Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Page 15

Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Page 15
kuml eða hlaða. Var nú tekið að hýsa þar fé sem annars staðar og gefa því, og gekk sonur Þórarins bónda, Ólafur að nafni, á húsin. Hann var þá um það bil sextán ára gamall. Þetta haust þóttist hann verða var við undarlegan ódaun í hlöðunni, er hann fór að gefa úr henni, og hafði orð á. En enginn vissi, hverju það sætti. Svo var það einn dag, er hann var að leysa hey handa fénu, að fyrir honum varð mannsfótur í heystál- inu, og gaus upp megn fýla, er heyið féll frá honum. Kom á dag- inn, að þarna var lík Odds Er- lendssonar frá Arnarholti. Frá þess um atburðum er svo greint í prests þjónustubók Torfastaða: „Hvarf að heiman 27. ágúst, fannst dauður í heyhlöðu á Kervatnsstöðum 30. nóvember, áverkalaus.11 Var það ætlun manna, að Oddur hefði graf- ið sig niður í heyið um sumarið og látið fólkið á Kervatnsstöðum hlaða ofan á sig, er hirt var í hlöð- una. Ekki fer milli mála, að þetta er sá atburður, sem Guðbjörg Ól- afsdóttir sagði frá austan lands löngu síðar, þótt mishermt sé, að Ólafur Þórarinsson væri mnan fermingar, þegar þetta gerðist. Skammt frá býlum þeim, sem nú voru nefnd, er bær, sem heitir Tjörn. Árið 1890 andaðist bóndinn þar, Magnús Hallgrímsson, og var þá roskin bústýra hans, Margrét Jónsdóttir, sem áður hafði lengi verið vinnukona foreldra hans á Tjörn, vistuð á Bóli og kölluð þar húskona. Margrét kunni illa vista- skiptunum og undi hlutskipti sínu hið versta. Var fólki grunur á, að hún sæti um færi að fyrirfara sér, enda mun hún hafa verið biluð á geðsmunum, hvort sem sú veila hefur komið fram eftir að hún hraktist frá Tjörn eða átt sér lengri aödraganda. Síðasta vistarár Guð- bjargar hjá Einari og Evlalíu á Bóli kom Margrét vilja sínum fram með þeim hætti, er sagt er í frá- söguþætti Guðrúnar Aðalsteinsdótt ur. En þetta gerðist ekki að haust lagi, heldur upp úr miðju sumri, sem næst viku af ágústmánuði. Þá var Guðbjörg og tuttugu og fjög- urra ára gömul. Engin ástæða er til þess að bera brigður á þá frásögn Guðbjargar, að þetta hafi gerzt að næturlagl í baðstofunni og hún vaknað fyrst af heimilisfólkinu, enda atburður- inn slikur, að hann leið vart úr minni. Eflaust er það einnig rétt, að hún hefur verið send berfætt á næsta bæ til þéss að leita liðsinnis, og auðvitað er ekki sverjandi fyrir það, að næturfrost hafi verið og hrím á jörðu, þótt í ágústmánuði væri. Ærnar, sem Guðbjörg vakti yfir þrjá sólarhringa samfleytt, hefur Jón Guðmundsson átt. Hjá þeim Jóni og Sigríði Bjarnadóttur frá Tungufelli var Guðbjörg einmitt í sex ár, og á þeim tíma bjuggu þau hjón á þrem stöðum. Má geta sér þess til, að að hafi verið á túninu á Mosfelli, sem henni tókst loks að festa blund eftir þessa löngu vöku, þótt vel hafi það auð- vitað getað verið eystra, til dæmis í Ásum, þar sem ærnar hljóta að hafa verið óhagvanar. VI. Um aldamót hefst nýr kafli í sögu Guðbjargar. Síðasta vor ní- tjándu aldarinnar kveður hún Tungufellsfólkið og mun aldrei framar hafa litið það augum. Að þessu sinni fór hún ekki vistum í næstu