Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Page 3

Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Page 3
 SíSK&I'K'kJííííSsí fUljSjlM NhYT- í náttúrugripasöfnum ýmsum eru til mestu kynjadýr, og mega íslendingar minnast lamba með sex eða átta fætur og kálfa með tvö höfuð. í safninu í Sundsvall er frægt dýr af þessu tagi — héri að framan en fugl að aftan. Einu sinni var því trúað, að það væri afsprengi héra og þiðurs. En svo óskyld dýr geta samt ekki eignazt afkvæmi. undarleg afkvæmi. Þiðrar og orrar eru einhverjir nafntoguðustu biðlar meðal fugla. Ástarsöngvar þiðursins eru alkunnir í Svíþjóð og Noregi, og orrinn gerist harla ófriðlátur og heyr marga orrustuna. í hita slíkra daga getur það komið fyrir, að karlfuglar af þessu kyni gefi sig að óskyldum hænum, og spretta stundum af þyí Orrarnir tryllast bókstaflega um það leyti, sem fuglarnir para sig. Þeir berjast upp á líf og dauða, og það er jafnvel unnt að ginna þá til þess að maka sig með stoppuðum hænum. Flækist þiðurhæna á þær slóðir, þar sem orrarnir heyja ástarleiki sína, get- ur af þvi hlotizt slys. Þiður og orri eru svo náskyldir fuglar, að þeir geta átt afkvæmi saman. Ávöxturinn verður af- brigðilegur fugl. í Rumskulia í Smálandi er varð- veittur einn undarlegasti fugl Syí- þjóðar. Að jafnaði eru kynblending- arnir ófrjóir — þó ekki ævinlega. Fuglinn í Rumskulla er afkvæmi orrablendings og þiðurhænu. í ríkissafninu í Stokkhólmi er fugi, sem er sérlega dapurlegur álitum. Hann líkist hænu, en stélið á honum lafir. Þetta er afkvæmi orra og venjulegrar varphænu, sem villtist inn í skóg, á fund kynóðra orra. Það er óþekkt, að skjór og kráka eða svölutegundir fæði af sér slík afkvæmi. En hænsfuglarnir eru ná- skyldir. Það hefur komið fyrir, að orrar hafi átt afkvæmi með rjúpum af fleiri en einni tegund. Kynhvöt dýra í búrum brenglast oft. Páfugl, sem ólst upp í dýragarði inn an um skjaldbökur, steig alla ævi í vænginn við skjaldbökur, en hirti hvorki um dýr né fugla af öðru kyni. T t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 27

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.