Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Blaðsíða 20
ósjálfrátt og endanlegt svar spen- dýrafræðinga, sem þeir leituðu til, — „Það er ómögulegt, ómögulegt, segi ég ykkur,“ sagði einn sérfræð- ingur í dýralífi Himalayafjalla. „Snjó maðurinn er auðvitað runninn frá rauða birninum. Og hvort sem væri er engin leið að taka alvarlega neitt af því, sem þið sjáið, því að þegar komið er yfir 12000 feta hæð, verða allir dálítið bilaðir og byrja að sjá sýnir.“ — Þannig talaði þessi kunni dýrafræðingur. Rétt er að víkja að gagnrökunum eins og þau birtast í frásögn Stornos. Þau eru náttúrlega framur túlkun á skoðana, heldur en vísinda- leg rök. ^að er að vísu rétt, að skyn- færi mann sljóvgast, þegar komið er í mikla hæð, en ekki er hugsanlegt, að myndavél Shiptons hefði „séð sýn- ir,“ þegar hann tók myndir af förunum, sem hann sá. Því er hins vegar ekki að neita, að sum hinna einstöku spora líkjast sporum bjarna. Rauði björninn svokallaði er skyldur skógarbirninum, sem lifir í Evrópu (Ursus arctos), sömuleiðis sýrlenzka birninum, sem stundum var látinn dansa í fjölleikahúsum, þ. e. honum var kennt að standa á afturfótunum og vagga sér. Fyrir rokkrum árum sýndu rúss- jieskir fjöllistamenn i London. Eitt atriði var sýning tveggja bjarna. Og dr. Osmann Hill, sem áhuga hefur á „yeti“ fór í fjölleikahúsið til þess að athuga birnina. Hann sá, að birnirnir drógu afturfæturna, þegar þeir gengu upprétt- ir. Þegar tekið er tillit til skyldleika þessara bjarna og rauða bjarnarins, hljóta líkurnar fyrir því, að hin frægu fótspor séu eftir rauða björninn að minnka — nema unnt sé að sýna og sanna, að hann geti gengið langar vegalengdir á tveim fótum, án þess að draga fæturna, svo að greinileg skil verði milli fótsporanna Sé hins vegar gert ráð fyrir, að sporin séu ekki eftir tvífætta veru, heldur fjórfætta, þýðir það, að dýrið stigi með afturfótunum nákvæmlega ofan í spor framfótanna. Þá kemur þetta til greina: Afturfætur fjór- fætlinga alla ekki nákvæmlega í spor framfóta nema um ung dýr sé að ræða. Á fótsporum fullorðinna dýra má ávallt graina, að afturfætur falla ekki nákvæmlega i spor framfóta. Á öllum Ijósmyndum, sem teknar hafa verið af slóð „snjómanna" er hins vegar ekki unnt að sjá annað en að um ein fótspor sé að ræða, sem sýnir, að annaðhvort eru fótsporin eftir unga birni, — eða, að ekki eftir björn. Nú eru tuttugu ár liðin siðan Sir John Hunt sagði fyrst frá sporun- um í Himalayafjölium Og ætti það að vera nægur tími til þess að fá S84 myndir af bjarnarsporum. Ekki er nægjanlegt, að fá myndir af einstök- um bjarnarsporum og sýna, að þau lkist þeim, sem eignuð hafa verið „yeti“. Myndir af slóðum ungra og gamalla bjarna, og slóðir og för í alls konar snjó, ættu fljótlega að skera úr um, hvort hér sé um bjarnar spor að ræða. Fjöldi bjarna lifir í Bandaríkjunum, ^ sem skyldir eru Ursus arctos. Ómögulegt er ann- að en myndir hafi verið teknar af sporum þessara bjarna. Hafa gagn- rýnendur kenningarinnar um „yeti“ einhvern tíma reynt að verða sér úti um slíkar myndir? Þá er að snúa sér að kenningunni um, að hér sé um apa að ræða. (Sennopithecus entellus). Tveir ap- ar koma til greina. Stuttnefja api, stór og þung skepna, lifir í Tíbet og Vestur-Kína. Hann er í skógum háfjallanna og hefur þykkan feld, sem verður þéttari á vetrum. Hann lifir og hærra uppi og á kald- ari svæðum en nokkur annar api. Himalaya-apinn kemur einnig til greina, en þar sem hann er náskyld- ur apanum, sem áður er sagt frá, verður hér ekki fjallað um hvorn um sig, heldur um apa-kenninguna yfirleitt. Kenningin um, að hér sé um apa að ræða, hlýtur óhjákvæmilega að verða fyrir sömu gagnrýni og bjarn- ar-kenningin: Það hlýtur að vera unnt að útvega Ijósmyndir af