Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Page 18

Tíminn Sunnudagsblað - 19.09.1965, Page 18
Arthur Omre Bannsettur klárínn Konan leit gremjulega í kringum sig 1 salnum, laut höfði. Hún var lágróma og mjóróma. — Hærra, hrópaði dómarinn. Hún leit snöggt á hann, skelfd í bragði. Dökkir, hrokknir lokkarnir hreyfðust. Þeir glitruðu í sólar- geislanum, sem féli skáhallt inn um háan, bogadreginn glugga. Frú nokkur á fjórða bekk laut að sessunaut sínum, slátrara bæjar- ins, og hvíslaði: — Manneskjan er bara lagleg. Slátrarinn lyfti hendinni, bar hana fyrir munn sér Og hvíslaði á móti: — Já, sakborningurinn er nú held- ur ekki sem verstur — af karlmanni að vera. Frúin renndi augunum til manns- ins, er sat hreyfingarlaus í sakborn- ingastúkunni. Hún kinkaði kolli til samþykkis og siðan hélt hún áfram að hlusta á skýringar stúlkunnar. — Jæja, ja, ég kom sem sagt frá bænum. Eg var þreytt og settist á vegarbrúnina til þess að hvíla mig. Það var nákvæmlega þar, sem skóg- urinn byrjar, alveg við vegamótin. Þá kom Bóas gangandi, langt á eftir hestinum og vagninum . . . Nú leit unga konan allt í einu upp. skelfd á svip. — Hesturinm, hrópaði hún. — Hvað er það með hestinn? spurðidómarinn. — Ó, hesturinn. Já, þessi foli vill hvergi vera nema heima. Nú er hann búinn að vera hjá Murphy í heilan mánuð. Ég er handviss um, að hann er alveg óður. — Hestinum líður sjálfsagt vel hjá Murphy. Haldið þér það ekki, Murp- hy? Ungfrúin getur verið róleg vegna hestsins. Ekki satt, Murphy? Stórvaxinn maður á fimmta bekk reis á fæfcur.sótrauður af bræði. — Yðar hágöfgi, herra dómari, sagði hann með þrumandi rödd. Ég vona. að allir hér í kring um mig geti borið vitni um, að ég kann að fara með hesta. -Hestinum líður eins vel og honum getur liðið. Hann fær hreyfingu við léttan akstur fimm eða sex tíma daglega, og hann fær betra fóður en hann hefur fengið hingað til. Það þori ég að veðja um, hverju sem vera skal, jafnvel heilli viskí- flösku. En svo heimskan klár hef ég aldrei fyir þekkt. Hann setur aft- urfætuma beint upp í loftið, strax og hann sér mig og hneggjar og hrín eins og asni. Hann eys og prjón- ar. Og aldrei hef ég( þó svo mikið sem danglað í drógina’ Unga konan rak upp óp. — Þama getið þið séð og heyrt, folinn kvelst af heimþrá. — Hestinum líður vel, sagði dóm- arinn. — Gerið svo vel að halda áfram. Það er ekki um hestinn, sem þér þurfið að tala. Nú, Bóas kom gangandi — sem sagt. Áfram nú . . . — Já, hann kom gangandi á eftir hestinum .. — Ég vil ekki heyra eitt orð um hestinn framar, kallaði dómarinn. — Nei, en . . . Jæja Bóas kom gang andi, nam staðar og horfði á mig. Ég bað hann að fara leiðar sinnar og sfcanda ekki þama glápandi. En þá fór hann að tala og sinntí engu því, sem ég sagði. Hann sagðist þurfa á hjálp að halda á heimili sínu, þama upp frá. Hann kvaðst einmitt vera á ferð þeirra erinda að útyega sér kvenmannshjálp. Svo hefði hann hitt mig, og ég gæti vel verið -hjá honum. Já, og svo fór ég með hon- um, því að ég var bæði þreytt og svöng, og ég hugsaði sem svo, að ég gæti vel verið þarna upp frá hjá honum í nokkra daga. — Ég átti þá engan vísan samastað að fara í, bættí hún við í hálfum hljóðum. Síðan stóð hún kyrr og horfði nið- ur fyrir sig. — Gerið