Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Side 7

Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Side 7
>--v\v-^yvr'v^-<. v ""V:" :■ ' .;> : •'.;:::-y ^ ! Teigur í Vopnafirði, Ijósmynd af felkningu eftir Barböru Árnason. Ung að árum var ég send í fóstur 5ð Krossavík. Þar bjuggu þá hjónin örgen Sigfússon oddviti og Margrét (íunnarsdóttir, föðursystir Gunnars Skálds Gunnarssonar. Mamma lét öldoir krakkana stafa í röklkrinu, og Jtrossavik var menningarheimili, þar Sem ég lærði margt gott. En í skóla rr ég aðeins einn vetur. Það var unglingaskólann á Vopnafirði. Þeg- ar ég var rúmlega tvítug, veiktist ég gnögglega og var næstum dauð. Upp úr þvi missti ég minnið, svo að ég mundi efcld nema með höppum og tólöppum, hvað ég var gömul. Við pessi velkindi átti ég lengi að stríða, (inz það kom í Ijós, að þau stöfuðu áf áfalli, sem ég hafði fengið á þarnsaldri. Þá var ég skorin upp og Íagaðist. 17. maí árið 1917 flutti ég með Valdimar Jóhannessyni inn að Bruna Jivammi. Það var innsti byggður bær í Vopnafirði á takmörkum fimm Iheiða. Þaðan var tveggja tíma gang- ur til næstu bæja, — enginn sími, ekkert rafmagn, bílar enn ekki komn ír. Eini maturinn, sem ég hafði með inn eftir, voru mjölpokar og kæfa 1 trogi. En svo fóru æmar að bera, gg þá fengum við lambaleifarnar: Ég gat soðið ábrystir. Á hvítasunn- Unni fundum við álftaregg. Sá var þó munurinn á mér og Höllu í Heiðarhvammi, að ekkeit bamið hafði ég f eftirdragi. Jarð næði var ekki að fá niðri í sveitinni, og auk þess vildum við gjarna vera út af fyrir okkur. Því tókum við heiðarbýlið á leigu. Við höfðum ekki tfma til þess að gifta okkur fyrr en um haustið. — Þið hafið sem sagt búið saman upp á sunnlenzku um sumarið? — Ja, það var nú kannski aðal lega sagt um sjómennina, sem komu í verið á Vopnafirði. Með þeim komu lagskonur þeirra af ýmsu tagi og unnu sumar við fiskþvott fyrir verzl anirnar. En ég þekkti mig betur inni í heiðinni. Bærinn í Brunahvammi var torfbær, en þiljaður. Við höfðum loftbaðstofu, og undir henni var lítii, þiljuð gestastofa en annars moldar- gólf í bænum. — Var gestkvæmt í heiðinni? — Já, nú komu allir, sem áður höfðu farið um Vesturárdal niður í byggð, hina leiðina og gistu í Bruna hvammi. Það var styttri leið og hag kvæmari fyrir þá, sem komu af Möðrudalsöræfum, Hólsfjöllum og úr Jökuldalsheiðinni og af Jökuldalnum. Leiðin um Vesturárdal lagðist niður. Sumir dvöldust fleiri nætur en eina. Veðrið og árnar skömmtuðu mönn um áframhald. — Þetta hefur aukið erfiði hús freyjunnar, var það ekki? — Mi-kil ósköp, það þurfti alltaf að vera til eitthvað hreint á rúmin og eitthvað gott með kaffi. Borgun var sjaldan nefnd, enn sjaldnar þeg in. — En fannst þér ekki gaman að fá gesti? — Ja, kannski var það ekki síður hann bóndi minn, segir Guðfinna hlýlega. Hann var gestaglaðlur mað- ur, hann bóndi minn. Enda var hann hálfbróðir Einars eldra Sæmund sens, skógarvarðarins glaðlynda. En þú mátt ekki skrifa svo um mig og mitt starf, að þess sé ekki getið, að bóndi minn lét mig aldrei skorta neitt, hvorki til hnífs né skeiðar. Hann var einstakur aðdráttarmaðu-r. — Bjugguð þið lengi í heiðinni? — f fimm ár. Síðan fluttumst við niður í sveit og bjuggum lengst á Teigi í Vopnafirði. Fyrst sem leigu- liðar, en svo gátum við keypt jörð ina. Öll börnin okkar fengu að alast upp heima. Hún segir þetta þannig, að ég finn, að hún hefur orðið að leggja talsvert á sig til þess að koma hópn- um upp. — Voru þau mörg? — Níu. Framhald á 862. síðu. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 847

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.