Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Side 12

Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Side 12
Gamalt mylluhjól vió færeyska byggð. * k v . Vestmannasund er á milli Vogeyj ar og Straumeyjar. Við ókum niður bratta sneiðinga að Fútakietti, þar sem til skamms tíma var ferjustað ur. Nafn sitt dregur staðurinn af því, að þar hefur fógetinn tekið ferju og stigið á land, er hann var á ferðum miili eyjanna. En nú er kominn ak vegur norður með sundinu að Eyrar ÖNNUR GREIN gjá. Þaðan er mun styttra til Vest mannahafnar á Straumey, sem er ferjustaðurinn handan sundsins. Það er vert að hyggja snöggvast að Eyrargjá, djúpu og löngu gili i fjall inu, áður en við stígum á skipsfjöl. Athygli þeirra, sem til Færeyja koma, munu fijótt beinast að hvítfyssandi ám og lækjum, sem steypast niður snarbrattar flúðir, án þess að hafa megnað að grafa sér neinn teljandi farveg, En það stingur í stúf við þessi fossaföll á flúðunum að sjá líka hér og þar langar og þröngar gjár, oftast þráðbeinar eða því sem næst, ristar djúpt í fjöllin, stundum án þess að um þær renni vatn. Sú er skýring jarðfræðinga, að þetta sé bergsprungur, þó mjög misgamlar. Hafa sumar þeirra endur fyrir löngu verið fylltar bergtegundum, er vatn og vindar hafa sorfið og eytt sökum þess, að þær voru mýkri og viðnáms minni en veggirnir, sem luktust að þeim. Aðrar hafa aldrei fyllzt nemá hvað iausaskurmsl hefur safnazt á botn þeirra, enda má sums staðar i sjávarhömrum sjá glufur, sem ná ofan frá efstu ups og í sjó niður, Þessar sérkennilegu, færeysku gjáf hafa verið taldar á áttunda hundrað á uppdrætti herforingjaráðsin$ danska, sumar stuttar og sviplitlar, aðrar mjög langar og djúpar og myrk ar. Það er fljótfarið á ferjunni yfir sundið. Vestmannahöfn er mikill ait hafnarbær við allstóran, fótlaga vog. sem gengur inn í Straumey vestan verða. Ekkert byggðarlag á Straumey er jafnfjölmennt, nema Þórshöfn, Þarna er útgerð mikil og fiskiðnaður, enda er þar bezt höfn í öllum Fær- eyjum. En þó að Vestmannahöfn sé fyrst og fremst fiskimannabær, er þar FÖR einnig nokkur landbúskapur. Eæktuð slægjulönd teygja sig langt upp eft- ir brekkunum ofan við bæinn og alveg fram á bjargbrún norðan við vog inn. Færeyingar guldu mikið afhroð á stríðsárunum og misstu slíkan fjölda skipa og manna, að sumar sjálfra stríðsþjóðanna urðu ekki harðar úti. Meðal þess, sem reyndist þeim ærið áhættusamt, voru fiskflutningar frá íslandi til Englands, er þeir stund uðu mjög um skeið. Þær fórnir, sem Vestmannahöfn hlaut að færa. voru ósmáar. Þegar styrjaldarbrjálæðið dundi yf ir, voru þar sjö skip, en eitt vat eftir í stríðslok. Þótt sárt væri að missa skipin, var hitt þó enn sár ara, að með sumum þeirra fórst margt manna. En það var ekki einungis, að skip in væru í háska á hafinu. Þjóðverjar gerðu líka loftárásir á færeyska hafn arbæi og skipalegur, og í september mánuði 1941 var loftárás gerð á Vest mannahöfn, þótt ekki hlytist raann tjón af. Svo víða var fórnarlamba leitað, að þessi friðsæli, færeyski bær við Vestmannasund var leitaður uppi og hafður að skotmarki. Það er margt, sem þykir sæma í hernaði, og finnast þess enn dæmin, er sprengju regnið dynur á sveitaþorpunum í Viet Nam. Eitt er af því, sem vert er að drepa • á, er raforkuverið í Vest mannahöfn, sem miðlar stórum hluta eyjanna ijósi og varma. Ár eru ekki vatnsmiklar í Færeyjum, enda erú vatnasvæði þeirra yfirleitt lítil. En fallhæð er víða mikil. Til þess að nýtá það vatn til orkuvinnslu, er til sjáv ar fellur í Vestmannahöfn, varð að 652 TllUINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.