Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Blaðsíða 6
I una, þjóðernið og rétt til að vera sj álfstæð þjóð. Glúm kvað hann hafa tapað virðingu sinni, er hann gaf spjótið og feldinn bláa, eftir að hann sór tvíræðan eíð í hofinu í Djúpadal, og um einkagripina, er þjóðin ætti, væru orð Vigfúsar á Vors enn í gildi: „Meðaa þú átt gripina, vænti ég að þú týnir ekki virðingu, en þá er ég hræddur um, ef þú lógar þeim.“ . Þó væri hættan mest, ef það ætti fyrir þjóðinni að liggja, að sverja tvíræðan eið um þau mál, er hana varðaði mestu, og gefa einkagripi sína að því loknu. Sumarið 1908 var óvenjulega sól- ríkt og hagstætt, en mér finnst, að sunnudagsmorgunninn 16. ágúst hafi verið fegurstur allra morgna sumars- ins. Það var dúnalogn og sól í heiði. Faðir minn var árla á fótum, feað mig að sækja hesta til erðar og bauð mér jafnframt að veröa sér samferða að Ljósavatni um daginn. Mér hafði eigi áður boðizt á stjórnmálafund og fannst til um boð- ið. Hestarnir voru auðfundnir og auðteknir, og við feðgarnir lögðum af stað heiman um dagmálin 'eða aðeins litlu siðar. Leiðin lá yfir Fljótsheiði, 'um brýrnar á Skjálf- andafljóti og upp Ljósavatnsmóa. Það er hæg tveggja klukkustundaferð á hesti. Ég reið átján vetra gömlum hesti, er talinn var eign móður minn- ar, einum atkvæðamesta gæðingi hér- aðsins, er jafnan hafði meira ráðið í okfear skiptum, ef honum sýndist svo, en var svo vitur, að hann hafði alltaf kunnað skil á því, hvað hann mátti bjóða mér, og var ég því í mikilii þakkarskuld við hann. Faðir minn reið ungum hesti, rauðkinnuð- um eins Kinnskær Gull-Þóris, dótt- ursyni gamla gæðingsins, góð- gengum hesti, en óstýrilátum og ráð- ríkum, svo að aldrei tófest að temja hann, nema að því leyti, að hann var aldrei með óspektir í fylgd með gamla gæðingnum, afa sínum. Mér er eigi minnisstæð ferðin lengra en yfir FJjótsheiði, en af þeim hluta leiðarinnar hef ég tvenns að minnast. Annað er útsýnið til suðurs og austurs af háheiðinni. Ég var þama margkunnugur smali, en þvílíkrar birtu til fjallanna í suðri og austri hafði ég aldrei fyrr notið. Lengst í fjarska sá til Bárðartungu í gló- andi sólskini, t>g sem snöggvast brá Herðubreið fyrir milli fj alla og yfir fjallahringinn. En umfram alt voru það þó litbrigði heíðarinn- ar, er nú bar fyrstu einkenni haustsins, og svo litbrigði og formauðgi fjallanna umhverfis Mý- vatn og á ofanverðri Eeýkjaheiði, er töfruðu mig ómálgan. Hitt, sem mér er minnisstætt, var nágranni okkar, er kom á veg okkar, sfeammt fyrir ofán heiðarbrúnina yf- ir Einarsstöðum. Hann virtist hafa margt að tala við föður minn um sambandslagafrumvaxpið eða uppkast ið, eins og það var oftast kallað. Hann lýsti yfir andstöðu sinni við uppkastið og færði ýmislegt til, en flest var það kunnugt úr blöðum uppkastsandstæðnga. En bezt lét honum að gera gabb að sambýlis- manni sínum, er hann sagði viður- kenna, að margt mætti að uppkast- inu finna, en þó yrðu menm að vera með því vegna þess, að annars væri einskis kostur. Einhvem veginn fannst mér þessi samferðamaður ekki eins sterkur í sannfæringu sinni og hann lét, en eigi var ég viss um, hvort hann var að leita eftir nýrri sannfæringu hjá föður mínum eða hann var að deila á hann fyrir af- stöðu hans og hefði sambýlismann sinn í blóra, því að vissulega var afstaða föður míns til málsins ekki fjarri hans afstöðu. Þegar að Ljósavatni kom, var þar enn fátt fundarmanna fyrir, en víða sá til hópa, er þangað stefndu, sumra • fámennra, annarra fjölmennra. Þama að Ljósavatni hvarf faðir minn á vit þeirra, er undirbjuggu fundinn, en ég fór einn sér, horfði eftir mann- ferðum og hlustaði á mál þeirra, er komnir voru. Þegar margt manna var komið, heyrði ég á tal tveggja, er söknuðu þess, að Mývetninga