Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Blaðsíða 19
; . ■ ■■
,
• .*•• •.........*•:. .•:•'•:•*•. •:
6©m það er borið á mig, að hrossa-
Íykt sé af méir, og ég þvæ mér bæði
fcvölds og morgna og skipti ævinlega
um föt, ef ég fer eittnvað. Herra
démarinsn verður að gera svo vel og
biðja mig forláts og það 1 vina og
votta viðurvist, svo framarlega sem
hann vill eiga þess kost oftar að slá
í slag við mitt fátæklega borð í þessu
iífi. Sælir!
Og hurðin skall svo hart aftur, að
ljósahjálmurinn hristist.
— Murphy, æpti ómarinn, og
beindi orðum sínum til lögreglu-
þjónsins við dyrnar. — Fáið hann
til að koma inn aftur. Ég ætla að
biðja hann afsöbunar.
í næstu andrá, stóð Murphy aftur
í dyrunum, og Murphy númer tvö,
lögregluþjónninn, tók sér stöðu eins
og áður, óhagganlegur með hendur
fyrir aftan bak.
— Murphy, vinur minn, sagði dóm-
arinn öldungis rólegur. Ég bið þig
hér með afsöbunar, fyrst þú tókst
þetta svona illa upp. Ég átti alis
ekki við það, að hrossalykt væri af
þér.
— Yðar hágöfgi, herra dómari,
svaraði Murphy og var nú einnig
rólegur, þó að hann væri nokkuð
hávær. Ég tek afsökun yður gilda.
Þessu næst gekk hann til sætis síns,
stór og fyrirferðarmikiil.
— Eg býst nú við, að við séum
loksins lausir við þennan bannsetta
brúna klár, sagði dómarinn og var
nú ísmeygilegur, en um leið hæífcu-
legur, hættulegur . . . Að öðrum
kosti ...
— Hann er ekki brúnn, sagði stúlk-
an. Hann er brúnn með mörgum
hvítum blettum Hann er fallegasti
folinn, sem til er í öllu héraðinu.
Það skuluð þið vita — og líka sá
vitrasti.
Hún leit snöggt í ákveðna átt •—
til fimmta bekkjar. En honum geðj-
ast ekki að hverjum sem vera skal,
nei og aftur nei!
Nú vax hamrinum slegið í borðið
af iniklu afli.
— Halldið áfram með skýrslu yð-
ar, ungfrú góð. Að öðrum kosti dæmi
ég yður í þyngstu sekt, sem leyfilegt
er, fyrir ónauðsynlega sóaín á hinum
dýrmæta tíma réttvisinniar.
— Jæja þá. Frá hverju á ég að
skýra?
— Svarið og segið eins og er, þeg-
ar ég spyr yður: Voruð þér í þing-
um við herra Bóas?
— Nei, nei. Það verð ég að segja
honum til hróss, að hann snerti mig
aldrei, reyndi aldrei að nálgast mig.
Nokkrum sinnum tók hann í hand-
iegginn á mér, þegar ég vildi ekld
fara upp í herbergið. Og nokkrum
sinnum bar hann mig upp. Hann er
svo sterkur.
Hún rétti fram hendurnar og sneri
lófunum upp:
— Svona bar hann mig eins og ég
væri smákrakki.
Og síðan tautaði hún fyrir munni
sér:
— Haun gerði ekki einu sinni svo
mikið, að hann kysstí mig. Ég bjóst
við, að hann færi að kyssa mig. En
nei, það gerði hann ekki.
Aheyrendur á bekkjunum ókyrrð-
ust. Dómarinn brosti. Sækjandinn
setti hönd fyrir munn sér til þess
að leyna því, að hann hló. Verjandi
brosti breitt og opinskátt, búlduleit-
ur og stórskorinn. Sakbomingurinn
sat óbifanlegur og þungbúinn. Hann
bafði ekki augun af stúlkunni, sem
stóð þama skammt frá honum, dökk-
hærð og grannvaxin í svörtum föt-
um.
— Kaupið yðar var látið í spari-
sjóð smátt og smátt?
— Já, það er rétt.
Sækjandi stóð á fætur og sagði
fremur kæruleysislega og eins og út
í bláinn:
— Nei, eiginlega hef ég ekki um
neitt að spyrja. Málið er alveg aug-
ljóst. Sannanirnar lagðar fram. Stúlk
an var lokuð inni í þrjú ár. Það er
ekki leyfilegt að loka fólk inni í
einkafangelsi hér á landi. Þetta var
reglulegt þrælahald eins og stúlk-
an segir.
Dómarinn sló í borðið.
— Segið mér, ungfrú . . . Þekkt-
uð þór sakbominginn nokkuð, áður
en hann hitti yður og talaði við yður
á þjóðveginum?
— Mjög lítið. Hann kom til bæjar-
ins í verksmiðjuna einu sinni á miss-
iri. Ég aðgreindi ull í birgðaskemm-
unni. Hann talaði þá við mig um
veðrið og þess háttar. Ég mætti hon-
um nokkrum sinnum, þegar óg var
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
859