Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Blaðsíða 15
Undir stokkastofunni eru kjallarar mikiir, og þar er myrkrastofa^ þai sem Færeyjabiskupar vistuðu fanga sjna. kendorf flýtti sér að láta hálshöggva hann, án þess að gefa honum kost á að áfrýja dóminum. Þessi atburður hafði tvennt í för með sér: Magnús Heinason varð þjóðhetja Færeyinga og Kristófer Valkendorf var steypt af stóli. Þar með fylgdi, að Magnúsi var veitt uppreisn æru. Færeyingar sýna gestum sjaldnast hin fornu virki á Skansatanga án þess að minnast Magnúsar Heinasonar með aðdáun. Viðhaldi virkjanna virðist hafa ver- ið ábótavant. En árið eftir Tyrkjarán- ið voru þau hresst við, og var þá meðal annars náð upp einni fallbyssu úr vikingaskipinu, sem sökk við Hval- bæ, og var hún síðanjengi í skansin- um á Skansatanga. í styrjöld Dana og Svía um miðbik seytjándu aldar var skansinn á Þinganesi einnig end- urreistur. En hans naut ekki við nema skamma hríð, því að sólkon- ungurinn franski, Loðvík XIV, hugs- aði Dönum þegjandi þörfina um þetta leyti. Árið 1677 gerðu frönsk herskip árás á Þórshöfn og jöfnuðu Þinganes- virkin við jörðu. En skansinn á Skansatanga varð langærri. Færey- ingum var gert að skyldu að halda honum við og leggja til flokk manna, sem þar skyldi hafa setu undir stjórn danskra foringja. Öld fram af öld hafðist þar við dálítil sveit manna, oft við næsta þröngan kost, og var þessari kvöð ekki létt af fyrr en írið 1900. Voru þá í skansinum tuttugu og fjórir menn, sem gegndu þar þjón- ustu. En þó að hermennirnir kærðu oft og mörgum sinnum kjör sín, virðast for- ingjar liðsins hafa notið lífsins eftir föngum. Svo hefur það að minnsta kosti litið til, skáldið, sem orti þessar vísur: Her so mangur hövuðsmaður fyllta mjaðarkannu tömdi, var í ungum kvinnum glaður á tann hátt, sum honum sömdi. Gekk tí fölin mong ein kvinna, fostur undir hjarta bar hon. Lætt var faðirin at finna, púta hövuðsmannsins var hon. Börnini tey doypti prestur, bannaði so teirra móður. Hövuðsmaðurinn stóð reystur og var eins og áður góður. Ekki er þess getið, að herflokkur- inn í skansinum á Skansatanga hafi unnið mikil afrek, enda hefur þess sennilega ekki verið að vænta. Sumar- ið 1808 reyndi þó á þolrifin. Þá kom enskt skip til Þórshafnar, og fóru sextán menn úr skansinum út í það. En þeir voru allir teknir hönd- um, jafnótt og þeir stigu á skipsfjöl. Síðan mönnuðu Englendingar báta og gengu á land með fanga sína í broddi fylkingar. Gaf þá foringi iiðsins upp allar varnir, án þess að hleypa a£ nokkru skoti, og gengu Englendingar í virkið, drógu niður danska fánanji og hófu sinn fána á stöng í staðinn. Að því búnu gerðu þeir fallbyssurn- ar ónothæfar og kveiktu í húsunum. Átta dögum síðar kom þangað vík- ingur á öðru skipi ensku, von Homp- esch, sem jafnan er kallaður brillu- maðurinn í Færeyjum. Var þá ekkert viðnám veitt, og rændi þessi gestur öllum fjármunum verzlunarinnar og kirkjunnar í Þórshöfn. Síðan sigldi hann til íslands og rændi tugum þús- unda ríkisdala í Reykjavík og gerði spell í nærsveitum. Er ránið hér kennt við Gilpin, skipstjórann á vík- ingaskipinu. Skansinn kom því að litlu haldi, er á reyndi. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 87S

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.