Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Qupperneq 9

Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Qupperneq 9
 Aðalgatan á Siglufirði á fyrstu síld veiSiárunum séð frá höfninni. Mörg húsanna, sem sjást á myndinni, standa þar enn. En kirkjan er horfin. Þetta sumar var þurrviðrasamt, veðursæld og sólfar mikið og síld- veiði með bezta móti. Þannig hefur piinningin um sumarið 1914 geymzt í hugum margra Siglfirðinga. Skil- yrði til síldveiða úti fyrir firðinum voru þannig hin hepplegustu, en engu að síður lá norski síldarflotinn ihér í höfn um hverja helgi, og var þá mannþröng mikil hér á Aðalgöt- ttnni og róstusamt víða í kauptún- inu, því að norsku síldarsjómennirn Ír drukku þétt og margir þeirra til í tuskið. Þegar fast land var undir fótum, var þeim einkarlaus höndin í þá daga: Slagsmál þeirra í milli var daglegur viðburður. Þetta var allmislitur lýður. Margir prúðir og siðsamir menn, er gengu á land í dökkbláum sevjotsfötum íneð viðeigandi kaskeiti á höfði og fóru hvarvetna með friði. Svo voru ^ðrir miður snyrtilegir, Þrömmuðu úm á klossum eða tréskóstígvélum, klæddir bláum nankinsgallanum og Fyrri grein með pottlokið aftur á hnakka og létu ófriðlega, tuggðu skro og drukku súrsaft í pottatali og Slógust af lífs- og sálarkröftum. Aðalumferðaræð kauptúnsins var Aðalgatan, þessi fræga moldargata, þar sem menn vaða eðjuna upp í ökla í rigningum og moldrykið þyrlast hátt í loft upp í þurrkatíð. Þangað stefndi fjöldinn í landlegum. Þar voru verzlanirnar, þar voru ölstof- urnar, þar hittust menn að máli og þar urðu menn vinir eða óvinir. Og þá var slegizt hraustlega, ef út af bar. Símfregnir voru að berast þetta sumar um ófriðarhættu. Því nær eng- ir trúðu þessum orðrómi. Menn álitu að minsta kosti, að stríðið yrði mjög staðbundið og óralangt suður í Evrópu. Orðið heimsstyrjöld var þá óþekkt hugtak — heimsstyrjöld hafði þá aldrei verið háð. Fjarlægðir voru enn miklar og hugsunarhátturinn því staðbundnari. Það, sem einkum var áþreifanlegt í sambandið við hugs anlegt stríð, var það, að kolaverð tók að hækka og farmgjöld. Það var því eitthvað hæft í þessu, sem hinar stuttorðu og stopulu símfregnir voru jið klifa á um stríðshættu. En þetta var sumar hinnar miklu veðurblíðu, og dýrð hins norðlenzka sumars er mikil og stríð virtist fjarlægur mögu- leiki. Það var sí’ldveiðin og sumar- annirnar, er áttu hug kvenna og karla, og mikið var kverkað og salt- að, þegar síldin barst að. Og í land- legum var jafnan gleðskapur miki'll. Eitt og annað bar hér til tíðinda eins og jafnan á síldarvertíðum. Það var á þessu sumri, að gufuskipið „Úranía“ brann við Bakkevigs- bryggju og skipverjum láðist að gera sofandi kokkinum viðvart, og lét hann þar líf sitt. Flest snerist um sílnina. Vinnu- brögðin höfðu furðulítið breytzt síð an á fyrstu síldarárunum eftir alda- mótin. Þó var farið að kverka úr kössum, í stað þess að bogra við síld arbinginn á sjálfu planinu, og krydd un á síld var hafin. Fjórar bræðslur höfðu risið hér upp á síðustu missirum, og mörg síldarplönin höfðu verið stækkuð. En á þessum árum hestvagna og hand- vagfra var það sem fyrr mannshönd in, er bar þunga stritsins, og allar vonir manna um góða sumarafkomu og langa vinnu byggðust á mikilli síldveiði. Draumar flestra um fé í aðra hönd hófust og enduðu á þessari alkunnu setningu: „Det kommer an paa silla, far“ Það var hinn silfraði fiskur, er allt valt á. Það var ekki unnt að ganga langan spöl í hinum norska sildar bæ og hlusta á tal manna, án þess að heyra þessa gamalkunnu setningu hljóma af vörum manna: „Det komm er an paa silla, far!“ Staðurinn hafði á sér ósvikinn blæ síldarversins og hins skjóttekna skot silfurs, ef heppnin var með, og hið öra líf og ryskingar í landlegum bar því glöggt vitni, að hér var slag- æð þess lífs, er síldveiðinni fylgdi. Við getum reynt að gera okkur ör- litla hugmynd um landlegukvöldin hér í firðinum við upphaf fyrra heimsstríðs. Við freistum þess — þó í fullri vitund um það, hve erfitt er fyrir nútímamenn að fram kalla skýrt hinn rétta hugblæ þess ara tíma — að fáta hugann reika aftur í móðu þessara daga, þegar hin ærslafullu bernskuár gengu yfir síldarbæinn Siglufjörð með því ólg andi lífi og þeim skarkala og látum, sem lengi hafa verið í minnum höfð. Við skulum fyrst líta út á sjóinn. Það er laugardagskvöjd í lok júlí mánaðar. Norski síldarflotinn er í höfn. Skipin liggja við bryggjur og fyrir festum úti á höfninni. Sunnan frá Leirum og út undir Selvíkina er óslitin, margföld röð af skipum. Þau eru glampandi af nýrri málningu, hvítri eða svartri, eða það stirnir á fernisborinn furubyrðingurinn. I I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 849

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.