jón Gabrí- elsson hafði verið síðasti bóndinn á Fjallaskaga. Síðustu búendur þar voru hjónin Bjarni Sigurðsson og Gunnjóna Vigfúsdóttir, bæði ættuð úr þessari sveit, Mýrahreppi. Þau tóku við ábúð á Fjallaskaga eft- ir Jón Gabríelsson vorið 1912 og bjuggu óslitið í fjórtán ár, allt til ársins 1926, er þau fluttust að Innri- Lambadal, innsta bænum í sveitinni. Fór þá Fjallaskagi^ f eyði og hefur verið það síðan. Útræði frá Skaga vor og sumar lagðist og niður um þetta leyti. Bjarní og Gunnjóna eignuðust fjór tán börn, og fæddust flest þeirra á meðan þau bjuggu á Skaga. Bjarni og Gunnjóna voru dugleg og björguð- ust vel með hinn stóra barnhóp sinn, og eru börn þeirra öll á lífi nema tvö, er dóu uppkomin — Sæmundur sjómaður, er féll útbyrðis af togara, og Árný, gift bónda í Eyjafirði, er dó fyrir nokkrum árum. Hin börnin, sex synir og sex dætur, eru dugmík- ið fólk, sem býr bæði i bæjum og sveitum í fimm héruðum. Bjarni dó í Innri-Lambadal fyrir nokkrum árum, en Gunnjóna lifir enn og dvelst hjá börnum sínum. Það er óhætt að segja, að ekki sé lítill skerfur sá, sem síðustu ábúend ur Fjallaskaga hafa látið þjóðinni í té. Þetta gamla góðbýlí, sem hefur fætt og fóstrað svo margt gott og þróttmikið fólk, bæði fyrr og síðar, gerði það ekki endasleppt. Jóhanncs Davíðsson í Hjarðardal. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 85$

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.