við- komandi öpum. Ein rannsóknartil- raun hefur verið gerð af Illustrated London News í samráði við dýragarðinn í London Ljósmyndir voru teknar og plastmót gerð af sporum bjarnar og apa (Sennopithecus entellus). För þess- ara tveggja dýrategunda eru bæði lík og ólík, þótt ef til vill í smáu sé, förum þeim, sem Shipton tók myndir af. Apasporin virtust þó mun líklegri, og ef til vill hefur það verið ástæðan til þess, að brezka náttúrugripasafnið sá ástæðu til að setja upp sýningu, sem. sýndi sér- staklega, hvers vegna það hallaðist þá að apa-kenningunni. Það svarar ef til vill kostnaði að athuga svarið, sem „Himalayasér- fræðingurinn gaf Stonor: „Það er ómögulegt." Þetta svar átti, að því er virðist, að taka af skarið um að i Himalayafjöllum gæti verið til stórt dýr, sem vísindamenn þekktu ekki. Og er þá rétt að minnast þess, að mjög svipaðar athugasemdir komu fram, þegar sögur um górill- una tóku að berast til vestrænna vís- indamanna Rökin gegn því, að „yeti' sé óþekkt skepna má draga saman í eftirfarandi: 1. sporin eru eftir björn. 2. sporin ru eftir apa 3. sporin eru ímyndun. Svo lengi, sem sérfræðingar lýsa því yfir, að „yeti“ sé á engan hátt óvenjulegur, verður að láta þriðju tilgátuna fylgja, ef sporin koma ekki nákvæmlega heim við spor (1) bjarn- ar eða (2) apa. „Hið ómögulega" fær dálítið einkennilegan hljóm, þegar þess er gætt, að þrjár nýjar undir- deildir sjimpansa fundust fyrir nokkrum árum í Afríku. Það verður enn einkennilegra, þegar menn hafa það í huga, á hve takmörkuðum svæðum hinir stóru mannapar lifa. Árið 1956 kom enn eitt framlag til málsins. Það var grein, sem birt- ist 1 „Indian Geographical Journal." Þar var skýrt frá því, að í febrúar árið 1953 hefði sézt „mi-te,“ sem kom í námunda við tjaldbúðir á Tag Tsangpo í um 4500 metra hæð. Hafði dýrið ýmist verið á fjórum fót- um eða á afturfótunum einum. Fót- sporin, sem það skildi eftir í hörð- um sandi, voru ellefu þumlunga löng og 5 þumlunga breið. Og þótt fimm tær sæjust í förunum eftir afturfæt- urna, sáust ekki för nema eftir fjór- ar í sporunum eftir framfæturna. Fyrsti veiki hlekkurinn í þessari frásögn er sá, að allir birnir hafa fimm tær á framfótum. Alltaf er sá möguleiki fyrir hendi, að ein tá komi ekki fram í sporum, en það er í hæsta máta óheppilegt, svo ekki sé meira sagt, að slóðin eftir „mi-te“ skuli ekki hafa sýnt nema fjórar tær. í öðru lagi: Hvað sem rauða bjöm- inn varðar, gengur skógarbjörninn ekki á tveimur fótum við venjulega hreyfingu áfram, sem gilda mun og um 'birni í Norður-Ameríku. Ef þessir birnir standa uppréttir á aft- urfótunum einum og ganga þannig, draga þeir fæturna. Og vissulega er fátt í lýsingunni á þessum förum, sem minnir á förin, sem Shipton tók myndir af. Fjórar tær sjást á myndum Shiptons, en þar eru engin merki um afturfót með fimm tám. — Einnig kemur fram í fullkomn- ustu lýsingu á förum „snjómanns," sem út hefur verið gefin, að aðeins er um fjórar tær að ræða. Þessi lýsing birtist í „Bulletin du Muséum d'Hist- orie naturelle París" árið 1955 og var eftir P. Bordet. Bordet var í tveim leiðöngrum franskra vísinda- og fjallgöngu- manna, sem gerðir voru út árið 1954 og 1955 til Makalu. Hann var land- fræðingur þessara leiðangra. 6. maí 1955 sneri hann til Katmandu til þess að rannsaka landfræðilega þann hluta Nepals. Daginn eftir fór hann frá tjaldbúðum í 5300 m hæð í fylgd burðarmanna og leiðsögumanns. 10. maí hittu þeir póstmann frá Jogbani. í fylgd neð honum var ungur mað- ur, því að póstmaðurinn var hrædd- ur við að vera einn á ferð vegna „yeti.“ Þeir sögðu frá því, að mikið hefði snjóað á leiðinni, og væri snjór- inn enn mjúkur. T í M 1 N N — SUNNUDAG5BLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.