Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1965, Blaðsíða 10
CHRISTOFFER APELAND, — sendur íil íslands til starfa meðal norskra sjómanna. sízt orðum auknar. í einni slíkri frásögn var sagt: „Sumir fiskimenn okkar og sjó- menn haga sér svo ofsalega ósið- lega um síldveiðitimann, að það er sorglegt að kynna sér ástand þeirra.“ Espeland kynntist lífinu hér ræki- lega þetta sumar, og þau kynni ollu íþví, að hann strengdi þess heit að koma hér upp myndarlegu sjómanna- heimili, er í væri samkomusalur, les- stofa, veitingastofa og að minnsta kosti tvær sjúkrastofur. Hann leitaði strax fyrir sér um heppilega húslóð og fékk nokkur tilboð, en það varð úr, að hann keypti lóð ofarlega við Aðalgötuna, neðan Álalækjarins. Hann hóf þegar að leita eftir fjár- framlögum á meðal norskra athafna- SJUR ESPELAND — maSurinn, sem kom upp norska sjó- mannaheimiliríu í Siglufirði. manna og skipstjóra hér í firðin- um og fékk strax þrjú þúsund krón- ur á samskotalistann, sem var álitleg- ur skildingur í þá daga. Þegar Espe- land kom heim til Noregs, hóf hann að safna meira fé, og að tveimur mánuðum liðnum frá heimkomunni lagði hann fram lista með alls sex þúsund króna framlögum og tilboð frá Haugasundi, er hljóðaði upp á fimm þúsund krónur fyrir efni í hú> ið. Þetta þótti stjórn heimatrúboðsins vel af sér vikið og ótrúlegt þrek- virki, því að þeir úti í Noregi höfðu haft litla trú á, að hugmynd hans gæti orðið veruleiki, þótt Espeland fengi fullt umboð til þess að hrinda byggingarmáli þessu í framkvæmd. Efnið í húsið var afhent tilsniðið í Haugasundi í júlí árið eftir, en þ£ um vorið hafði grunnurinn verið steyptur og gengið frá undirstöðum. Sem tákn þess, að þetta héimili skyldi starfrækt til þess að vinna gegn ofdrykkju og siðleysi, var brennivíns- flaska grafin niður í grunn hússins. Og vissulega átti þetta heimili niik- inn þátt í að bæta drykkjusiði hér, er frá leið. Húsið var svo reist sum- arið 1915, og 12. september fór vígsla þess hátíðlega fram. Á vígsludaginn voru veitingar bornar fram handa fimm hundruð sjómönnum, er létu 1 ljós innilega hrifningu yfir þessum nýja samastað. Egersunds Fayanse- fabrikk gaf heimilinu eitt hundrað bollápör, og ýmsir aðrir færðu þvi og gjafir. Norska sjómannaheimilið varð strax einkar vinsæl stofnun, og starf- ræksla þess varð til mikillar blessun- ar fyrir sjómennina. Þótt heimilið hefði aðeins yfir að ráða tveimur sjúkrastofum, kom það í góðar þarf- ir, bæði fyrir norska og íslenzka sjo- menn, er fengu þar athvarf, ef slys eða veikindi bar að höndum. Þetta var eina stofnunin þér í firðinum, er gat veitt sjúkum mönnum að- hlynningu, þar eð hér komst ekki upp sjúkrahús fyrr en síðla árs 1928. Stofnun þessi átti oft við mikla fjai' hagsörðuleika að stríða, og um tíina horfði svo, að starfsemi hennar legð- ist niður. En norskir reiðarar skipstjórar sannfærðust fljótt um, a® starfsemi þessi mætti með engu m»J falla niður, og það varð föst venj J, að skipstjórar afhentu heimilin1 ot urlitla fjárhæð árlega, um leið oS skipin „klareruðu“ hér fynr heim- förina í vertíðarlok. Hitt er ekki síður athygiisvert, að stofnun þessi varð athvarf mórg hundruð sjómanna á sumri hveiJu — samastaður, þar sem þei-' Sulu komið og hlýtt á kristilegar ræ°’ ur um helgar, vitjað bréfa, ritað br° sín, lesið blöð og bækur, styct -s_er stundir við samræður og fangið odjr- ar veitingar. Hún stuðlaði að betra siðferði, drykkjulæti og slagsmál urðu fátíðari, og þótt Norðmannasiagu yrði hór ætíð öðru hverju eftir ® heimilið tók til starfa, þá fór s l um látum linnandi ár frá ári fra‘u að síðustu styrjöld. Að lokum voi hinir tápmiklu, snyrtilegu, . nors<,_ sjómenn orðnir mestu friðsem ■,armenn hér í firðinum, aliolímr* slagsmálagörpum þeim, er fjölllú11" ir voru hér á fyrstu síldveiðia. t' um. í síðari heimsstyrjöldinni tók f>r ir samgöngur milli Noregs og íslau ’ og í fimm ár lá starfsemi heimi ' ins niðri. En að stríð loknu U menntu Norðmenn hingað sumar 1945, og hófst þá starfrœkslan nýju. Norska slómannahelmillS á Slglufiröl. 874 T I M 1 N N SUNNUDAGSBLA®

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.