Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Page 16
Hér í höfuðstað Norðurlands hófst skeiðiS mikla, er eigi iauk fyrr en f Saurbæ
fyrir kirkjudurum séra Gunnars.
Lifandi kristindómur og ég, og
kvæSi Davíðs Stefánssonar um
Hallfreð vandræðaskáld og Kol-
finnu í selinu birtist í Vöku.
Hin fræga ritdeila Sigurðar
Nordals og Einars H. Kvar-
ans stóð sem hæst, og nor-ð-
ur á Akureyri kom trúboðinn Gook
upp útvarpsstöð með hundrað og
fjórtán feta háar stengur. í
almanaki Þjóðvinafélagsins birtist
hin skilmerkilegasta grein um Lev
erhulme lávarð — manninn, sem
bjó til sólskinssápuna, er freyddi
á þvottabretti sérhverrar húsfreyju
í landinu. Þannig lögðust margir á
eitt að víkka sjóndeildarhring lands
ins bárna.
Sýslunefndin í Vestur-Skaftafells
sýslu lét sig ekki muna um að fá
Sigurð Nordal í fyrirlestraríerð
um byggðarlögin austur þar, og
hjá kvenfélaginu Öldunni í Önguls-
staðahreppi voru fjölbreytileg sam-
kvæmi nær því jafnviss og tungl-
koman. Þar flutti Theódóra hús-
freyja á Kambsmýrum það, sem
hún hafði ósjálfrátt skrifað — stól-
ræðu, sem talin var kynjuð frá
séra Páli Sigurðssyni, sálma, sem
Hallgrímur Pétursson, Jónas Hall-
grímsson, Matthías Jochumsson og
Þorsteinn Erlingsson áttu ókveðna,
er þeir ióru í viðivallavistina fyrir
handan, og harla veraldlegt kvæði
eftir Hannes Hafstein, er auðheyr-
anlegt fannst lítið til um alþingi.
Á þessum kvenfélagssamkomum
sungu líka Benedikt Elfar og
Lizzý Þórarinsson á Halldórsstöð-
um.
Og þá erum við að því komin,
að þetta var eitt hið mesta söngár,
ekki síður en lækningaár og upp-
yngingar. Einar Hjaltesteð, sem
fegurst hefur sungið á stakkstæð-
um fyrir fiskburðarstelpur, kom
heim frá Kaupmannahöfn og söng
Sidste smerter fyrir Reykvíkinga.
í kjölfar hans kom Pétur Jónsson,
sem var niðji Mensaldurs í Papey,
er söng svo fagurlega fyrir haf-
gúur í Hrómundarbót, að það hef-
ur aldrei síðan gleymzt. Samtímis
voru Eggert Stefánsson og Hreinn
Pálsson á ferð um landið og þar
að auki Kristján Kristjánsson og
Markansbræður. Og ipeðan söngur-
inn hljómaði allt norðan úr Eyja-
firði og suður á fiskreitina hjá
Haga, synti Erlingur Pálsson úr
Drangey við tilsjón Bjarna Jónsson
ar Drangeyjarformanns og tók land
á Hrossvíkurnefi, þar sem griðkon-
ur allar á Reykjaströnd biðu þess
að sjá, hversu líkt þeim væri farið,
Erlingi og Gretti.
Á leiksviðinu túlkuðu Reinhold
Richter, Ólafur Þoi’grímsson og
Jón Auðuns mannleg fyrirbæri,
Ágúst Kvaran leiddi okkur fyrir
sjónir príor munkanna á Möðru-
völlum og Guðmundur Kamban
stökk sjálfur upp á fjalirnar í
Iðnó í gervi sendiherrans frá Júpí-
ter. Þeim sendiherra þótti það sið-
laust, hvernig jarðarbúar hópuðust
saman til snæðings — afhafnar,
sem sæmilegt fólk á Júpíter kaus
að fiæmja í einrúmi.
Tæknin hafði ekki gleymzt með
öllu við leik, söng og íþróttir.
Kolahegri gnæfði við Reykjavíkur-
höfn, splunkunýr, en ekki að sama
skapi vinsæll meðal hafnarverka-
manna, sem kviðu því, að stálfugl
þessi myndi reynast hinn versti rán
fugl á vinnumarkaðnum. Varð því
ekki öllum hlýlega hugsað til Eld-
eyjar-Hjalta, sem látið hafði reisa
kolakranann:
Bregðist þér, maður, brauð og
féð
bæta það mun vandann,
hafirðu aðeins heyrt og séð
Hjaltastaðarfjandann.
í Flóanum dafnaði gulstörin bet-
ur en nokkru sinni fyrr síðan á
dögum Þorgríms errubeins, svo
Framhald á 46. síðu.
40
ÓJIINN - SUNNUDAGSBLAÐ