Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Blaðsíða 12
* I. 1 siðasta Sunnudagsblaöí Tímans er frásaga eftir Guörúnu Aðal- steinsdóttur í Klausturseli um sunnlenzka konu, sem hún kynnt izt í æsku, fornlega í háttum og vart við alþýðuskap. Hún er sögð upprunnin í Hrunamannahreppi í Árnessýslu og virðist hafa víða dal «g Jökuldalsheiði. Hún er meira að ségja fyrir fráman hjá Bjarna Þorgrímssyni í Veturhús- um, hinum nafnfiæga heiðarbónda með vörtuna á kinnina, hnellnum og tasvígum og gyrtum reiptagli í kaupstaðarferðum á Reyðarfjörð — iíklega síðasta manninum, sem skrifaði andskotanum bréf og hét á hann sér til fulltingis í kvon- bænamálum. En seint grær um þann steininn, sem oft er hreyfður og konan að sunnan festir hvergi rætur í sveitum Austurlands. Hún rekst áfram stað úr stað, amasöm við börn og elsk að köttum og kindum, sannur dýravinur. Þannig þraukar hún elliárin, vantrúuð á Sunnlenzka konan á Fljótsdalshéraðl flækzt, og öll er sagan af þessari konu með hætti að blæ og efni, að hún hlýtur að vekja forvitni. Þótt aðeins sé stuttlega drepið á það, sem fyrir hana hafði borið, þá er sumt af því svo válegt, að allir hljóta að staldra við: Hún vaknaði í baðstofu að næturlagi við seytl eða leka, sem reyndist blóðrennsli úr banasári, er geð biluð manneskja hafði veitt sér með vasahníf í rúmi sínu, og hún var einn g þar nálæg, er lík kom úr heystrái, er drengur tók til hey handa fé á beitarhúsum. Gamla konan í Klausturseli virðist hafa lifað bæði eitt og annað. Um það leyti er Friðrik konung- ur VIII sótti heim land og þegna og Bjarni Jónsson frá Vogi og ungmennafélagarnir helguðu blá hvíta fánann á Lögbergi, er hún svo allt 1 einu komin austur á Páskrúðsfjörð, og þar giftist hún um þær mundir, kornrn nær fer- tugu En ekki eru mörg ár liðin, er hún missir mann sinn, og enn ber straumur óþekktra atvika hana i ókunn byggðarlög — enn lengra frá upphaflegum heimkynnum hennar. Hún ræðst upp á Fljóts- daláhérað, þar sem hún er ýmist eldabuska eða ráðskona á meira en tug bæja um Fljótsdal, Jökul- árgæzku og aðrar heillir og sólgnust í pestarkjöt og láguað spað, unz hún lokar brá í síðasta sinn í Klausturseli, komin mjög til aldurs. Ósjálfrátt verður lesandanum að spyrja: Hver var hún eiginlega, þessi Guðbjörg Ólafsdóttir, og hvað er hæft í þeim sögum sem . hún sagði? Við víkjum á vit Árnesinga til þes að kanna það. II. Hrepparnir eru fáum sveitum h'kir. Milli langra, iágra fjaJla,- hálsa og ása, sem liggja út og suður, skerast lægðir og dalskorur með krikum og kimum. Eftir einni af þessum löngu dalskorum rennur Litla-Laxá, unz hún sleppur úr kreppunni og nær fram á lág lendið fyrir neðan Berghyl. Innst í þessari lægð eða dalskoru, á að gizka sex eða sjö kílómetra innan við Berghyl, var fyrr meir ofurlítill bær í kvos á barmi Lax árgils, aðkrepptur mjög, svo að þaðan af hlaði sást vart annað en brekkurnar í kring. Þar hét í Hildarseli, og sér þar enn fyrir tóftunj og tröðum. Afskekkt var á kotbæ þessum, og þó hvergi nærri sam í Hruna- króki, öðru fjallabýli, þar sem Einar páskabandingi, elskulegur eiginmaður Sunnefu hinnar hisp- urslausu, bjó um miðja nítjándu öld, og til næsta bæjar, Klufta, var stutt leið. Eftirsótt bújörð var Hildarsel auðvitað ekki, en þó við- hlítandi kindakot þeim mönnum, sem áttu ekki völ á ríflegra jarðnæði og voru fegnir að fá að bjaka einhvers staðar, þar sem þeir voru ekki annarra handbendi. Á þessu'm litla bæ _ var bernsku- heimili Guðbjargar Ólafsdóttur. III. Þessu næst er að hverfa niður í Flóa. Neðan vert við þjóðveginn um láglendið austan Selfoss er bær sá, er heitir Langsstaðir, gömul Hraungerðishjáleiga. Þar bjó um miðbik nítjándu aldar um tugi ára sá maður, er hét Sigurður Jónsson, ættaður austan úr Holt- um. Kona hans var Ingibjörg Jóns dóttir, borin og barnfædd á Langsstöðum, en þó að nokkru kynjuð úr Holtum sem maður hennar. Þau voru örsnauð, fákæn og fáfróð, ábýlið niðurnítt og allur heimilisbragur eftir því. Börn áttu þau hjón mörg, sem til aldurs komust þrátt fyrir aðbúðina, en flest urðu þau ólik öðru fólki. Voru þeirra kunnust Langsstaða- Steini, er svo var kallaður, sem lengi flakkaði um sveitir austan fjalls og fór með eftirhermur og leikbrögð, og Jón berhenti, sem aldrei gat vettlingalaus verið og flutti Friðrik konungi og fylgdar- liði hans kóngstónið íræga af þúfu undir brekkunum norðan við Skip holt í Hrunamannahreppi og þá að launum mestan auð, er í hend ur hans hafði komið um dagana, tíu eða tólf krónur. Yngsti sonur inn, Guðmundur er síðar bjó á Langsstöðum, átti barn með systur sinni einni í föðurgarði, enda var hann látinn sofa hjá henni fram yfir tvítugt. Svo herma sagnir, að Sigurði bónda yrði að orði, er fermt var síðasta barn hans, er fermingu náði: „Og hafi ég nú bölvaða skömm fyrir“. Var ekki örgrannt um, að þetta þætti rétt ályktun, því að margra manna mál var, að hörmulegt uppeldi hefði verið ó- gæfa barna hans. Meðal eldri systkinanna var stúlka, sem hét Guðfinna, fædd vorið 1833. Hún fór ung í fóstur að Ásgarði í Grímsnesi til Guð- 108 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.