Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Page 6

Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Page 6
vinnustúlku á heimilinu og hún af honum. Kona Jóhanns hótaði fljót- lega að' skilja við hann nema vinnu- stúlkan færi burt. í fjárhúsi úti í túni sagði Jóhann vinkonu sinni, að þau væru skilin að skiptum. En tilhugsunin varð ungu stúlk- unni óbærileg, og nokkrum dögum síðar réð hún sig af dögum, hengdi sig í fjárhúsinu, þar sem þau höfðu kvaðzt. Jóhann kom fyrstur að lík- inu. Upp frá því varð hann ekki samur maður. Hverja nótt ásótti martröðin hann. Bráðlega flæmdist hann burt frá neimili sínu, og þau þrjátíu ár, sem hann átti ólifað, var hann á friðlausu flakki bæ frá bæ. í æðis- köstum reif hann fötin utan af sér, og var því tíðast iila klæddur og skein í hann beran undir tötrunum. Þar af dró hann viðurnefnið. En þótt Jóhann væri sjálfur ilia haidinn, langaði hann til að lina þjáningar annarra. Hann fór að safna grösum og jurtum, sem lækninga- mátt töldust hafa, og færa sjúkling- um, sem hann frétti af. — Tókst honum að iækna þá?, spyr ég Guðfinnu. — Já, segir Guðfinna, oft tókst honum það. í þá daga var algengt að búa til smyrsl og heilnæmt seyði úr jurtum. Vallhumalssmyrsl voru víða þekkt. En frægastur var Hóla- plásturinn nafntogaði. Gerð hans var leyndarmál, varðveitt kynslóð eftir kynslóð í einni og sömu ættinni. Kunni þó aldrei nema ein kona í einu að búa hann til, en hvíslaði leyndarmálinu á banastundinni að þeirri dóttur sinni eða frænku, sem hún treysti bezt. Þetta voru formæð- ur Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarð- ar, ef ég man rétt. Móður minni hafði verið gefið ögn af þessum plástri, og man ég, að hún græddi einu sinni m*eð honum illkynjað hælsæri. — Þeir voru af ýmsu tagi, föru- mennirnir, sem gengu um landið, held ur Guðfinna áfram — áttu sér eng- an fastan samastað og sofnuðu alltaf gestir. Þeir áttu ekki annars kost, umkomuleysingjarnir, sem ekki treystu sér j fastar vistir. Vinnuharka var þá viða mikii, húsbændur fóru með vinnufólkið litlu betur en hross- in sín og kýrnar, en þeir, sem ekki voru gefnir fyrir þrældóminn, voru álitnir óalandi og óferjandi. „Bók- vitið verður ekki í askana látið,“ sagði gamla fólkið. Það er víst orðið öfugmæli nú á dögum. Aldrei gleymi ég honum Halldóri Hómer. Það var undarlegur náungi, sem fór um Austfirði og skemmti á bæjunum með ankringi og kostu- legheitum. Hann gekk á frakka eins og þeir, sem siglt höfðu, og gjarna tveimur eða þremur, og hafði þá þann, sem hann hafði eignazt síðast, yzt, svo að allir gætu séð stássið. Gljáandi úrkeðja lá á milli vestisvas- anna, en ekkert átti hann úrið, held- ur aðeins roknastóran látúnshnapp. Hvar sem hann kom, líkti hann eftir prestsverkum, þó með háttvísi, fram- kvæmdi hjónavígslur skrýddur spari- pilsi húsfreyjunnar eða las sundur „hjón,“ sem hann hafði gefið saman síðast, er hann var á ferð. Hann fór með barnagælur við krakkana. Ein var svona: Fídrem, sídrem, dans- íra, farejú, bomb og danikúla. Tromm, tromm, heiila mín. Svo söng og lék hann vísu um rauðu kusu, svo það hefði mátt halda, að hann hefði að fyrirmynd kú, sem hleypt er út að vorlagi. Kúnstir hans vöktu mikla kátínu á bæjunum. — Heldurðu, að hann hefði verið gjaldgengur á okkar tímum, getað haft eitthvað upp úr sér sem bítill kannski? — Það er ekki óhugsanjdi, svarar Guðfinna. Sumir sögðu, að hann kysi heldur að láta gera gys að sér en vinna. Þá var siður, að allir gestir fengu verk að vinna á vökunni — enginn fékk að sitja iðjulaus. En Hómer var lítið um slíkt gefið, ég tala nú ekki um, ef honum var feng- ið þóf, þvegið úr keytu — þá var hann fljótur að kveðja. — Þvegið úr keytu, segirðu? Tíðk- aðist það fram á þína daga? —■ Já, blessuð góða, það hélzt á mörgum bæjum fram til 1915—1920. Keytunni var safnað vikum saman í olíuföt. Ekkert þótti hreinsa ullina og ullarnærfötin betur á vorin. Eina ósköp þrifna konu þekkti ég, sem alltaf þvoði peysufatapilsið sitt úr keytu. En hún skolaði það líka úr mörgum, hreinum vötnum og lét það hanga úti til viðrunar, þar til öll fýla var horfin. Og þá lagði hún það við ilmandi reyr. — En heyrðu? Ég held þú sért of dugleg að skrifa, kjóstu þér heldur vísu hjá mér.. Því að Guðfinna á sér gestaleik. í dálitla bók er hún búin að safna saman 414 vísum og bætir sífellt við, þegar andinn kemur yfir hana. — Nefndu einhverja tölu, það má vera allt upp í 414, segir hún. — 137, segi ég. Hún flettir upp bókinni, síðan les hún: Ég bænum og þakklæti beini til þin, guð blessi þig, níræða vinkona mín. —■ Já, þú verður níræð, það er enginn vafi á því. Þetta var skeyti, sem ég sendi einu sinni! En ef þú viit vita meira um skemmtanalífið á Vopnafirði, þá skaltu gá í hina frá- sagnabókina mína, Vogrek. Þar minn ir mig, að sé eitthvað um böllin á Tanganum, eins og kaupstaðurinn kallaðist. Danska selstöðuverzlunin Örum og Wuilf var þar þá enn, og dansinn dunaði í pakkhúsunum. En Guðfinna hefur samið fleira en slíkar bækur. AHt frá barnæsku heí* ur hún fengizt við að yrkja sér tíl hugarhægðar eins og hún segir sjálf, Margir munu kannast við ljóðabæk- urnar Hélublóm og Fífuloga eftír Erlu. Auk þess sýnir hún mér bó(k með þulum og barnakvæðum, mynd- skreytta af Barböru Árnason. Hún heitir því ijúfa nafni: Ævintýri dags- ins. Ég hef orð á því við hana, að sumt af þessu sé ort í spaugi. — Já, segir hún, ekki vantaði, að ég var vel grínin. Svo dregur hún fram stórar skrifbækur í þykkum spjöldum, líkar þeim, sem verzlunar- fyrirtæki nota. En þetta eru ekki bú- reikningamir hennar. Það kemur í ljós, að þær eni þéttskrifaðar kvæð- um. í annarri bókinni eru frumort kvæði, sem enn hafa ekki verið prentuð. í hinni eru ljóðaþýðingar. Þessi vopnfirzka sveitakona hefur haft sér það til skemmtunar að glíma við að þýða á íslenzku kvæði úr norrænum málum og ensku eftir höf- unda eins og Longfellow, Tennyson, Björnstjerne Björnson, Ploug. Þalrna á hún (þéttskrifaða bók af slíku og hefur jafnan frumtextann öðr- um megin á opnunni, en þýðinguna á móti, svo að hægt er um vik að bera sam- an. Og nú man ég allt í einu eftir því, að Guðfinna hefur þýtt á ís- lenzku hina angurværu sögu færeyska skáldsins Williams Heinesens, Slag vindhörpunnar. — Þú hefur ekki þýtt nein Ijóð úr færeysku? — Nei, hana kann ég ekki. Ileine- sen skrifar á dönsku. Móðir hans kom frá Danmörku, og henni til hugnunar var ætíð töluð danska á bemskuheimili Heinesens. — Þú átt kannski fleiri óprentað- ar minningar og sagnir? Hún tekur ekki fyrir það og lætur jafnvel á sér skilja, að meðal annars háfi hún skrifað sitthvað um Þorgils gjallanda. Hann lá í sjúkra- húsi á Húsavík við Skjálfanda, þar sem hún var ung stúlka við hjúkrun, og þá tókst með þeim einlæg vin- átta. „Þú stóðst heldur einn en að aðhyllast rangt,“ segir hún um hann í kvæði. Mér finnst Guðfinna hafa verið furðu afkastamikil, og mér leikur forvitni á að vita, hvort lífið muni hafa boðið henni margar tómstundir til þess að sinna áhugamálum sín- um og skáldskap. En þegar hún segir mér sögu sína, finnst mér sem hver meðalkona hefði þótzt hafa ærið að starfa við skylduverkin. — Foreldrar mínir, byrjar hún, voru svo fátækir, að þeir gátu ekki haft okkur öll börnin fimm heima. 846 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.