sveit eða sýslu, heldur alla leið austur í Fáskrúðsfjdrð. Um þessar mundir bjuggu í Tungu í Fáskrúðsfirði Páll hreppstjóri Þor- steinsson og Elinborg Stefánsdótt- ir, foreldrar Sigsteins bónda á Blikastöðum og Jóns dýralæknis. Þau réðu sér þetta ár tvær vinnu- konur úr Mosfellssveit, og var Guð- björg önnur þeirra. Er þess sér- staklega getið í manntalinu um aldamótin, að hún vinni að spuna og vefnaði hjá þeim Tunguhjón- um, svo að henni hlýtur að hafa þótt kveða við þau störf. Sjálfur var Páll góður vefari, enda af mik- illi vefaraætt kominn, náskyldur Gunnari Hinrikssyni, er landskunn ur varð af vefnaði. Dálítið er einkennilegt, að bóndi austur í Fáskrúðsfirði skyldi ráða sér hjú suður í Mosfellssveit. En skýringin er vafalaust sú, að á þess um árum voru umsvif mikil á Áust fjörðum, svo að lausafólk átti þar margra kosta völ, og gat verið erf- itt að fá góð hjú. En prestsmaddam an í Mosfellssveitinni var austan af fjörðuiíi og án efa í kunningsskap við Tunguhjón. Það var Steinunn Eiríksdóttir frá Karlsskála, kona séra Ólafs Stephensens, ef þá þjón- aði Mosfellsþingum, og skeikar því varla, að hún hefur haft meðal- göngu um vistráðninguna. Ári síðar en Guðbjörg fluttist til Fáskrúðsfjarðar maður sá, er hét Runólfur Ögmundsson, bónda- sonur frá Svínhólum í Lóni. Lentu þau Runólfur og Guðbjörg sarmm í ' vist í Dölum í Fáskrúðsfirði vorið ' 1903 og fylgdust að eftir það. Virð- ist sem þá þegar hafi dregið sam- an með þeim. Gerðist Guðbjörp síð- an ráðskona Runólfs, og fékk hann ábúð á Sævarenad árið 1906. Næsta ár létu þau gefa sig saman Þá var Guðbjörg þrjátíu og átta ára, en bóndi hennar níu árum yngri. Sævarendi er grannbær Tungu, og hélt Guðbjörg tryggð við hina fyrri húsbændur sína þar. Og ekki bar á öðru en hún yndi návist barna vel, er Tungukrakkarnir komu að Sævarenda, og er þeim í minni, að hún var þeim þá hlý og notaleg. Ekki mun búskapurinn hafa ver- ið umfangsmikill. Þó var eitt árið vinnumaður hjá Runólfi, og vinnu- kona var á heimilinu annað ár Og langær varð búskapurinn ekki. Um mitt sumar 1915 andaðist Runólfur úr lungnabólgu, ekki fertugur mað ur. Guðbjörg var um kyrrt i kot inu til næsta vors. En þá mun hafa hafizt hinn krókótti terill hennar fram og aftur um uppsveit- ir Fljótsdalshéraðs, þar sem hún flyzt bæ frá bæ, upp á heiðar og niður í dali, líkt og hún fái hvergi eirt. Á þeim árum er ekki ósenni- legt, að hún hafi ergzt og gránað, einmana kona, sem elli sótti heim víðs fjarri heimahöguhum. Kann ég ekki að rekja þann feril, enda er hann ef til vill snauður af sögu- efnum. (Ilelztu heimildir: Sóknar- manntöl og prestsþjónustu- bækur Hruna, Hraungerðis, Villingaholts, Klausturshóla, Torfastaða, Stóra-Núps, Arn arbælis, Kálfatjarnar, Út- skála, Staðar í Grindavík, Stafafells, Mosfells í Mos- fellssveit og Kolfreyjustað ar, Frá liðnum árum eftir Elinborgu Lárusdóttur, Ævi saga séra Árna Þórarinsson- ar eftir Þórberg Þórðarson, fslenzkir sagnaþættir eftir dr. Guðna Jónsson og Frétt- ir frá íslandi). J.H. ★ T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ m

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.