Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Síða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Síða 10
Skipin eru af ýmsum stærðuip- Þarna eru gufuskip, vélskip, skonn ortur, mörg segiskip og stórir, svart ir barkar, sem eru fljótandi síldar stöðvar, ennfremur slúppar. Nyrzt í höfninni, vestur af Selvíkinni, liggja margar biksvartar, vélalausar, fær- eyskar skakskútur. Þær eru ósköp veðurbarðar og máðar og fátæklegar og minna á þá einangrun, sem Fær eyingar áttu þá við að búa. Það er vani Færeyinga að varpa akkerum þarna út frá. Geri logn hér inni í firðinum eftir helgina, þá verða þeir að róa lífbátnum og draga skútuna sína út, þar til þeir fá nægan vind í seglin. Vélar í skakskútum þekktust þá varla meðal Færeyinga. Skúturn ar velta letilega þarna út frá og inn fjarðaraldan leikur sér hvítbrydduð suður með Staðarhólsfjörunni. Kvöldið er milt, nær heiðskirt, ein staka sólglituð ský hér og þar hátt í lofti. Og það bjarmar til hafsins. Hinar hrottallegu, sæbröttu, Nes skriður eru svipaðar gagnsærri reykjarmóðu fá þurrkofunum Evang ersverksmiðju austan fjarðarins, og kvöldsólin slær logagylltum bjarma á skriðurnar, er sýnast umvafðar mýkt og hlýleika. Hlíðar og tindar Staðarhólsfjalls loga í aftanskininu. Litbrigðin á tindunum eru síkvik í gullinni og roðamengaðri litadyrð, sem endurspeglast á sjónum suður. á Leirunum. Tær sumarbirtan málar siglfirzk fjöllin fegurstu litum. Flestir léttbátar skipanna í nöfn inni stefna til lands. Þeim er róið að bryggjunum, hlöðnum áhöfnum síldarskipanna, og skipsmenn stefna upp á Aðalgötuna, þar sem þúsimd imar safnast saman og mannhafið ólgar á landlegukvöldum. Flóti Norðmanna var þá rúm tvö hundruð skip og að auki vann hér margt Norðmanna — • verkafólk, verkstjór- ar, beykjar og síldarstúlkur, því að skortur var á æfðu verkafólki heima fyrir. Hér var og talsverður fjöldi ís lenzkra skipa og fáein skip frá öðr im þjóðum. Manngrúinn í þessu ikjótvaxna kauptúna var því æði- mikill, einkum sökum þess að Norð menn lágu í höfn um helgar, þótt veður og veiðihorfur væru með bezta móti á síldarmiðunum úti fyrir firð inum Þótt Siglufjörður stækkaði hratt á þessum árum, þá var kauptúnið þess vanmegnugt að veita viðtöku þeim þúsundum, er leituðu á land á slík- um dögum, og flestar stofnanir, er slíkir síldarbæir þurfa að hafa, til dæmis gistihús, rúmgóða veitinga sali sjómannaheimili og sjúkrahús, vantaði hér með öllu. í þessu gamla, fámenna hákarlaþorpi voru eðlilega engar þess háttar stofnanir til og flest bar vitni um hið skyndilega landnám, er hófst, þegar Jldveiðin byrjaði, skömmu eftir aldamótin. í norskum blöðum var Siglufirði lýst sem „fiskernes Eldorado," og frá sagnir þeirra af drykkjulátum og ryskingum voru í flestum tilvikum sannar. Hér var skortur á skemmti stöðum á landlegukvöldum. „Siglufjords Biographtheater" var þá í smíðum, og þar voru mörg böll síðar meir. Svipað var um leikfimi hús barnaskólans, þegar það komst undir þak. En 1914 voru hér aðeins nokkrar litlar ölkrár, og hinn mikli skari sjómanna og síldarfólks varð því að leika listir sínar á Aðalgöt unni, í brökkunum, á síldarplön unum eða á skipsfjöl. Oft var slegið upp balli á einhverju síldarplaninu, því að í hverju skipi var einhver harmonikkusnillingur, sem settist þá á bryggjustaur og lét „trekkspilið“ glymja. Eg inni í hin um litlu og þröngu ölstofum sátu skeggjaðir sjómenn og þjóruðu súr saft eða brennivín og tuggðu skro- tóbak. Vi3 bregðum okkur eitt and artak inn í eina ölstofuna. Hér er lágt undir loft, meðalmaður getur seilzt upp í loftbitana. Veggir stof unnar eru panelþiljaðir, og fjalargólf ið er ómálað — lítil borð og stólar meðfram veggjunum. Stofan er þétt setin, og sjómennirnir hafa skotið kaskeitum sínum aftur á hnakkann. Þeir