Tíminn Sunnudagsblað - 15.01.1967, Qupperneq 20
Þessa brekku höfðu bifreiSar ekki fyrr sporaö hjólum sínum, og iengra
ekki heldur komizt. Ljósm. Sigursfeinn Melsteð.
allar myndavélar á lofti. Ég ætlaði
mér að komast yfir ána, því að
þeim megin frá var betri aðstaða
til myndatöku. En ég rann á hál-
um steinum og datt í ána. Hún
var ekki mjög djúp, en dálítið
köld. En maður lætur ekki slík
óhöpp á sig fá, og ég öslaði yfir.
Bergið, sem fossinn fellur fram af,
er stuðlaberg. Stuðlarnir eru rnjög
formfastir og sannkölluð lista-
smíð. Ég vildi nefna þennan stað
Stuðlaborg og fossinn Borgarfoss.
Klukkan var orðin hálftíu, þegar
við lögðum á brattann frá foss-
inum. Sumir höfðu þó haldið fyrr
af stað upp langa og bratta brekku
upp úr dalnum. Þeir voru komnir
þar upp undir klettabelti og
horfðu kampakátir á okkur hina.
Þegar ég var kominn langleiðina
upp undir klettana, uppgötvaði ég,
að ég hafði týnt kortinu. Ég hafði
stungið því í flýti í rassvasann, og
nú var það horfið. Ég bölvaði
hressilega. En við þessu var ekk-
ert hægt að gera, enginn tími til
að snúa við og leita. Ég hélt því
áfram upp á brúnina. Þar settist
ég niður við hlið Óskars fylgdar-
manns. Við þögðum báðir og köst-
uðum mæðinni og horfðum á hvít
an og bungumyndaðan Þrándarjök
ulinn, sem sást vel, þótt kvöldsett
væri orðið. Síðan • tókum 'dð tal
saman, meðan við biðum eftir fé-
lögum okkar. Og þá hafði ég það
upp úr þessum dula og hógværa
manni, að hann hafði lent í iífs-
háska á þessum slóðum fyrir
nokkrum árum. Það var um vetr-
artíma. Hann hafði farið ásamt bróð
ur sínum, Gunnari að nafni, 1 Víði-
dal. Þar fundu þeir sex lömb, sem
þeir komu eftir mikla 'örðugleika
að rústunum í dalnum. Þar ætluðu
þeir að láta fyrirberast um nótt-
ina og leita víðar daginn eftir. En
skyndilega skall á blindhríð af
norðri, og var þá ekki til setu boð-
ið. Þeir lögðu á Háásinn, en sáu
tæpast handa sinna skil og vissu
varla, hvert þeir fóru. En loks rof
aði til, og þá voru þeir staddir í
brúnunum sunnan Geithellnadals.
Og heim komust þeir eftir liðlega
tveggja sólarhringa göngu. Matar-
litlir og ekki of vel klæddir brut-
ust þeir áfram í byl, frosti og nátt-
myrkri með sex lömb. Og ekki
datt þeim í hug að skilja þau eftir.
—Þá hefðu þau aldrei fundizt
aftur, sagði Óskar og sló með hægð
úr pípunni sinni.
Ég horfði með aðdáun á þenn-
an mann. Þetta var hetja, ein af
þeim hetjum, sem ekki hljóta
gyllta heiðurspeninga fyrir afrek
sín. Annars geta þeir, sem vilja
fræðast betur um þessa svaðilför
þeirra bræðra, lesið um hana í 27.
tölublaði Sunnudagsbiaðs Tímans
1965, en þar hefur Óskar, eftir
margítrekaða beiðni, skrifað
skemmtilega grein um þetta kulda-
lega ferðalag.
Loks voru allir komnir upp, og
förinni var haldið áfram eftir gróð
urlitlum blautum aurum. Það var
farið að skyggja, og sóttist ferðin
orðið hægar en áður. Við og við
var numíð staðar, og nartað í suðu-
súkkulaði. Hæst á Háásnum geng-
um við eftir nokkrum snjófönnum.
Við vorum heldur ekki langt frá
jökli, því að Hofsjökull var fast
á vinstri hönd, en á hægri hónd
var fjall, sem Hnúta heitir, um 900
metra hátt. Sjálfur er Háásinn 740
metra yfir sjó og ekki furða, þótt
þar sæjust fannir.
Brátt sáum við glampa á dálítið
vatn fram undan. Óskar sagði það
heita Hvitavatn, og úr því fellur á,
sem Innri-Þverá heitir. Rennur hún
í Víðidalsá. Við fórum sunnan við
vatnið, en þar er fremur ógreið-
fært sökum þess, að stórgrýtisurð
teygir sig út í það á löngu svæði.
Betra er að fara norðan vatnsins,
en það er heldur lengri leið. Sann-
aðist því hér „að betri er krókur
en kelda.“ Þegar vatnið var að
baki, hafði tognað talsvert úr lest-
inni og komið svartamyrkur. Ferð-
in sóttist nú hægt yfir móa og dýja
yeisur. Milli sex og sjö kílómetrar
eru frá vatninu út að eyðibýlinu
Grund í Víðidal. Það varð því úr,
Fyrri tjaldstaðurinn. Mennirnir eru, talið frá vinstri: Arnþór, Óskar, Sig-
ursteinn og Árni. Ljósmynd: Guðjón Sveinsson.
44
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