Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1964, Side 19
Sigurður Jónsson frá Brún:
Síbbornar afmæíis- I
hugleibingar
TIL GUÐMUNDAR BÖÐVARSSONAR SKÁLDS SEXTUGS
Milljónatugir milli sex og sjö
sagt er nú bætist við á hverju ári
af nýjum mönnum, mjög þótt dauÖinn skári.
Meir fjölgar eftir Jsrjú ár — jafnvel tvö.
Samt fækkar jseim, sem eiga rímuráti
og réttan klið í mál sitt geta unnið,
úr hverfisteinsins surgi söngva spunnið
og síían létta skammhendu sér kljátS.
Hver dagur sá er drottins náÓargjöf,
sem dauíiinn e<Sa knjáskæcS gtapamóÖir.
bjó'Öinni leyfir ljótS á fjallajörÖ.
VerÖi þér afkár ellin seint aÖ töf,
allir þér vertii tímar hollir, góðir,
fimleikamanni atf fagurkvæðagjörð.
—--
um rak hana á fjörur í stórviðrum.
Um sumarmál 1863 er sagt, að rekið
hafi feikn af síld í Vogum. Á síldar-
hrönnin við ströndina að hafa náð
mönnum í mitt læri. Árið 1880 fór
ívar Helgason, bróðir Péturs, til
Noregs, ásamt tveimur öðrum mönn-
um, til þess að læra síldveiðar. Hann
kom upp með 30 síldarnet og hóf
veiðar. Síldina notaði hann einkum
í beitu og varð manna aflasælastur.
Af fvari iærðu menn hina nýju veiði- -
tækni. Síldveiðar við Faxaflóa eiga
upphaf sitt að rekja til Flekkuvíkur.
Sjór brýtur kampa utan við
Flekkuvík eins og víðar á Strönd-
inni. Þar hafa fundizt fornar rost-
ungstennur i bökkunum og eitt sinn
heiltennt hauskúpa. Hér hafa rost-
ungar bylt sér í fyrndinni, en ís-
birnir leitað að bráð, þótt bein
þeirra hafi ekki fundizt. Rosmhvala-
nes er kennt við rostunga, rosmhvali,
svo að þar hafa þeir leitað að landi
á fyrstu öld eða öldum landsbyggð-
arinnar.
Bílabrautin á að liggja úr Kúa-
gerði út yfir Vatnsleysuheiði, Vatns-
leysustrandarheiði eða Strandarheiði
og Vogaheiði og suður um Voga-
stapa til Keflavíkur. Strandarheiði
sker byggðina milli Flekkuvíkur og
Kálfatjarnar og nær til sævar á
Keilisnesi. Strandarar kalla suður
fyrir heiðina til Kálfatjarnar, en Kálf
tirningar inn fyrir heiðina til Vatns-
leysu, en hvorir tveggja fara þeir
suður til Reykjavíkur.
Brautin verður það innarlega á
heiðinni, að hún liggur handan við
holt og hæðir suður frá byggðinni,
sem fylgir ströndinni rækilega. Hér
voru sel í eina tíð ínnar á heið-
inni. Skúli Magnússon segir, að
Strandarheiði sé „eitthvert hið bezta
land til sauðfjárræktar, það sem ég
hef séð á íslandi". Hér hafa verið
skógar, eins og ýmis örnefni votta,
en gróður hefur eyðzt mjög frá dög-
um Skúla og land blásið.
Skammt fyrir utan Kúagerði á
brautin að liggja um allbreiðan sig-
dal, sem takmarkast af Hrafnagjá að
utan, en Brúnum að innan (sunnan)
og les sig út á Reykjanestá um
Snorrastaðatjarnir og Seltjörn.
Utan vegar á Strandarheiði verða
Hrafnhólar fyrst, en þá Þorsteins-
skáli. Af Þorsteinsskála er mjög víð-
sýnt um strendur Faxaflóa og Reykja.
nesskaga. Þá koma Lágar, sem ýmist
eru kenndar viS Vatnsleysu eða
Kálfatjörn, og Lynghóll. Utan og
norðan við Þorsteinsskála sér mikla
fjárborg á sléttri klöpp, og nefnist
Staðarborg eða Prestborg. Munn-
mæli herma, að vinnumaður á Kálfa
tjörn hafi reist borgina og ætlað að
topphlaða hana, láta hleðsluna ganga
saman í hvelfingu, en prestur bann-
að það. Þetta gramdist bygginga-
meistaranum, svo að hann hljóp úr
vistinni. Borgin er meistara-
verk sinnar tegundar. Byggingarlag-
ið er sömu ættar og byggðaborgir,
héraðsvirki, sem menn reistu í forn-
öld í Skandinaviu og á skozku eyj-
unum, og er Móseyjarborg þeirra
mest og frægust. Fjárborgin íslenzka
er fórnrar ættar, telur jafnvel til
frændsemi við hernaðarmann-
virki bronsaldarmanna, en hér var
hún hlaðin sauðkindum til varnar í
vetrarnæðingum. Þetta mun vera ein
hver stærsta fjárborgin íslenzka, og
er hún friðlýst og stendur undir
vernd þjóðminjavarðar.
Sunnan vegar eða innan er Kirkju
holt, Marteinsskáli og Kolgrafar-
holt í útsuður frá Staðarborg eða
nokkru utar við brautina. Þar hefur
áður verið höggvinn skógur til kola-
gerðar.
Hrísíð á Strandarheiði var að
mestu uppurið á 19. öld, en menn
rifu lyng til eldsneytis, unz allt þraut.
Rányrkjan var ekki afleiðing skiln-
ingsleysis á þeim landspjöllum, sern
unnin voru, heldur neyddust menn
til að afla eldsneytis, hvað sem það
kostaði. Stórbændurnir i Vogum
bönnuðu með öllu hrístekju í Voga-
holti laust fyrir 1900 og gerðu upp-
tæka síðustu hrísbaggana. sem land-
seti þeirra tók í holtinu.
Skógarvörð settu bændur við heið-
ina um miðja 19. öld
Gamli vegurinn bræðir með byggð-
inni við ströndina, enda var hann
henni ætlaður i árdaga.
Keilisnes er nyrzti tangi Vatns-
leysustrandar. Undan nesinu fórst
togarinn Coot 16. desember 1908,
fyrsti vélknúði botnvörpungurinn,
sem íslendingar eignuðust, keyptur
til landsins 1904. Hann var með
skútuna Kópanes i eftirdragi. Mann-
björg varð. Á sömu slóðum fórst vél-
báturinn Haukur frá Vatnsleysu 11.
febrúar 1921 með fimm manna
áhöfn.
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
859