Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Blaðsíða 19
sagði Þorfinnur okkur, að þar hefði lítið þurft að heyja, féð hefði gengið sjálfala að mestu í Kollu- múlanum. En stundum hefði kom- ið stór skörð í bústofninn, þegar vetur voru harðir. Nú gengur ekk- ert fé úti í Kollumúla, nema óvilj- andi sé. Aftur á móti una hreindýr sér þar dável allan ársins hring. Það stóðst á endum, að við luk- um kaffinu og Óskar var að leggja af stað. Við kvöddum því hin gest- risnu Geithellnahjón, og þau ósk- uðu okkur góðrar ferðar. Þar sem vegurinn beygir inn að Kambseli, námum við staðar og biðum fylgd- armannsins. Hann köm skömmu síðar, akandi í ljósbrúnum jeppa, grannur og kviklegur maður, enda talinn ódrepandi göngugarpur. Fullu nafni heitir hann Óskar Guð- laugsson og á heima í Hærukolls- nesi í Álftafirði. Hann var látinn fara i „útsýnis- jeppann," og héldum við nú átta inn Geithellnadal. Við ókum norð- an Geithellnadalsár. Vegur er slark fær inn að Kambseli, sem er innsti bærinn í dalnum, en er innar kem- ur, eru þetta einungis ruðningar, sem Álftfirðingar aka, þegar þeir fara í leitir. Ruðningarnir eru beggja vegna árinnar. Þegar kom- ið var um átta km. frá Kambseli, fórum við yfir ána. Hún var ekki mjög vatnsmikil, en þó allströng. Þarna inn frá er Geithellnadalur grösugur og víða kjarrivaxinn, og er þar auðsýnilega gott sauðland. Hérna inni í dalnum voru líka eitt sinn tveir bæir, sem hétu Þormóðs hvammar og Hvannavellir, en frá þeim síðarnefnda fluttust þeir feðg ar, Sigfús og Jón, í Víðidal um 1883. En nú minna aðeins dökk- grænar tættur á þessa bæi. Brátt þrengdist dalurinn, og lá vegruðningurinn víðast fast með ánni, sem fellur þar víða í fögrum fossum og þröngum giljum. Þetta er ákaflega fögur á, og ekki þætti mér ósennilegt, að þar mætti reisa vatnsaflstöð. Þarna eru og falleg- ir hyljir og veiðilegir. Þó mun eng in silungsveiði vera í ánni svona innarlega. Víða á leiðinni inn dalinn var skroppið út til að mynda og skoða umhverfið. Við tíndum líka ber, því af þeim var nóg. Veðrið var orð ið bjart og gott og eiginlega enn fegurra, eftir skúrirnar, og ilmur kjarrsins var áfengur. Það var freistandi að fleygja sér niður og láta þar fyrir berast. En áfram skyldi haldið, því að vegna ýmissa ástæðna gátum við ekki verið leng ur en fram á sunnudagskvöícl í þessari för. Og jepparnir héldu rymjandi áfram förinni með hina átta ferðalanga lengra og lengra inn dalinn eftir hinum mjóu ruðn- ingum — brattar brekkur og niður í djúpa lækjarfarvegi. Sums stað- ar hafði runnið úr ruðningnum, og varð að fara þar með ýtrustu varfærni. Við og við nósluðum við í suðusúkkulaði, því að það er staðgott nesti i fjallaferðum. Loks vorum við komnir ínn á allhátt hraun, og þar sást enginn ruðningur. Hingað og ekki lengra höfðu Álftfirðingar farið á sinum ökutækjum. En við vorum minnug ir orða Þorfinns á Geithellnum og ætluðum okkur lengra. Við stig- um því út úr jeppunum og athug- uðum, hvort ekki væri unnt að komast lengra. Og við nánari at- hugun var það hægt. Við gáfum því okkar ágætu bílstjórum rnerki. Með þessu móti komumst við nm tvo kílómetra í viðbót. Þá kom- um við að dálitlum ási, og lokaði hann leiðinni. Óskar sagði, að þar héti Ytri-Gapi. Bílstjórarnir slökktu á vélunum. Klukkan var að verða sjö, er við stigum út. Hingað hafði enginn bifreið komizt fyrr og mér varð enn á ný hugsað til Þorfinns á Geithellum. í lyngbrekku utan í ásnum fengum við okkur bress- ingu — kaffi, mjólk, maltöl, brauð. Á meðan var kortið grandskoðað og gerð ferðaáætlun. Síðan var far ið að axla farangurinn. Hann var allmikill og sennilega óþarflega mikill, en við minntumst máltækis ins „að enginn kann sig i góðu veðn heiman að búa “ Og var nú lagt af stað á tveim jafnfljótum. Þegar upp á ásinn kom, urðu fyr- ir okkur greiðfærar fjárgötur, og við þræddum þær. Við gengum í halarófu. Á vinstri hönd okkar voru Hrossatindar en á hægri Sunnutindur og Þrándarjökull, sem er 1248 metra hár. Óskar sagði hann hafa verið talsvert stærri áður fyrr og hefði hann náð fram á svokallaðar Fossbrýr, sem nú voru drjúgan spöl frá jöklinum. Niður Fossbrýrnar falla margir og fagrir fossar. Við áttum fyrst fyrir höndum að ganga um þriggja kilómetra leið inn að svonefndum Fossi. (mér fundust fremur fátækleg sum örnefnin í Álftafirðinum), en það- an átti að halda á brattann og ganga á Háás, sem skilur að (.eit- hellnadal og Víðidal. Við fórum okkur fremur hægt, því að löng leið og allbrött var fram undan, en við óvanir löngum fjallgóngum. Brátt sáum við „Fossinn,“ sem steyptist ofan svart berg. Þetta var allhár foss og tígulegur og fannst mér snautlegt, að hann skyldi ekki heita annað en Foss. Voru brátt Giorgi de Chirico; Ljóð L(f, líf, endalaus óráðinn draumur, hve marga gátu hefur þú fram borna, hlátur, skúraskinl Súlnagöng sólbjört, sofnar myndastyttur, rauðir verksmiðjustrompar, seiðmögnuð firrðin blá. Og gátur skólans, fangahúss og bragga; eimlestin blæs um nótt undir frosinni hvelfing. Og stjörnur himins — ávallt óþekkt: vakna á nýjum morgni, hafa að baki draum sinn, óljóst hugboð, myrka völuspá. Baldur Óskarsson þýddi. TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 43

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.