Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Blaðsíða 15
Hér dó eldurinn hjá
Gretti, og síðan er þaS ís-
lenzkum sundmanni mest
frægð aS synda héðan upp
á Reykjaströnd.
V
við leyndarþing Húnvetninga.
Reisti hún því kröfu á hendur
lækninum, að hann borgaði þrjú
hundruð krónur á ári með sjúkl-
ingi sínum á meðan báðir lifðu.
Læknirinn mun aftur á móti hafa
verið tregur að fallast á þá lög-
skýringu, að það bakaði honum
framfærsluskyldu, þótt læknisað-
gerðir hans bæru sýnilegan ávöxt,
og er skemmst af hans athöfnum
að segja, að hann brá sér til Vínar
til þess að kynnast þar ígræðslu-
aðferðum Voranoffs prófessors,
hvað sem sagt var í Kirkjuhvamms
hreppi. En tíðindin af Norðurlandi
komust í þýzk blöð, og þar var
meðlagskrafan orðið þrjú þúsund
krónur, og mun Þjóðverjum hafa
Eundizt lítið kveða að þrótti karls-
ins eftir hina saknæmu lækningu,
ef fá hundruð voru nægar bætur.
En það var um fleira rætt í land-
inu en ævintýrin, sem gerðust á
Hvammstanga. Ungu stúlkurnar
bar líka á góma. Stuttklippt hár
hafði til skamms tíma þótt jafn-
ófýsilegt á kolli ungrar stúlku og
tvíburar í kviði ógiftrar móður. En
nú var það lenzka, og þar að auki
voru komnir háhælaðir skór, hvít-
ir silkisokkar og ermalausir kjólar,
sem ekki tóku nema niður um
hnjákollana. Margt frómt fólk fékk
ekki orða bundizt:
„Þeim er óhætt að trúa því,
stúlkunum hér í Reykjavík, að það
er spaugileg sjón að sjá gíraffa í
girðingu, er þeir stíga stutt og
tylla niður löngu löppunum. Ég er
að segja stúlkunum þetta af því,
að þær minna mig margar á þessa
áðurnefndu skepnu, þegar þær
T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
koma á háu hælunum stikandi
steinkantinn stéttarinnar.“
Kostur stuttu pilsanna voru þeir,
að þau „létu sjást í sólskini og
logni það, sem áður ekki sást nema
í háa, hífandi roki.“ Annars töldu
áhugasamir höfundar nokkrum
vafa undirorpið, hvað siðlegast væri
að fela, enda lenzku háð og tízku.
Var þar fært til dæmis, að Múham-
meðstrúarstúlka, sem verður fyrir
óvæntu ónæði, nýstigin úr baði,
„bregður ekki handklæði fyrir hið
sama og við í Þingholtunum, held-
ur andlitið.“ Og 1 ávarpi einu um
pilsin, sem Alþýðublaðið flutti ung
um stúlkum, var látið við það
sitja að vara við stuttu pilsunum,
„ef lappirnar á ykkur eru nokkuð
líkar rokkhjóli eða ef mjóaleggirn
ir á ykkur eru eitthvað í ætt við
símastaura.11
Þegar Guðmundur Finnbogason
harmaði það, að skáldin myndu
ekki framar minnast þess í ljóði,
er þau greiddu unnustunni lokka
við Galtará, kom jafnharðan fram
annar, sem spurði, hver nennti
eiginlega að greiða kerlingum við
læk uppi í sveit, enda líklegast, að
hárgreiðsludömurnar væru betur
fallnar til slíkra verka en skóla-
strákar að norðan.
En ekki er því að leyna, að illa
fór fyrir sumum þessum stutt-
klipptu og stuttpilsuðu stúlkum
eins og ráða má af kvæði, sem eitt
dagblaðið birti. Þar í var þessi
vísa:
Og nú er brosið burtu,
en blóðug, ólétt, marin
hún grætur gengna tíma,
því gyllingin er farin.
Á ráði bænda var sá ljóður, að
ekki draup hjá þeim smjör af
hverju strái jafnríkulega og á dög-
um Þórólfs smjörs. Þess vegna var
smjörekla nokkur í kaupstöðum.
En bót var ráðin á því með hagan-
legu móti. í Danmörku var margt
nautgripa af Kristófersættinni, er
þá var rómuð í íslenzkum ritum
umfram flestar ættir aðrar (þá
var enn fátt rætt um Bergsætt og
Hlíðarætt). Fyrir þessar sakir voru
Danir aflögufærir um viðbit og
létu sig ekki muna um að snara
nokkrum smjörpinklum handa
Reykvíkingum í lestina í Drottning
unni.
En þó að gott væri viðbitið,
lögðu menn aðaláherzluna á and-
ann. Þetta var árið, þegar Þórberg-
ur Þórðarson skrifaði ritgerð sína,
DRANGEYJARKAPPINN,
sem lék sömu tist og Grettlr —
Erlfngur Pálsson lögregluþjénn.
39