Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Side 11
dal. Þeim mun síður vissi ég, að Jón, móðurbróðir
föður míns, sem hafði farið til Vesturheims, ásamt
Ólafi, bróður sínum, hafði kallað sig Jón Hrafndal,
þar sem afi hans var fæddur og uppalinn í Hrafnadal
en hann bar hans nafn, sem og faðir han, Jón í
Hvítuhlíð. Þau Bjarni og Sigríður höfðu átt sjö börn
saman, er öll náðu fullorðinsaldri. En ekkert þeirra
staðfestist í Hrafnadal. Þetta var mér barninu að sjálf-
sögðu lokuð bók, þótt nú sé mér ættfræðin kært
viðfangsefni.
Brátt var göngunni yfir holtið lokið og við blasti
torfbær í dimmgrænu túni. Þetta var Hrafnadalur.
Þó sá ég enga hrafna við bæinn.
Þegai ég kom að bænum í Hrafnadal, var mér vel
tekið og bóðið í baðstofu. Þar sátu á rúmum sínum
gömul hjón og tóku mig tali.
Þetta voru Þorsteinn Helgason og Helga Sigurðar-
dóttir. Þorsteinn var frá Gröf í Bitru, en Helga var
dóttir Sigurðar kirkjusmiðs á Hólmavík, Sigurðs-
sonar og Guðbjargar Helgadóttur. Var Helga hálf
systir Stefáns frá Hvítadal, hins þekkta skálds, sam-
feðra.
Þessi gömlu hjón voru einkar hlýleg við mig. En
ég tók eftir því þá strax, hve fastmælt þau voru og
kváðu aídráttarlaust að hverju orði, sem þau sögðu.
Spurðu þau mig frétta, og leysti ég úr því eftir'
föngum, en fann vel, hve fátt ég vissi. Meðal annars
spuvðu þau mig um bændur í Miðdölum, þar sem
ég hafði átt heima til níu ára aldurs, en þau kunnu
miklu betur skil á þeim en ég, því að þau þekktu
nafn hvers manns, að mér fannst, þar vestra. Furð-
aði ég mig á þessu og spurði, hvort þau hefðu búið
þar, en þau sögðu það ekki vera. En Þorsteinn
sagði, að handhægar væru markaskrárnar til þess að
vita nöfn nærsýslunga.
Fftir að ég hafði þegið góðgerðir og lokið erindi
mínu, kvaddi ég þessi góðu hjón, en Sigurður, son-
ur þeirra, bauðst til þess að fylgja mér áleiðis. Gerði
hann það og hófst þar vinátta okkar, en Sigurður
var einbver hinn stálminnugasti og greindasti maður,
sem ég hef kynnzt og vinfastastur.
Þetta varð í eina skiptið, sem ég kom í heimsókn
til þeirra Þorsteins og Helgu, enda áttu þau þá
skammt ólifað. Þorsteinn hafði, auk þess að vera góð-
ur búhöldur, verið járnsmiður, og voru þau hjón bæði
vel þekkt fyrir atorku og gestrisni. Þau bárust lítt
á, en bjuggu vel að sínu og komu upp stórum og
gervilegum barnahópi. Þau voru mjög samhent í líf-
inu og fylgdust að til síðustu stundar. Þorsteinn and-
aðist 19. október 1931 og stundaði Helga, kona hans,
hann í banalegunni, en lagðist síðan í rúm sitt og and-
aðist stuttu síðar,hinn 2. nóvember 1931. Urðu þau
samferða í eina gröf og var fjölmennt við útför
þeirra
Stefán í Hvítadal, bróður Helgu, orti um þau kvæðið
Fornar dyggðir, og vil ég gjarna setja hér þrjár vísur
úr því kvæði.
Með sólu dag hvern sífelld önn
á sumri hverju mætti,
og grasið féll sem gárótt hrönn,
þau gengu tvö að slætti.
Og húsfreyjunni hugþekkt var
að heiman engjaveginn,
um dagmál yngstu börnin bar
að baki sér á teiginn.
Þvi vegför manna iðju án
er ævireik á söndum,
en átak hvert er ævilán
í iðjumanna höndum.
Og þeim var starfið aldrei ok,
en örðugt þó á stundum.
Um heiðar frammi bylgjast brok
á breiðun flóasundum.
Þeim lýsti trú, unz lífi sléit,
og landsins fornu dyggðir.
Þau efndr. vel sín æskuheit
um ævilangar tryggðir.
Þau saman litu hinztu höf
og háan veðurklakka
— þau saman eina gistu gröf
f garðinum á Bakka.
Eftir fráfall þeirra Þorsteins og Helgu tóku fimm
börn þeirra við búi, Guðrún, er gift var Jóhannesi
Framhald á 46. síSu.
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
35