Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Blaðsíða 14
Ferjan á Vestmannasundi viS bryggju viS Eyrargjá. þótt honum tiaíi kannski verið hvim leið mæigi um atriði, sem virðast þykja alveg sjálfsögð í landi hans. Frá Vestmannahöfn liggur vegur inn í sneiðin im upp fjallið sunnan við voginn, ''nz komið er upp fyrir brúnir í þ iu 'hundruð metra hæð eða því sem næst. Þar uppi er yfir leitt gróið iaad, allvíða mýrkennt, og þó að upp ir standi holt og klapp ir, er jarðvegur sums staðar allþykk- ur á sjálfu fjallinu, jafnvel allt að því þrír metiar. Þarna eru hér og þar einkenniiegar grjótrústir á böl- um, sem eru grænni og gróðurrík- ari en landið í kring, og var sums staðar örskammt á milli þessara bala. Þetta er minjar um einn þáttinn í lífsbaráttu Færeyinga. Þama uppi voru svarðarmýrar þeirra. Mórinn var skorinn milli voranna og sláttar, þurrkaður í grennd við mógrafirn ar, en síðan settur í hlaða eða byrgi uppi á fjalli. Hann var ekki fluttur heim fyrr en á vetrum, og var þá annaðhvort, að menn reiddu hann á hestum eða báru hann í kláf um, torvleypum, á baki sér til sjávar eða byggða. Staðhættir í Færeyjum ollu því, að Færeyingar voru þraut seigari flestum öðrum við burð. Flest var borið í laupum, og var burðaról in látin hvíla á enninu ofanverðu. Er burðartækni Færeyinga öll hin merki legasta. Rústirnar, sem við sáum á grasbölunum við veginn, voru leifar af hinum gömlu svarðarbyrgjum þeirra, sem áttu mótekju þarna á fjallinu. Þegar farið hefur verið eftir fjail inu suður á móts við Fútaklett, eru langir og miklir sneiðingar niður fjallshlíðina. Meðan við miðjar hlíð ar taka við slægjulönd ‘Kvívíkinga. Gulnað hey lá í bröttum brekkum aila leið niður undir sjó, og hvar vetna var fólk að snúa í sólskininu. Yfirleitt voru það þó konur og börn, sem voru í heyvinnunni, enda þorri karlmanna á fiskibátum eða síldar skipum, ýmist heima fyrir eða við Grænland. Sums staðar voru kýr í tjóðri, og sátu stundum hjá þeim lítil börn. Ekki voru rifgarðar í flekkj unum eins og við eigum að venjast, þar sem handverkfæri eru notuð, heldur gekk hver og einn á skákina og bylti heyinu eins og hentast þótti. Ef til vill er þessi aðferð haganlegri í slíku brattlendi. Orfin færeysku eru líka allt öðru vísi en tíðkaðist hér — mikiu styttri. Slík um orfum verður betur komið við, þegar slegið er upp fyrir sig í brekk um. Á sumum skákunum voru hesjur, og hékk heyið þar á vírum, sem strengdir höfðu verið á staura. Horfði stauraröðin beint á brekk una. Heyið virtist orðið nálega þurrt, enda bar liturinn á því vitni um það, að ekki var seinna vænna. Mikið er fengið, þegar heyið hefur náð að þoma, en þó ekki allt. Það þarf þrek til þess að koma því upp að vegin um, svo að unnt sé að flytja það heim. En kvenfólkið virtist ekki víla það fyrir sér heyburðinn, þótt brekk an risi því í fang. Ég sá unglings stúlku koma með lauslega bundna sátu á öxl sér og snara henni niður með vegarbrúnina. Það eflir þrek og þol, þegarxum tvennt er að velja: Að takast á við erfiðleikana eða leggja upp laupana. VI. Kvívík er lítil byggð við þröngan vog og svipur hennar mjög sérkenni legur. Húsin standa í brekkum við lækinn, sem rennur út í voginn — mörg í hlöðnum grunni og með bik aða timburveggi og torfþak. Undir torfþekjum færeyskra húsa er skar- að barkartróð, næfrar, og var börk ur til þeirra nota fluttur þangað frá Noregi á þeim árum, er slíkar þekj ur voru gerðar. Öll er þessi byggð hin þekkilegasta. Rétt ofan við flæðarmállið í botni Grindadráp — mynd af málverki Sámals Mykiness, þekktg listmálara i Fær- eyjum. 8i>4 T f M I N N — SUNNUDAGSBLA®

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.