Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Qupperneq 13

Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Qupperneq 13
mundar hreppstjóra Ólafssonar og konu hans, Margrétar Halldórs dóttur. Hefur hún sennilega hlotið viðunandi uppeldi, og kunnugt er, að hún var sæmilega læs. Þegar Þegar hún var seytján eða átján ára gömul slepptu Ásgarðshjónin af henni hendinni, og var hún þá fyrst vistum í Flóa og Ölfusi, en barst síðan vestur yfir fjall. Lá leið hennar hringinn í kringum Reykjanesskaga, og á vinnuhjúa- skildaga árið 1863 hélt hún á ný austur í sveitir og hafði þá síðast verið á Húsatóftum í Grindavík. Vistaðist hún nú að Efra-Seli í Hrunamannahreppi. Um þessar mundir bjuggu í Hild arseli, sem áður var nefnt, hjón ein á miðjum aldri, Ólafur Jóns- son og Hólmfríður Magnúsdóttir. Var Hólmfríður kynjuð neðan úr Flóa, en bóndi hénnar var sonur Jóns Jónssonar og Höllu Gísladótt- ur, er eitt sinn bjuggu á Þórarins- stöðum í Hrunamannahreppi. Lifði Halla alllengi fram eftir ævi Ólafs, fylgdi honum í Hildarsel og náði háum aldri. Nú er ekki að orðlengja það, að Guðfinna Sigurðardóttir fór vistum í Hildarsel vorið 1867. Segir fátt af veru hennar þar, og á næsta vinnuhjúaskildaga lá leið hennar niður í Villingaholtshrepp að Súlu- holti til Guðmundar bónda Þor- steinssonar og Kristínar Ámunda- dóttur, er þar bjuggu á nokkrum hluta jarðarinnar. Ekki er ósennilegt, að þau Guð- mundur og Kristín hafi þótzt hlunn farin nokkuð, því að Guðfinna tók að gildna til muna, er leið að næsta hausti. Leyndi sér ekki, að hún var þunguð, og komst í hámæii að þau Ólafur í Hildarseli hefðu fall- ið í freistni í fjallakyrrðinni, sem aldrei er óviðjafnanlegri en í góðri tíð á útmánuðum. Ó1 Guðfinna mey barn í ársbyrjun 1869, og er ekki annars getið en Hildarselsbóndi gengist greiðlega við faðerninu. Þessi telpa var skírð Guðbjörg, og er þar komin kona sú, sem löngu síðar gisti Austurland á efri árum. IV. Guðbjörg litla Ólafsdóttir naut ekki lengi umhyggju móður sinn- ar. Henni var þegar komið í fóst- ur á sveitarframfæri til roskinna hjóna í Ölvisholti í Hraungerðis- hreppi, Jóns Sigurðssonar og Guð- laugar Þórðardóttur, en móðir hennar hélt áfram ferli sinum úr einni vist í aðra, unz hún barst löngu síðar heim að Langsstöðum, þar sem hún gerðist ráðskona föð- ur síns og bróður, að minnsta kosti um skeið. Er hún úr sögunni, því að ekki er kunnugt, að þær mæðg- ur hafi átt neitt saman að sælda síðan skilnaður þeirra varð í Súlu- holti veturinn 1869. Það er jafnvel vafasamt, að þær hafi sézt eftir það þótt lengi væru þær í sama héraði. Guðbjörg var ekki nema tvö ár í fóstrinu i Ölvisholti. Þá tók fað- ir hennar hana til sín heim í Hildar- sel, og þar ólst hún upp fram yfir tekt við smalamennsku og alla þá snúninga, er börnum voru þá ætl- aðir jafnskjótt og þau gátu bor.í sig um. Lítið er vitað um heimilishætti í Hildarseli. Ólafi er svo lýst, að hann væri maður hæglátur og vel kynntur „rétt vel læs,“ Hrekklaus mun hann hafa verið og ótortrygg- inn. Til þess bendir saga, er varð- veitzt hefur, líklega þó nokkuð ýkt, um glettingar Jóns hreppstjóra Ingimundarsonar í Skipholti á út- farardegi Höllu gömlu Gísladóttur, en hann var gárungi meiri en þá hefði þótt kristilegt um mann, sem umkomuminni hefði verið. Halla gamla andaðist snemma vors árið 1870, komin á níræðis- aldur. Gerðu nokkrir bændur sér ferð fram í Selið að morgni jarð- arfarardagsins, og var Jón í Skip- holti meðal þeirra. Bauð Ólafur gestum að matast, og skyldi kist- an síðan hafin út og haldið af stað. Þegar búið hafði verið upp á hest inn, vék Jón í Skipholti sér að Ól- afi og spurði, hvort hann væri bú- inn að klippa. Ólafur vissi ógerla, hvað við var átt, en Jón kvað jafn- an eiga að klippa kross á háls og lend líkburðarhesta. Ólafur sagð- ist ekki vita, hvort ríkidæmið í kot inu væri slíkt, að þar fyndust skæri. En hvort 'sem þau voru til eða ekki, þá voru krossar gerðir á hestinn Hugði ölafur nú Öllu T I M I N N - SUNNUDAGSBLAB 109

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.