vantaði enn á fundinn, og tóku síðan að snúa þeim söknuði sínum í ljóð- mæli: Enginn kemur ofan úr Sveit, allir heima bíða, tiggjar hugsa um töðureit og temprast við að ríða. Mér fannst kveðskapurinn ganga treglega, og þetta væri aumasti aft- urfótaburður, og af því að ég þekkti mennina ekki, og var þar á ofan reynsluminni en nú, trúði ég því, að það hlytu að vera utanhéraðsmenn, er þannig þnoðuðu vísu saman. Rétt í sama mund og vísan komst saman, sást jóreykur mikill sunnan og neðan Ljósavatnsmóanna, og varð brátt ljóst, að þar fóru Mývetningar og höfðu farið gamla heiðarveginn niður hjá Amdísarstöðum. Þeir tóku af hestum sínum við rétt utan tún- Igirðingar, slepptu þeim í hrossa- hópinn, er var í geymslu eftirlits- manna neðan við túnið. Síðan gengu þeir í hóp heim á staðinn. Það vakti eftirtekt, að fremst gekk ung stúíka í reiðbuxum og stuttum jakka, og þótti sumum sá búningur furðulegur. Meðan þess var beðið, að fundur yrði settur, var ýmisiegs til getið, hverjir mundu einfeum koma fram á fundinum og hvernig lið mundi skipast milli fylgismanna og and- stæðinga frumvarpsins. Það þótti fyr- irfram lMegt, jafnvel sjáifsagt, að Steingrúnur Jónsson sýslumaður, er verið hafði í millilandanefndinni, er frumvarpið samdi, mundi verða frum mælandi í sambandsmálinu, og einnig mundu ræður flytja frambjóðeniurn- ir, Pétur Jónsson á Gautlöndum, er verið hafði þingmaður héraðsins í fjórtán ár og nú bauð sig enn fram sem fylgismaðux frumvarpsins, og Sigurður Jónsson á Arnarvatni, sem bauð sig fram sem andstæðingur þess. Um Pétur var samt ekki margt talað. Hann þekktu allir héraðsmenn. Hann hafði frá bernsku sinni þótt sjálfsagður forystumaður, fyrst í sveit sinni, síðar í héraðinu öllu, og var um þessar mundir eflaust valdameiri og áhrifameiri en nokkur héraðshöfðingi hafði áður ver- ið í Suður-Þingeyjarsýslu, var í senn formaður og framkvæmdastjóri kaupfélagsins og kaUaður til úr- lausna í hverju því máli, er vand- ráðið þótti. Eigi var vald hans og áhrif fólgið í yfirborðsmiklum höfð- ingjabrag, heldur var hann manna alþýðlegastur. Eigi þótti hann heldur svo málsnjall eða ritsnjall sem vms- ir héraðsmenn aðrir, en hann var öruggur til úrræða og framkvæmda, drengskaparmaður í öllum skiptum og einlægur í málfærslu og störfum. Engum andstæðingi hans í sambands- málinu kom til hugar að saka haon um nokkra óeinlægni í fylgi sínu við málið, né að hann fylgdi því af öðru en eigin sannfæringu, byggðri á sjálfs hans athugun og vandlegri um- hugsun. Um hinn frambjóðandann var fleira talað. Menn gerðu ráð íyr- ir, að meira mundi á hann reyna á fundinum og þótti forvitnilegt, hvernig hann dygði, og gerði þó enginn ráð fyrir því, að hann yrði sér eða málstað sínum til vanza, því að almennt var á hann Iitið sem lik- legastan mann til forystu hinna yngri manna í héraðinu. En það fundu andstæðingar hans honum til for- áttu nú, að hann skyldi gefa sig í vonlaust framboð, meðan þess væri enn kostur að njóta nágranna hans, Péturs, sem forystumanns heima í héraði og fulltrúa héraðsbúa á al- þingi. Einnig heyrðist það fært hon- um til ámælis, að hann nyti stuðn- ings aðalkeppinautar kaupfélagsins, Stefáns kaupmanns Guðjohnsens. Nú þótti það tíðindum sæta, að Guð- johnsen var mættur þarna á fund- inum. Hvísluðu frumvarpssinnar því á milli sín, hver öðrum til brýn- ingar, að hann hefði látið þau orð falla, að þótt meirihluti atkvæða hér- aðsbúa kynni að verða með frum- varpinu, mundi það eigi verða meiri hluiti himia vitrari og gáfaðri maruia, er á þá sveifina snerist. Það var líka kunnugt orðið, að ýmsir þeir menn, er litið var upp til sem gáfumanna héraðsins, voru andstæðingar frumvarpsins. Svo var 870 T í M l N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.