Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Page 12
HALLDÓR KILJAN LAXNESS
— slapp óbarinn frá sögulestri sínum
I samkomuhúsinu í Riverton vlð íslend-
Ingafljót.
SJANG KÆ-SÉK
— fastlega grunaður um að vera blóð-
rauður bolsi.
Grafskrift sett
heiðursárinu 1927
Það er upphaf þessa máls, að
mér hefur lengi verið til efs, að
draumar séu að miklu hafandi. Þó
er ekki fyrir það að synja, að méi
hefur fyrir augu og eyru borið,
að merka menn hafi bæði fyrr og
síðar dreymt sitthvað, er eftirminni
lega þótti koma fram. Fljúga méi
þá fyrst í hug tveir héraðshöfðingj-
ar á stormasömum tímum, Sturla
Sighvatsson og Jón á Akri.
Svo hafa menn af Sturlu sagt
að hann stryki sér um sveitta
kinn, er hann vaknaði i lokrekkj
unni í Miklabæjarskála hjá llluga
presti laugardagsmorguninn sæla
árið 1238, styndi við heldur mæðu
lega og segði: „Ekki er mark að
draumum.11 Gekk að svo mæltu til
salernis, söng síðan .Ágústínusar-
bæn af rollu einni og féil þai
næst fyrir smádjöflum v;ð Örlygs-
staðagerði — hafði enda eigi vel
stinnt málaspjót sér til varnar.
Hér er þess raunar ekki getið, hvað
Sturlu heitnum bar í drauma, og
er það afsakanlegt, þar eð morg-
unverkin kölluðu að og maðurinn
ekki til frásagnar, þegar degi hall-
aði.-En sá skilst mér, að sé grun-
ur manna, að draumurinn hafi
rætzt svikalaust.
Um Jón á Akri gegnir öðru máli
þar eð hann átti langt líf fyrir
höndum, og hefur hann sjáífur
frá því sagt er hann dreymdi
fyrir þingmennsku sinni útmánað-
arnótt 1929, staddur í gistihúsinu
í Borgarnesi á leið á flokksþing
Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ilef-
ur það og aldrei verið á bækur
skráð, að vopn þau, sem hann
beitti í höggorrustum í Húna-
þingi, reyndust klökk sem mála-
spjótið Sturlu á Örlygsstöðum.
Nú víkur sögunni að sjálfum
mér, sem aldrei hef þyngra vopni
beitt né hvassara en lökum penna
(axarpennar, sem þóttu hin mestu
þing í æsku minni, þekkjast ekki
lengur). Samt sem áður bar svo
við, að ég leiddist eitt sinn til þess
að setja löngu liðnu ári nokkurs
konar grafskrift. Þóttist ég þar allt
segja, er ég vissi sannast og rétt-
ast, svo sem prestarnir gera, þeg-
ar þeir kasta rekum á náinn, og
urðu þetta lofsamleg eftirmæii að
verðugu. Það var sem sé árið 1926,
sem hér átti hlut að máli. Kunn-
ugt var mér, að til er árátta sú,
sem kallast afbrýðisemi, og hún
ekki með öllu ný af nálinni, því
að það hef ég séð í fornuin ritum,
að Herborg Húnadrottning kunni
af henni að segja á dögum Guð-
rúnar Gjúkadóttur. Hitt hefði mig
aldrei grunað, að eljurígur ætti
sér stað með árum, sem gengu um
garð í æsku minni. En nú hefur
mér það í drauma borið, er sýnist
engu ómarkverðari en svefnfarir
þeirra manna tveggja ,er til hefur
verið vitnað, á gististöðum þeirra
36
1 I M I N N
SBNNUDAGSBLAÐ