Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Blaðsíða 21
var, að henni var líka farið að geðj-
ast sæmilega að mér aðra stundina.
Ég var farinn að vona, að hún mundi
verða róleg hjá mér og gera sig
ánægða aeð það. Margt virtist benda
til þess. Hún hafði gott af dvölinni,
það er bæði víst og satt. ilún
braggaðist og fríkkaði og varð líka
róleg, svo að ég held, að henni hafi
liðið vel. En svo varð ég þess var,
að þetta gat samt sem áður ekki
blessazt. Þá sagði ég við hana eftir
nákvæmlega þrjú ár, að hún gæti far-
ið leiðar sinnar. ef hún vildi, og þá
tók hún saman pjönkur sínar á svip
stundu. Ég ók henni alla leið og út-
vegaði henni herbergi á sæmilegum
stað. Hún tók i hönd mína að skiln-
aði og sagði, að hún myndi ekki
kæra mig. Það hefur hún ekki heldur
gert. Þegar ég ók heim, hugsaði ég,
að mér væri nákvæmlega sama, hvorl
hún kærði mig eða ekki, (jvi að nú
hefði ég eKkert að lifa fyrir lengur —
þó að ég ætti jarðarskikann og skepn-
urnar heima, þá væri mér það allt
einskis vert án hennar. Það var allt
svo dapurlegt og ekkert að lifa fyrir
Þannig er þetta og ekki öðru vísi.
Sakborningurinn, bóndinn og
veiðimaðurinn Bóas, settist Penna-
skaft valt ofan af borði skrifarans og
rauf hina miklu kyrrð. sem ríkti i
réttarsalnum. Maður nokkur á
fremsta bekk reyndi að bæla niður
hósta með vasaklútnum sínum og
varð blárauður i framan af áreynsl-
unni. Frúin á aftasta bekk hvíslaði
að slátraranum en þagnaði strax aft-
ur. hrædd við hljóðið, sem barst út
yfir svo tnarga þögula kolla
Þá stóð unga konan upp og hljóp
snögglega úr vitnastúkunni til sak-
bornings. lagði höndina á öxi hans
og sagði:
Góði bezti, hvers vegna sagðir
þu mér þetta ekki Þú hefur aldrei
minnzt einu orði á, að þú værir hrif-
inn af mér. Og stór tár runnu niður
ungar og friðar kinnar hennar. -- Þú
sagðir mér það ekki. Ef þú hefðir
bara sagt mér það, þá hefði allt ver-
ið gott. Þá hefði aidrei komið til
neinna rétt.arhalda
Hann norfði á stúlkuna og sagði
hásum skelfdum rómi:
— Ég þorði það ekki.
Konan lyfti hendinni frá öxl
mannsins, bar hana upp í hár hans
og renndi fingrunum i gegn um það,
sneri sór að dómaranum og brosti.
— Hann þorði það ekki, sagði hún
lágt Síðan hló hún hátt og skært.
svo að glumdi í réttarsalnum.
•— Hugsið ykkur, sagði hún. — Hann
þorði það ekki. En að bera mig upp
á loftið og loka mig inni, það þorði
hann — ha, ha. Nei, sérvitringur er
hann. Hefur nokkur maður vitað ann-
að-eins? Ha, ha, ha.
Dómarinn iwosti, og bráðlega kvað
-við gjallandi hlátur frá öllum áheyr-
endum: Ha, ha, ha ... ha, ha, ha.
Sækjandinn, sem var ekki ánægður
yfir þessum gangi málsins, rauk upp:
— Herra dómari!
Dómarinn sló ákaft í borðið og
æpti: — Þetta er réttarsalur, en ekki
skemmtigarður, herrar mínir og frúr.
Ég fleygi ykkur öllum út á svip
stundu. Þolinmæði minni eru tak-
mörk sett.
— Yðar hágöfgi, sagði verjandi al-
varlega. Er mér leyfilegt að spyrja
vitnið nokkurra spuminga f viðbót?
— Ef vitnið kemst aftur á sinn
stað hér í salnum, þá leyfi ég verj-
anda að bera fram eina spumingu
enn. Ég vil vekja athygli ngfrúar-
innar á því, að þessi staður er ekki
hjónabandsmiðlunarskrifstofa.
Stúlkan trítlaði léttfætt til vina-
stúkunnar. op verjandi bar fram
spuminguna?
— Eruð þér alveg viss um, ef
þér hugsið yður vel um, að þér hafið
aldrei haft tækifæri til að hlaupast
á brott frá herra Bóasi í þessi þrjú
ár? Ég gleymdi hreint og beint að
koma með þessa spumingu.
