Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Blaðsíða 15
'Færeysk hjón í þjóðbúningi með unga dóttur sfna.
vogsins, fast við þjóðveginn, eru ein
hverjar hinar elztu húsatættur, sem
fundizt hafa í jörðu í Færeyjum. Hef
ur garður verið steyptur framan við
þessar fornminjar, svo að sjór spilli
þeim ekki. Þarna hefur verið skáli
mikill og önnur bæjarhús með risnu
brag og langeldar miklir. á gólfí,
veggir traustlega hlaðnir og allt flór
að af vandvirkni. En ekki hefur forn
aldarbóndi sá, sem þarna kaus sér
bólstað, haft sérlega margt í fjósi,
nema verið hafi útigöngugripir, sem
legið hafi við skýli fjarri bæ. Mér
virtust básarnir ekki hafa verið nema
átta, og er það lítið miðað þar, sem
sýnilega hefur tíðkazt hérlendis og á
Grænlandi á býlum, sem viðlíka voru
hýst og rausnarbær Kvívíkurbóndans.
Þegar þórftir þessar voru grafn
ar upp, fannst aragrúi fornminja, en
það var sérkennilegt við margt, sem
þarna fannst, að það var úr eínum,
sem ekki fást í Færeyjum. Benti yf
irleitt flest til þess, að þessar rúst
ir væru frá elztu tímum mannabyggð
ar í Færeyjum og fólkið, sem þar átti
heima, hefði haft náin tengsl við
önnur lönd.
Við vorum ekki fyrr komnir yfir
lækinn en út á veginn snaraðist aldr-
aður maður, tæplega meðalmaður á
vöxt, en allþrekinn og hvatlegur í
öllum hreyfingum, ekki sízt ef þess
er gætt, að hann er hálfníræður. Þetta
var Grækaris Madsen, þekktur Kvívík
ingur, viðræðugóður og fróður
í bezta lagi, enda hefur
hann með höndum umsjón
með fornminjunum. Hann var
auðvitað boðinn og búinn að sýna
okkur hinar fornu tóftir og gera okk
ur grein fyrir hverju einu, sem þar
var að sjá. Það kom líka upp úr
kafinu, að hann var ekki alls ókunn
ugur íslendingum. Fyrr á árum var
hann sumar hvert við sjóróðra á
Norðfirði, maður gagnkunnugur
mörgum Austfirðingum, sem voru
að hefja manndómsskeið sitt í byrj
un þessarar aldar. Og fleira var það
en bönd minninganna, sem tengdu
hann íslandi: Sonur hans, Leifur, er
búsettur í Reykjavík, einn af forvíg
ismönnum Færeyingafélagsins.
Þó að Kvívík sé lítil byggð, hafa
margir merkilegir menn alið þar ald
ur sinn, sumir frá vöggu til grafar.
Þar var Hammershaimb — maðurinn,
sem mótaði færeyskt ritmál — prest
ur upp úr miðri nítjándu öld. Hið
fyrsta nýárskvöld, sem hann messaði
í Kvívíkurkirkju, bar það til tíðinda,
að hann las guðspjallið á færeyska
tungu. Slíkt og annað eins hafði þá
aldrei heyrzt í færeyskri kirkju, og
Kvjvíkingum þótti sem helgispjöll
hefðu verið framin. Danska var í
vitund fólks tunga guðs, og það var
furðuleg bíræfni af manni, sem vigzt
hafði til þjónustu við helga trú og
kirkju, að snúa guðspjöllunum á fær
eysku. Fólk tók þessa svo óstinnt
upp, að Hammershaimb dirfðist ekki
að gera slíkt framar.
Ur því að vikið hefur verið að
prestum í Kvívík, má drepa hér á
atvik, sem-kom fyrir annan Kvívík
urprest, þótt óskylt sé það þessu.
Hann fór til messugerðar á annexíu
sína í Hvalvík, sem er handan fjalla
við sundið milli Straumeyjar og Aust
ureyjar. Tvö börn voru færð til kirkju
til skírnar þennan dag, og var annað
dóttir kóngsbóndans í Ólafsstofu, en
hitt sonur þurrabúðarmanns eins í
grannbyggð, sem Straumnes heitir.
Kóngsbóndinn krafðist þess, að dótt
ir sín væri skírð á undan syni þurra
búðarmannsins, en fékk því ekki
framgengt. Strandaði þar á hinu
S3ma og olli hneykslun Kvívikinga, er
guðspjallinu var snúið á færeysku:
Rótgrónum kirkjusiðum, sem ekki
mátti hnika. Það var sem sé ófrá
víkjanleg venja, að sveinbörn væru
skírð á undan meybörnum, jafnvel
þótt munur væri á aldri barnanna
og efnum og áliti foreldranna. Fyrir
þessu varð kóngsbóndinn að beygja
sig, þótt honum líkaði það stórilla.
En hann var ekki á þeim buxun
um að láta skíra bæði börn úr sama
vatninu. Jafnskjótt og presturinn
hafði ausið drenginn þurrabúðar
mannsins vatni, hljóp kóngsbóndinn
til og þreif skírnarskálina fyrir aug-
unum á prestinum og snaraðist með
hana út. Steypti hann þar úr henni
vatninu og sótti síðan nýtt vatn í
ána, sem rann meðfram kirkjugarðs
veggnum, Þetta tiltæki mun hafa
mælzt misjafnlega fyrir, enda þótt
kóngsbóndi ætti í hlut. En þegar fram
liðu stundir, gátu menn brosað að
þessu atviki: Tuttugu eða þrjátíu ár
um síðar rann sú stund upp, að son
ur þurrabúðarmannsins á Straum-
nesi festi sér konu og brúður hans
var engin önnur en dóttir kóngs
bóndans í Ólafsstofu.
Þegar Hammershaimb las guðspjall
ið á færeysku í Kvívíkurkirkju, var
þar í byggðinni ungur, bókhneigður
drengur. Hann drakk í sig ást prests
ins á móðurmálinu og tók að leggja
við það mikla rækt. Einhvern tíma
þegar hann var nálægt tvitugu barst
hann til íslands í hópi þeirra Fær-
eyinga, er einna fyrstir leituðu á
íslandsmið. Bar svo við, að hann
kom að Bessastöðum og var þar
við guðsþjónustu. Undraðist hann, að
þar fór allt fram á íslenzku, og gat
< t M I N N - SGNNUDAGSBIAÐ
855