Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Blaðsíða 17
píað gegnum puntstrá. Þetta eru sem sagt mestu híalínsstúlkur, leikandi listir, sem mýflugum einum eru ætl andi. Uppi á fjallinu fyrir botni Kald- baksfjarðar eru hvassar fjallseggjar og sunnan undir þeim djúpar hvilftir. Þar heitir Mannfallsdalur, og herma gamlar sagnir, að þar hafi verið háð mannskæð orrusta. Þegar dómkirkj- an á biskupssetrinu i Kirkjubæ var í smíðum, lagði biskupmn þunga skatta og kvaðir á bændur. Gerðu þeir, sem bjuggu um sunnanverðar Færeyjar, að lokum uppreisn, en norðanmenn veittu biskupi lið. Drógu báðir aðilar saman her manns og laust sveitunum saman i Mannfalls dal, þar sem sunnanmenn lutu í lægra haldi að því sinni. Mjörkadalur er litlu sunnar, beint niður undan Sandfelli, þar sem rat sjárhlemmarnir gnæfa. Þar er lang ur og lágur skáli með grænu torf þaki rétt við veginn. Þetta er fylgi fé ratsjárstöðvarinnar, bækistöð danskrar liðsveitar. Þarna blasa við í hásuðri svonefnd Steðjafjöll. Norðan við þau er ekið eftir hrygg, sem út af hallar til beggja átta — austur til Kaldbaks fjarðar og vestur til Vogafjarðar og Hestsfjarðar. Sé numið staðar og vik ið lítið eitt frá veginum, sést niður í litla byggð í kreppu hárra fjalla skammt ofan við sjóinn. Þetta er Nyrðridalur — einþriggja smábyggða á sæbrattri vesturströnd Straumeyjar á miilii Leyna og Velbastaðar. Óvand aður slóði var ruddur af þjóðvegin um niður í þessa byggð. En ekki sýndist mér hann fær nema traustum ökutækjum og eitthvað keimlíkur leiðinni úr Gilsfirðinum upp á Steina dalsheiði, þótt ekki sé hann meðfram gill, svo að ég nefni eitthvað, sem allmargir lesendur blaðsins munu kannast við. Nú fara fjöllin heldur lækkandi. Landið er gróið að miklu leyti, og allvíða má sjá fáeinar gæsir kjagandi í brekkum og höllum við veginn. Þetta eru aligæsir, sem farið hefur verið með í sumargöngu upp á há lendið, svo að þær troði ekki og bíti heimalöndin, sem hvarvetna eru af skornum skammti. Þegar haustar að, sækja eigendurnir gæsir sínar á fjallið og færa þær til byggða. Sauð fé bregður einnig fyrir, og það er eftirtektarvert, hve margt af því er flekkótt og höttótt eða einhvern veg inn skræpótt. Það mun öllu smærra en sauðfé hér á landi, og er það sjálfsagt afleiðing þess, hve mjög það yerður að bjarga sér á útigangi. Slægjulönd eru svo lítil og öli rækt un torveld, að ekki er unnt að afl$ heyja handa mörgu fé. Færeyingar eiga því um það tvennt að velja — að leggja sauðfjárbúskaplnn að mestu niður eða treysta 6 *vetrarbeitina. En Færeyskt sauðfé í haganum að vorlagl. sú umbót hefur verið gerð, að hús hafa .verið reist handa fénu til þess að liggja við á vetrum. Fyrr meir voru engin skýli til handa því, og varð þá oft fellir, ef hart var í ári, líkt og hérlendis. Það var tekið að halla degi, er við ókum niður með Húsareyni, hæðarkúpu ofan við Þórshöfn. Höf uðstaður Færeyja blasti við, og ein hver fór að raula Sunnukvöld á plantasjunni, færeyskt lag, sem alloft hefur heyrzt í útvarpinu hér. Hér var sem sé „plantasjan" dimmgrænn barrviðarlundur, á aðra hönd. Við vorum komnir á leiðarenda. Þarna beið Þórshöfn okkar, vinalegur bær, sem óðum er að taka stakka- skiptum. Hér ríkti sýnilega önn: Hús i smíð- um í úthverfunum, bifreiðar á götun- um, skip við brj'ggjur og á siglingu úti á Nólseyjarfirði. Dagar hins hæg- streyma lífs í Færeyjum eru taldir. Og bráðym þurrkast margt út af því, er gaf landi og þjóð sérkennileg- an svip. En vonandi verða Færey- ingar þó á verði og láta ekki flaum tímans tortíma þjóðlegum erfðum, er samlagazt geta hinum nýju lífs- háttum. Telknlng af færeyskrl rétt með grjótgörðuni tll aðhalds vlð Innrekstur. 857 T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.