Unga konan hugsaði sig um stund-
arkorn. Það mátti sjá á andiiti henn-
ar. að hún var i vafa. er henni tók
að skiljast, að spumingln væri mjög
mikilvæ.y. Hún gaut augunum til Bó-
asar
— Jú, ;agði hún að lokum. Það
kom fyrir að við fómm út í skóg-
inn saman til þess að líta eftir snör-
um. og þá fór hann stundum nukkuð
langan spöl burt frá mér.
— En hvers vegna í ósköpunum
hlupuzt þér þá ekki burt?
— Æ, það var margsinnis, að ég
gat ekki hugsað til þess, að hann
væri þarna aleinn dag og nótt Og
svo var ég ekki viss um nema mér
þætti dálítið vænt um hann Ég k-
aði hestinn að mínnsta kosti
Óró á bekkjunum. Dómari sló i
borðið. Sækjandi þaut upp
— Þetta hefur aldrei verið nefnt
við lögregiuna Ég mótmæli
— Jæja. jæja Hvemig stendur á,
að Þér hafið ekki skýrt lögreglunni
frá þessu fyrr?
— Ég hugsaðj ekkert út i það.
— Dómarinn spurði yður í dag,
hvort þér hefðuð ekki haft eitthvert
tækifæri til þess að flýja og þér svör
uðuð þá neitandi. Nú hafið þér fund-
ið upp á að segja þetta til þess að
bjarga sakborningnum.
— Ó, nei — nei!
— Ó-jú, þannig er því varið.
Dómarinn barði rólega í borðið.
-V- Spurningarnar hafa verið bom-
ar upp, við verðum að reyna að halda
áfram. Ég leyfi engar aukaspuming-
ar í málinu frekar.
Siðan gekk hann til kviðdómend-
anna. Þeir urðu nú að gera út um
það, hvort bóndinn og veiðimaður-
inn Bóas hefði haldið stuiK
nauðugri hjá sér eða ekki.
Eftir hálftíma ráðstefnu komu þeix
aftur inn í réttarsalinn og dómur
inn var lesinn upp:
— Ekki sekur.
Sækjandi sneri sér að verjanda
öskuvondur:
— Þú svívirðilegi. feiti hundur,
þú ert . . .
En verjandi brosti sykursætt og
neri hendur sínar.
Þeir risu á fætur með skjala
möppur sínar — sækjandi með sam-
anbitnar varir, hnakkakertur og háðs
legur á svipinn, en verjandi oros
leitur og sigri hrósandi. Líkt og lög-
fræðingarnir tveir á heimsfrægu mál
verki Daumiers stóðu þeir þarna, hvor
gegnt öðrum. Síðan hurfu þeir inn
hliðarherbergi og fóm i yfirhafnim-
ar.
Skömmu síðar gengu þeir allir eft-
ir aðalgötu smábæjarins — dómar-
inn. sækjandi og verjandi.
Dómarinn sagði ánægjulega:
— Það er aðeins ein hænsnateg-
und, sem borgar sig að eiga — hvítu
ítöisku hænurnai
— Hvítu ítölsku hænsnin, hrópaði
sækjandi. — Uss, ég vildi ekki láta
eina af Plymouthhænunum mínum
fyrir tíu af þínum ítölsku.
— Ég fyrir mitt leyti mæli með
brúnum Ophingtonhænsnum, sagði
verjandi mjúklega. Þau verpa held-
ur minna, en eggin eru bezt og kjöt-
ið er bezta hænsnakjötið, sem til er.
Eigum við ekki að líta inn tii 0‘Bri
en og fá okkur eitthvað að drekka.
Þeir gerðu svo. en fóru þaðan út
aftur eftir skamma stund. Síðan
gengu þeir þvert yfir götuna, en
urðu skyndilega að víkja upp á gang-
stéttina. Lítili hestur með froðuna
vellandi út úr munnvikunum og höf
uðið teygt fram, kom þjótandi
á harðaspretti eftir götunni Hann
dró tvíhjólaðan vagn. og í vagnin-
um sat bóndinn og veiðimaðurinn
Bóas og hélt örugglega í taumana.
Við hlið hans sat unga konan og
hélt sér í hann. Hesturinn var brúnn
með hvítum blettum og mjög fjör-
legur.
— Þarna er þá ólukkans hestur-
inn, sagði dómarinn.
— Já, auðsjáanlega, sagði sækj-
andi. Þau þurfa víst að flýta sér
heim. Ef bannsettur klárinn hefði
ekki verið . .
— Það er skemmtilegt að eiga
hesta og hesthús, sagði verjandi.
— Ó, þegiðu, sagði dómarinn. En
þarna er þá hann Murphy. Mér sýn
ist hann heldur daufur i dálkinn.
Við erum neyddir til þess að hressa
eitthvað upp á hann. Bannsettur
klárinn!
Margrét Jónsdóttir þýddi.
ftMINN - SU M NUDAGSBLAÐ
86J