eru flestir, þó ekki allir, klædd ir þokkalegum, dökkum sevjotsfötum, en fótabúnaðurinn er yfirleitt kloss ar eða tréstígvél. Umræðuefnin eru hin sömu án upphafs eða endis: Síld in, kvenfólkið og súrsaftin. í einu horni stofunnar er spýtubakkinn, — þetta ómissandi húsgagn herramanna þeirra tíma. Það má nærri geta hvort hinir skrotyggjandi ölstofugestir hafi ætíð gefið sér tíma til þess að hitta endilega í bakkann þarna 1 horninu, þegar þeir sendu skvettu af móbrúnni skrosósu í áttina þang- að, enda eru gólf og þiljur í kring um spýtubakkann „innsmurt með spytt“ eins og Norðmennirnir orða það. ^ Þefurinn í ölstofunni er undarleg blanda af tuggðu skrotóbaki, stybbu af Carvet-Blad-reyktóbaki, stybbu og eim af deigum sjóklæðnaði, að viðbættri ilman af „súrsaftinni,“ en svo nefndist ódýrt tunnurauðvín, sem þá var mikið drukkið. Það, sem menn tyggja, er mellemskro og löðr- andi smalskro frá Agustínusi eða Óbel eða plötutóbak. eitursterkt og mikið notað. Þarna er skrafað og rifizt og hleg ið og sagt frá aflabrögðum og hafð ar uppi getgátur um það, hvar sé von um enn meiri veiði. Menn segja hver öðrum frá heppni sinni eða óheppni í skiptum vð hina hvikulu síld, og hetjusögur eru látnar fjúka með, þegar líða tekur á kvöldið. Menn gerast háværir, einn fer að berja hnefanum í borðið, og glösin dansa. Loftið í ölstofunni fyllist óhuganlegri spennu. „Fan i hel vete,“ heyrist sagt — einhverjir eru orðnir ósáttir. „Takk sjebne!“ er svarað, og í sömu andrá spretta tveir menn á fætur. Borð og stólar velta, glös brotna, og kjaftshöggin ganga á víxl þeirra í milli. Aðrir ölstofugest ir rísa á fætur og reyna að miðla mál um, og það skiptir engum togum: í næstu andrá logar ölstofan í slags málum. Við og fleiri flýjum ölstof una og þræðum okkur leið gegnum manngrúann á Aðalgötunni. Víða er háreysti, óp og stimpingar óg smá hópar eiga í áflogum hér og þar á götunni eða inni í húsasundum beggja megin hennar. Á grasbalan um, er þá var á milli íbúðarhúsa þeirra Guðmundar Hallgrímssonar héraðslæknis og Sörens Goos verk smiðjueiganda, er mikill mannfjöldi saman kominn, eða réttara sagt: þarna eru ótal hópar Norðmanna, sem allir eru í æðisgengnum slags málum. Við göngum suður grasbalann. Við sjáum, að hinn aldraði hreppstjóri, Hafliði Guðmundsson, er kominn inn í miðja þvöguna til þess að stilla til friðar. Ef hreppstjórinn getur ekki sefað áflogaseggina, þá er það á fárra færi. Þetta segja allir. Við dveljumst þarna góða stund, og okkur ofbjóða ólætin. Kyrrð kemst á, þar sem hreppstjórinn hefur náð tali af mönnum, og Hafliði lyftir borðalögðu kaskeitinu, tekur upp hvítan vasaklút, þurrkar svitann af enninu og hann segir: „Það er stórart að, hvað Norðmennirnir geta slegizt." Hann á margt ógert í kvöld, þarf víða að tala við menn og stilla til friðar. Hann gengur ótrauður að næstu þvögu til þess að sefa hina órólegu landlegusjómenn. En Hafliða er ætíð jafnvel við Norðmennina á hverju sem gengur, og norskir reiðarar sýndu hug sinn til hans, þegar þeir reistu honum fagran minnisvarða fyrir framan hús hans að honum látnum. Og nú yfirgefum við grasbalann og förum út á Aðal götuna. Við undrumst þann mannfjölda, sem gatan rúmar. í öllum verzlun um við þessa götu er blindös og verzlað allt kvöldið og fram á nótt. Lokunartími sölubúða um síldartím ann var í þá daga hér í firðinum, einhvern tíma eftir miðnætti. Flest ar verzlanir voru krambúðir, og vöru birgðir yfirgengilega fjölbreyttar. Það má segja, að krambúðirn- ar hafi haft til sölu flest á milli himins og jarð- ar. Þar var ótrúlega margt vegið, mælt og talið, því að verzlun var verzlun, og þar varð allt að fást, sem með þurfti. Þar fór allt jöfnum hönd 850 I I V) I N N SUNNUDAUSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.