Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Síða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Síða 8
GÆFAN OG VIZKAN Einu sinni voru gæfan og vizkan úti á göngu. Þá fóru þær að tala um, hvort væri eftirsóknarverðara að hijóta í vöggugjöf, vizku eða gæfu. Vizkan hélt því auðvitað fram, að. sá væri bezt settur, sem væri vitur, en gænn áleit, að auðna réði úrslit- um. „Þá skaitu ganga í lið með þessum feita, heimska pilti, sem plægir akur sinn þama fyrir handan,“ sagði gæf- an. Og þetta gerði vizkan. AMt í einu hætti manngarmurinn að plægja og sagði við drenginn, sem með honum var, að hann væri nú sjálfur orðinn svo gáfaður, að hann hefði vit á öllum sköpuðum hlutum. Ætlaði hann því að steinhætta að plægja, það væri allt of auvirðilegt starf fyrir sig. Drengurinn leit upp stórum augum og starði á manninn, sem lót plóginn eiga sig og gekk hröðum skrefum heimleiðis. Hann var fljótur að skipta um föt og hélt eíðan sparibúinn út á þjóðveginn á leið til borgarinnar. Þar ætlaði hann að afla sér fjár og frama með vizku sinni. Á leiðinni ákvað hann, að hann skyldi verða úrsmiður. En enginn skyldi ætla, að hann léti sér nægja að læra bara hjá einhverjum ómerki- legum úrsmið. Nei — þegar hann Ibom til borgarinnar, fór hann beint tii hirðúrsmiðsins og spurði, hvort hann gæti ekki fengið að læra hjá honum, fyrst sér hefði nú allt í einu - dottið í hug að verða úrsmiður. Meistarinn skyldi verða ánægður með hann. „Nei, það get ég ekkert átt við,“ sagði hirðúrsmiðurinn. „Þú hefur svo Múrar hendur, og svo sé ég á þér, að þú étur eins og hákur. En mað- urinn talaði svo lengi og vel sínu máli, að hirðúrsmiðurinn hét að lok- um að taka við honum, ef hann borg- aði hundrað dali fyrir kennsluna. „Ja, en þá vil ég líka fá herbergi út af fyrir mig til þess að vinna í.“ „Nei,“ sagði úrsmiðurinn, „það færð þú ekki.“ Það varð þá svo að vera að hann starfaði á vinnustofunni ásamt öðr- um drengjum og sveinum. Hið fyrsta, sem nýi nemandinn átti að gera, var að fægja skífu á turn- kluiktku, því að hann hafði svo klúrar hendur, að það var helzt hægt að fela honum þetta starf. Hann leysti þetta mjög vel af hendi og einnlg alt annað, sem honum var falið að gera, svo að meistarinn varð harð- ánægður með hann. Dag nokkurn gerði kóngurinn orð fyrir hirðúrsmiðinn og krafðist þess, að hann smíðaði handa honum klukku, sem væri þannig gerð, að hún gæti af sjálfsdáðum hoppað á borðinu hring eftir hring, og þegar kóngurinn segði: „Hér situr kóngur- inn,“ átti hún að staðnæmast fyrir framan hann og slá. Þessu veiki átti hirðúrsmiðurinn að hafa lokið fyrir ákveðinn tíma, annars yrði honum sagt upp starfi sínu. Það gagnaði ekkert, þótt úrsmiðurinn bæri sig illa og segðist vera vonlaus um að geta gert þetta. Því, sem kóngurinn hafði sagt, varð ekki breytt. Þegar hirðúrsmiðurinn kom heim, spurði hann sveina sína, elnkum þá, sem mikið höfðu ferðazt erlendis, hvort þeir hefðu nokkurn tíma séð svona Mukku eða heyrt um hana tal- að. En þelr neituðu þvi En nýi nem- andinn, sem alis ekM hafði verið spurður, sagðist vel treysta sér til þess að smíða svona Múkku. En aíl- ir hæddust að tilboöi hans. Næsta dag, þegar meistarinn kvartaði yfir vandræðum sínum við sveinana, þá endurtók nýi nemandinn það, ao hann gæti áreiðanlega smíðað svona klukku, en það var bara gert gys að honum fyrir. Daginn