Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Page 2

Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Page 2
Andrés B. Björnsson: Frönsku strandmennirnir og hundurinn Leó Sólríkan og heitan sumardag sumarið 1906 eða 1907 sá heim- ilisfólkið á Snotrunesi í Borgar- firði sér til mikillar undrunar, hvar fjölmennur hópur ferða- manna kom gangandi utan hiykkj- óttar Jiestagöturnar utan af Lands- enda. Þeir gengu í halarófu, nokk- uð strjált og vögguðu í spori. Allt heimafólk af búunum tveim hnappaðist út á hlað að horfa á þessa nýstárlegu fylkingu, leiða get um að, hvaðan þetta fólk bæri að og hvert ferð þess væri heitið. Það var spurn í svip hvers manns. Krakkar og % unglingar urðu skelkaðir, höfðu heyrt sögur af vondum mönnum, sem rændu og drápu fólk og fénað á afskekktum útnesjum, til að mynda Hundtyrk- inn. — Skárri var það nú fylking- in, varð fullorðna fólkinu að orði. Þegar fyrstu mennirnir nálguð- ust bæinn, þusti kvenfólk og krakk ar inn fyrir dyr og gláptu út um glugga á þennan sauðsvarta hóp, sem þrammaði í hlað á meir en hnéháum vaðstígvélum. Þetta voru þreytulegir menn og sveittir með poka á baki og jakka eða treyju á handlegg. Þeir buðu góðan dag á sínu máli, tóku sér sæt'i á garðs- vegg eða fleygðu sér flötum í rúst- ina, reyttu gras og tuggðu og spýttu grænu í allar áttir. Hár og herðabreiður maður tók tali þá bændurna, Björn, föður minn, og Ármann í frambænum. Hann talaði með miklu handapati, og bendingum, og pabbi skildi orð og orð af því, sem hann sagði, enda hafði hann stundum skotið báti á flot og átt svolítil viðskipti við erlenda menn á skútum úti á firðinum. Hinn ókunni maður talaði um franska sjómenn — 29 t- sokkið skip — nálægt Ósafjölluin, að pabba skildist. í þessum stóra hópi voru menn á ýmsum aldri, frá fjórtán og upp í 60—70 ára á að gizka. Þeir voru allir dökkhærðir, hinir eldri með svart alskegg, sum- f8 ir með hýjung, en þeim yngstu ekki sprottin grön. Flestir voru þeir smáir vexti, dökkeygir, frem- ur fríðir í andliti og þokkalega til fara, klæddir rauðum og grænum skyrtum. Nesti höfðu þeir, bæði mat og vín, og réttu að heimamönn um. Eftir stutta viðdvöl á Neshlaði rölti hópurinn af stað, sami maður og fyrr á undan. Við töldum það vera skipstjórann. Hann þræddi hestagöturnar, sem lágu inn að kauptúninu, Bakkagerði. Enn gengu þeir í sporaslóð hver á eft- ir öðrum, og síðastur fór miðaldra maður, sem auðsýnilega skyldi hafa gætur á, að enginn yrði eftir eða slitnaði aftan úr. Á Bakkagerði fengust gleggri fréttir af ferðum þeirra. Þetta voru franskir strandmenn, tuttugu og níu að tölu Þeir höfðu lagt skút- unni við akkeri skammt út af Svertlingum, sem eru sker á Hér- aðsflóa undan Krosshöfða í Ós- landi. Þar sökk hún með öllu, sem í henni var, nema áhöfn og smá- dóti, er skipverjar tóku með sér í bátinn. Borgfirðingum þótti þetta furðulegur skiptapi, því að blíð- skaparveður var og sléttur sjór. Þeir lentu við Krosshöfða og héldu þaðan fótgangandi yfir Göngu- skarð, um Njarðvík og suður Njarð víkurskriður til Borgarfjarðar. Þeir fengu skipsferð suður á firði skömmu síðar. Skömmu eftir að þessi langa halarófa var horfin bak við leitið innan við bæinn, kom einn gest- urinn enn — hundur skokkandi. Hann kom að utan, sömu leið og skipbrotsmennirnir, með trýnið niðri við jörð, síþefandi. Hann þef- aði vandlega blettinn, þar sem mennirnir dvöldust á hlaðinu, og lét sem hann sæi ekki heimamenn, er voru úti við. Því næst tók hann göturnar inn eftir, þefandi eins og áður inn á leitið. Þar snýr hann við, kemur á valhoppi sömu' leið til baka og er horfinn eftir litla stund norður. Hundur þessi var á stærð við lítinn kálf, nýfæddan, hrafnsvart- ur á lit og þreklegur, höfuðið stórt og gáfuleg augu. Hann hafði gríðarstór eyru, sem lágu þétt með vöngunum, en blöktu sem flögg, þegar hann fór hratt yfir. Hann var sérlega fallegur í hárbragði, loð inn og liðað hárið á baki, fæturnir sterklegir, skottið mikið og mjög loðið. Ég hef hvorki fyrr né síðar séð jafnfallegan og höfðinglegan hund og þennan franska rakka. Hvað kom til að hundurinn missti af húsbónda sínum? Þeirri spurningu gat enginn svarað. Mín tilgáta var sú, að honum hafi dval- izt, þegar mennirnir fóru yfir Njarð vikina skammt frá bæjum. Heima- hundar hafa vafalaust farið á stúf- ana með gelti og gjammi að þess- um stóra og furðulega hópi, er þarna var á ferð. Sá franski gat orðið fyrir augnaskoti frá heima- tík, hún látið honum fala blíðu sína og hann ekki viljað hafna þess háttar gestrisni og átt með henni ástarævintýr, sem tekur eðlilegan tíma. Hann hefur þá varla heldur komizt hjá tuski við kynbræður sína og þetta allt valdið töf, sem hefði það í för með sér, að hann varð viðskila við landa sína og fann þá ekki aftur. Eflaust hefur hann fylgt þeim af lendingarstað. Af hundinum er það annars að segja, að hann hélt leitinni áfram nótt og dag sólarhringum saman, síhlaupandi og þreyjulaus. Hann fór aldrei lengra en inn á leitið inaan við Nesbæinn, sneri þar við og sömu leið til baka, líklega alla leið upp á Krosshöfða, þar sem báturinn hafði verið skilinn eftir. Hann fór um hlaðið á Nesi í báð- um leiðum, og við vorum að gefa honum mat. Hann vildi ekki ann- að en fisk og kex, en það át hann með góðri lyst. Svo er það einn rigningardag, að Helgi Björnsson frá Njarðvík, þá kaupmaður á Bakkagerði, kem- ur ríðandi á ferð til Njarðvíkur, klæddur nýjum olíufötum og á vaðstígvélum. Hundurinn verður á vegi Helga, og þá bregður svo við, að hann kemur hlaupandi til hans með miklum fagnaðarlátum, eins og hann hafi nú loksins fundið hús bónda sinn. Eftir það fylgdi rakk- inn Helga og mátti ekki af honum sjá. Helgi þakkaði olíufötunum, að hvutti gaf sig að honum, og hafði á honum mikið dálæti. Framhald á 118. siðu. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.