Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Page 8

Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Page 8
Ingólfur Jónsson, frá Prestbakka: Margt býr Þegar ég heyri upphaf þessarar gömlu vísu, koma mér oft í hug þau tvö skipti, er ég hef viilzt í þoku. í fyrra skiptið var það á Laxár- dalsheiði í ágústmánuði 1929, en í seinna sinnið á afréttum Út-Bæ- hreppinga tveim árum síðar í ann- arri leit. Það olli því, að ég fór Laxár- dalsheiði 1929, að allir hestar heim ilisins að Prestbakka höfðu lagt á strok vestur í Dali, nema brún hryssa, sem fyrir tilviljun var geymd heima í túni. Hestarnir voru allir komnir vestan frá Kvenna- brekku í Miðdölum og þar uppald- ir og kunnu bezt sínum átthögum Ilafði orðið fyrr að gæta þeirra vel, svo að þeir ekki strykju. Þeir höfðu sézt að heiman um morg- uninft, en síðan horfið úr augsýn, og fréttum við af tilviljun, að þeirra hefði orðið vart inni með firði. Þar sem ekki var gert ráð fyrir, að þeir væru komnir langt, var látið undan þrábeiðni minni, að ég fengi að fara á Brúnku á eftir þeim. Ég hraðaði mér nú af stað og hafði skozkættaðan fjárhund, er ég átti og Loðinn hét, að förunaut. Þessa leið hafði ég farið áður, bæði um vorið ári fyrr, er við fluttumst að vestan og einnig um haustið, er ég fór með föður mín- um að sækja kindur þær, er hann átti vestra. Taldi ég mig því kunnugan leið- inni og kveið engu. Það var áliðið dags, er ég lagði upp, og tekið að rökkva, er ég hafði farið um á Hlaðhamri og i Laxárdal og spurt um hestana, en þeirra hafði ekki orðið þar vart. Lagði ég þó ótrauður á heiðina, enda veðrið milt og gott, en gráir þokuhnoðrar á holtum og hlíðum. Laxárdalsheiði er greiðfær og stutt. Nú er þar góður bílvegur, en þá voru þar aðeins troðningar og þeir líklega mest eftir lestir Lax- dælinga, sem fóru kaupstaðarferð- ir til Borðeyrar, en Dalamenn áttu mikil viðskipti áður fyrr á Borð- í þokunni eyri, og var þá þessi leið fjölfarin úr yestursýslunni, en menn úr Suður-Dölum munu oft, einkum á sumrin, hafa farið Haukadalsskarð. Ein fyrsta vísa, sem ég lærði, er ég var barn fyrir vestan, var þessi staka sem gömul kona kenndi mér: Bráðum kemur babbi heim með brauð og sykur, rúsínur og rara klúta frá rekkunum við f jörðinn Hrúta. Vísa þessi er víst allgömul, og veit ég engin skil á höfundi henn- ar. En þetta er útúrdúr og bezt að halda sér við efnið. Þegar ég kom upp á heiðina, þétti þokuna, og þar sem ég hafði aldrei verið sérlega vegviss, varð ég brátt snarvilltur og vissi ekkert, hvert ég fór. Kom nú í mig óhug- ur og rifjaðist upp fyrir mér, að á þessari heiði hefði ég heyrt, að ýmsir voveiflegir atburðir hefðu átt sér stað. Hér mundi hafa gerzt harmsag- an um Árna og Guðrúnu, sem endur fyrir löngu höfðu átt heima á Hlaðhamri í Hrútafirði, en sög- una um þau hafði ég lesið í Þjóð- sögum Jóns Árnasonar. Guðrún hafði verið einkadóttir efnaðs bónda, en Árni örfátækur vinnu- piltur. Þau felldu hugi saman, en fað- ir hennar þvertók fyrir, að þau fengju að eigast. Tóku þau þá það til bragðs að flýja upp á heiði með það lítið, er hún átti. Var þeirra lengi leitað án árangurs. Svo var það á öðru ári frá stroki þeirra, að Hlaðhamarsbónd- inn, er bæði mun hafa verið stór- lyndur og heiftrækinn, því að hann hélt áfram leitinni eftir að aðrir gáfu hana frá sér, kom þar á heiðina, er hann sá reyk leggja upp úr hól. Hélt hann þangað og fann dyr á hólnum. En þau Árni og Guðrún höfðu holað innan hól- inn og búið þar um sig. Moldina höfðu þau flutt burt og byrgt svo, að hún kæmi ekki upp um þau. Gekk nú bóndi í hólinn og lá þar Árni í fleti veikur og veturgamalt barn hjá honum. Eigi var Guðrún heima, og mun hún hafa verið á silungsveiðum úti á heiðinni, þar sem þetta var að sumri til. Veitti nú bóndi Árna áverka mikla og skildi við hann helsærðan, og hélt svo heim til sín. Hefur verið öm- urleg aðkoma Guðrúnar til unn- usta síns deyjandi og lítils barns í bjargarlitlu hreysi. Guðrún virðist ekki hafa verið skaplaus frekar en faðir hennar, þar sem hún fór strax og Árni var dáinn til byggða með barnið, kvaddi með sér menn og tók votta að sárum hans og lét síðan sækja föður sinn til saka og létti ekki fyrr en hann var tekinn af lífi fyr- ir ódæðisverkið. Þessi saga og fleira rifjaðist upp fyrir mér, er ég reið um heiðina villtur og vissi enga vegi. Svo fór þó um síðir, að ég kom að lágum og litlum kotbæ sunnan til á heiðinni. Bær sá hét Kvíslar og var afskekktur mjög og nú löngu í eyði. Þó var búið þar frá 1855 og að mestu óslitið til 1937. Síðasti bóndi var Hermann Daníels son, er þar dvaldist í eitt ár, 1936— 1937, ásamt Sigurrós Guðmunds- dóttur, konu sinni. Þau eiga nú bæði heima í Reykjavík. Enginn var heima í Kvíslum, er ég kom þar, en þokuna var tekið að létta. Tók ég það ráð að fara upp á hæðirnar vestanvert við bæ- inn og skyggnast um. Áttaði ég mig þá á kennileitum og gat álp- azt á rétta leið. Kom ég mokkru seinna að Svalhöfða í Laxárdal og knúði dyra. Kom bóndinn þar, Sig- urjón Jónasson, til dyra, og tjáði mér, að hestarnir væru byrgðir í húsi á Dönustöðum. Varð ég því harla feginn og þeysti nú á þreyttri, en viljugri hryssunni nið- ur að Dönustöðum, sem var stutt leið. Varð ég að vekja þar upp, en klukkan var tekin að ganga tvö um nótt. Skúli Jóhannesson, bóndi á Dönastöðum, kom út og hjálp- aði mér að koma hestunum af stað. Hafði hann þekkt hestana, gert okk ur þann vinargreiða að hefta frek- ara strok þeirra og komið þeim í hús, þótt styggir væru. Kvaddi ég nú Skúla og hélt sem leið lá til baka. Þokuslæðingur var enn á heiðinni, og í hvert sinn er fugl flaug upp með snöggu hljóði hrökk ég svo við, að mér fannst hjartað ætla út úr brjóstinu á mér. Framhald á 118, sí'ðo. 104 1 I M I N N — SIINNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.