etítir, þegar hann kom inn til meistarans til þéss að skiia vinnu sinni og sá hann sltja I öngum sinum, þá báuðst pilturinn í þriðja sMpti tll þess að smíða Mukkuna handa kónginum. En jafn- framt krafðist hann þess að fá her- bergi út af fyrir sig. Þá leyfði meistarinn honum að gera tilraun, og sérherbergi fékk hann líka. Þegar hann hafði unnið að þessu langan tíma, kom meistar- inn eitt sinn inn tll hans til þess að athuga, hvemig gengi. „Hérna getið þér séð teikninguna, meistari. Hún er tilbúin, og nú fer ég að smíða.“ „Látum okkur sjá," sagði hirðúr- smiðurinn og setti upp gieraugun. „Já, lítið bara í kringum yður,“ sagði pilturinn. Og það gerði meistarinn. En hvort sem honum varð litið á stoðir, veggi, loft eða góif, blöstu alls staðar við hinar fáránlegustu teikningar. „Humm,“ sagði hlrðúhsmiðurinn. „Það er dálagleg sjó« að sjá þetta.“ Og svo hélt hann leiðar sinnar. Mlánuði seinna kom hann aftur til að lita eftir. „Já, lítið bara á,“ sagði nemand- inn við meistarann. „Nú er ég bú- inn að smíða alla hlutina í þessa undursamlegu Mukku. Svo er bara eftir að setja þetta saman, og þá er klubkan fullgerð." Síðan sýndi hann honum aUa smíð- isgripina. Þeir voru fjarskalega skrítnir. Hvað ætli verði úr þessu? hugsaði hirðúrsmiðurinn. En hann sagði ekM neitt, bara kinkaði kolli og gekk burt. Nokkru seinna kom hann enn, og í þetta Skipti kom nemandinn á móti honum og sagði: „Jæja, vill nú meistarinn líta á? Nú er þetta allt klappað og Márj: og klukkan fullgerð. Eigum við nú ekM að prófa hana?“ „Jú, það skulum við gera,“ sagði meistarinn og settist við endann á borðinu. Svo var klukkan sett upp á borð, og þar tók hún að hoppa hring eftir hring eins og kóngurinn hafði kraf- izt og endaði með því að slá beint fyrir framan meistarann, sem lék hans hátlgn og sagði: „Hér situr kóngurinn.“ Meistarinn varð himinglaður, og Mukkan varð að leika listir sínaf mörgum sinnum sveinunum til mik- illar ánægju. Á ákveðnum degi fór hirðúrsmið- urinn með klukkuna á fund konungs, og nemandinn með honum. Klukkan var prófuð í viðurvist altrar hirðar- innar, og hún lék sitt hlutverlk eins og til var ætlaZt. Kóngurfnn var8 bæði glaður og undrandi. Ilann spurði meistarann, hvers vegna hann hefði verið svo tregur tll þess að taka verkið að sér, þar s&m hanp, hefði verið fær um að leysa það al hendi. Og þá sagði meistarlnn, hverri- ig i öllu lá, að það hefði véfið þessi nemandi, en eMd hann sjálfur, sem smíðað hafði Mukkuna. Þegar kóng- ur heyrði þetta, sagði hann, að fyrst pilturinn hefði getað smíðað þessa Mukku, væri sjálfsagt, að hann fengí sveinsréttindi. En hirðúrsmiðurinn var nú ekM nógu ánægður með það. Pilturiim átti enn eftir tvö námsár, en kannsM færi hann strax frá meist- ara sínum, þegar hann væri orðinn sveinn. En þá gaf kóngurínn hirðúr- smiðnum hundrað dali, og svo fékk pilturinn sveinsréttindi. Kóngurinn átti dóttur, sem alls ekki fékkst til þess að tala. Hann harmaði þetta mjög og hafði látið þau boð út ganga, að hver sem gæti fengið dóttur hans til þess að tala, skyldi fá hana fyrir konu og kori* ungsríkið með. En hver, sem reyndl iþetta árangursðaust, skyldi hljótá hýðingu. Menn streymdu nú til hallarinnar úr öllum átttim, og meðal þeirra, sem langaði til að freista gæfunna#, Prnmhald i 8iÍ. aíðo. 848 T t H I N N — 8UNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.