Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Side 8

Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Side 8
stuðJa að því, að þeir, sem Jífi halda, fái notið þess. Fólk verður að aumingjum, ef það hreyfir sig ekki. — Getur hreyfing verið lækning við gigtarkvillum? — Hún er Jjað í mörgum tilvik- um, en það er nokkuð einstaklings- bundið. Til dæmis, ef maður hefur hreyfingarhindrun í lið, þá er ým- ist, að honum er ráðlagt að hreyfa liðinn eða honum bannað að hreyfa liðinn. Stundum er liður- inn jafnvel settur í gifs. Þetta er einnig misjafnt eftir þjóðum. Á Norðurlöndum er talið nauðsynlegt í sambandi við liðakvilla að hreyfa Jiðinn. Fólk er látið hreyfa hann aJJan daginn, lon og don. í sumum öðrum löndum er aftur á móti lögð áherzla á algert hreyfingar- leysi. Fólk er lagt inn á sjúkrahús, bundið um liðinn eða hann settur í gifs. Árangur er mjög líkur í báð- um tilvikum. — Hver mundi algengasti kvillinn hér á landi? — Það eru verkjakvillar í mjó- hrygg og herðum. Liðahlaup, vöðva- bólgur, þursabit og þar fram eftir götunum. Fólk reynir of lítið á hryggvöðvana, og mjóhrýggurinn, sem er viðkvæmasti hluti líkamans fyrir gigtarkvillum, þolir því enga verulega áreynslu, til dæmis miklar setur eða átak. KVEÐJA, send Benedikt frá Hofteigi Þig að mæra einsætt er, Austfirðingar snjallur, og reyna í Ijóði að þakka þér, þó að sértu ei aHur. Þú mátt bera höfuð hátt, Ilallgríms vænsti arfi, jókstu frægra feðra þátt fræða nýju starfi. Austfirzk Hulda um indælt vor þig eitt slnn fann í haga, iffðan urðu öll þín spor austfirzk smalasaga. Fagurstuðlað strengjaspil hún stiUti í gjgju hjá þér, sfðan alitaf af og til ómar berast frá þér. Hýreyg inn í sögusal, svo hún drenginn leiddi — Sækja konur hingað fremur en karlar? — Nei, alls ekki, þetta blandast í líkum hlutföllum. -— Kemur mikið af ungu fólki? — ískyggilega mikið þykir mér. Unga fólkið hreyfir sig ekki nægi- lega mikið, og afleiðingarnar eru ekki lengi að koma í Ijós. — Er mikil aðsókn? — Mjög mikil, en við getum allt- af bætt við. Það má alltaf finna smugu. Og ég held, að allir geti haft eitthvert gagn af þessu. Við skulum bara athuga eitt. Lækningin skiptir að vísu meginmáli, en sálræn hress- ing er einnig mikilvægt atriði, aukn ing á andlegri vellíðan. Hingað kem ur tíðum fólk, sem hefur lengi þjáðst af slæmum kvillum og feng- ið allskonar meðferð. Þetta fólk er oft langt niðri. Á stofunni hjá okkur ríkir glaðværð, að minnsta kosti reynum við að hafa það svo, og það er næstum því Lygilegt, hvað fólk getur lifnað við, orðið lífsgiað- ara á stofunni. Það er þetta, sem gefur starfinu mest gildi ,að mínu dómi. Niðurbrotnir menn, sem hafa glatað allri lífslöngun, koma nokkr um sinnum til meðferðar, og innan tíðar hafa þeir tekið gleði sína og gert sér ljóst, að gott skap og bjartsýni eru skæðustu óvinir gigt- arskrattans. jöm. og um margan dulardal í draumi og vöku seyddi. Þar í skóla varð þitt val, vel þú námið ræktir. Þú fékkst þar líka fullan mal, fleiri grasanægtir. Verka þinna víðlent svið vel það mátti sanna, að oft er þörf um þjóðlífs svið að þreyta, leita, kanna. Meðan tungan uppi er og einhver sagnagróður íslenzk fræði unna þér eins og barnið móður. Þú hefur margt úr þjóðarsál þýtt og fært í letur. Enginn skrifar íslenzkt mál eins og þú — eða betur. Skær þinn gáfnaeldur er, andans sjón og minni. Saga gamla þakkar þér þrálát ástakynni. Á fyrsta vetrardag 1966. Jónas A. Helgason, Hlið. í SEFANDA- BYGGÐINNI Einhvern veginn finnst okkur talsvert vanta á fullkomnun þess fugls, sem stéllaus er. Það eru kannski ýkjur að segja seföndin stéllausa, en stélið á henni er að minnsta kosti ósköp vesaldarlegt, og langt er bilið á milli hennar og páfuglsins í því efni. Dálítið er það líka ankannalegt, að hún e. engu betur til gangs fallin en kínverskar konur hér fyrr á tím- um á meðan fætur þeirra voru reyrðir í bernsku, svo að þeir yrðu nógu nettir. Þetta stafar þó ekki af því, að sefendur hafi fall- ið í þá freistni að misbjóða líkama sínum, enda eru fætur þeirra breiðir vel og þarflegustu þing á hinum votu vegum, er þeim eru kærastir. Hitt kemur til, að þeir eru vaxnir beint aftur úr búknum og þar með stuttir í hlutfalli við skrokkiengdina, og fyrir þær sak ir eru þeir ekki rétt góðir gang- limir. Nú kunna þeir, sem ekki þekkja sefönd, að gera sér í hugarlund, að þessi fugl sé heldur óglæsileg- ur. En það er nú öðru nær. Sef- öndin er verulega fallegur fugi, einkum á sumrin, þegar hún ger- ir okkur þann sóma að gista land okkar. Og einu sinni var það, að ungar meyjar (og raunar gamlar h'ka) tóku upp hártízku, sem í fljótu bragði hefði mátt virðast stæling á höfuðbúnaði sefandar- innar. Það var fyrir röskum þriðj- ungi aldar, þegar drengjakollur- inn svokallaði heillaði kvenþjóð- ina. Seföndin ber sem sé svarian koll á sumrin, Ijómandi snotra fjaðraihettu, og undir honum gullna og mógula skúfa, allt frá nefrótum og aftur um auga og hnakka. Þessir skúfar eru svo úr garði gerðir, að þá getur öndin ýft eða lagt niður að vild. Og ekki spillir, hvernig hún er eygð: Aug- un blóðrauð. Það væri snubbótt, ef fugl með slíkan höfuðbúnað væri bara myglugrár á belginn. Enda dett- ur seföndinni ekki í hug að láta sjá sig öðru vísi en prúðbúna að sumarlagi. Bakið er dökkt og háls inn að aftan, en viða Ijósgráir jaðr ar, líkt og kögur sé. En framan á hálsi og allt aftur á síður 32 1 f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.