svo vel að halda áfram, sagði dómarinn. — Já, já, jæja . . . Ég var þarna heilan mánuð. Það var gott að vera þar, en einmanalegt. Og svo sagðist ég ekki vilja vera þar lengur. Ég vildi fara aftur til bæjarins. En ég fékk ekki leyfi til þess að fara. Hann hólt mér þar í þrjú ár. — Já, það gerði hann. — Með valdi eða hvað? — Já, með valdi. — Hvernig gat það átt sér stað? Ekki hefur hann getað gætt yðar stöðugt? — Hann missti sjaldan sjónar af mér. Þegar einhver kom, lokaði hann mig inni í bólstruðu herbergi uppi á lofti. Hann hafði útbúið svona fóðr- að herbergi til þess að loka mig inni í því. Það komu sjaldan gestír þama upp eftír, og hamn bauð þeim aldrei inn í húsið. Hann sá til fólks löngu áður en það kom, og hundurinn gelti líka, áður en við sáum til gesta, og hesturinn hneggjaði líka í hvert ein- asfca skiptl. Þessi hesfcur ... — Ég vll ekfci heyra eitt orð um hestinn meira, æpti dómarinn og barði með hamrinum í borðð, svo að áheyrendur kipptust við í sætunum. — Nei, nei, en . . . Jæja, Bóas lokaði mig inni, þegar hann fór í aðdráttarferðir, og það gerði hann einu sinni í hverjum mánuð. Það voru fimmtán kílómetrar í gegnum skóginn. — Ég svaf líka þarna uppi á hverri nótfcu. — Var hann ruddalegur? Barði hann yður? — Nei, nei, hann var mér góður, en ég var samt ambátt. Sækjandi hripaði í ákafa athuga- semdir á spássíur sínar. — Þurftuð þér að vinna mikið? — Nei, ég hreinsaði húsið, þvoði þvotta og matreiddi. Hitt annaðist hann sjálfur — hirti skepnumar. Hann hugsaði vel um þær, einkum hestinn. Hann var nærri því eins og maður. Já, . . . — Hún laut höfði ofurlítið og bætti við í hálfurn hljóð- um: — Á kvöldin sátum við stundum úti á tröppunum eða inni í stofunni. Hann las hátt fyrir mig eða lék á gítar. — Hum, einmitt það. Leikur hann á gítar? Dálítill kliður heyrðist frá áheyr- endabekkjunum. Fólkið hreyfði sig, sumir litu við og brostu. — Já, já, hann gerir það vel. Það var svo fallegt, sem hann spilaði, og hann las líka fallegar sögur. Ég sat oft ög einatt hálfgrátandi — það var svo fallegt, sem hann var að lesa. Og eins var það, þegar hann lók á gítarinn. Og hesturinn bæði brosti og hló, þegar Bóas spilaði. — Hló hesturinn? — Já, það er heilagur sannleikur Hann bretti upp flipanum og lyfti höfðinu, þegar hann spilaði eitthvað, sem honum þótti gaman að. Og svo fór hann að rugga sér til og stíga dansspor. En stundum stríddi Bóas hestinum og spilaði eitthvað, sem honum féil illa, og þá jós hann og prjónaði og sló með afturfótunum og var fjúkandi reiður. Nú heyrðist þrumandi rödd frá fimmta bekfc: — Ja, það veit sá, sem allt veit, að þessu get ég vel trúað. — Afsakið, Murphy, ef þér sparið yður ekM þessar athugasemdir, þá er ekki óhugsandi, að hinn sterki frændi yðar, sem stendur þama við dymar í einkennisbúningi, verði neyddur til að hjálpa yður út úr saln- um. Ég vek í síðasta skipti athygli á, að þetta er réttarsalur, en ekki hesta- markaður. Það fer að verða hrossa- lykt hér inni. Murphy reis upp af fimmta bekk, gekfc eldrauður af reiði til dyra og hrópaði af öllum kröftum — og þeir votu ekkert smáræði: — Herra, dómari! Þessu ligg ég ekki undir. Þetta °er I fyrsta sinn, 858 T f B I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.