Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Side 16

Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Side 16
SVIÐ OG SALUR Þankabrot um leikmennt nútímans Hinn þekkti bandaríski rithöfund ur, Henry James, mælti eitt sinn: Tungan er grundvöllur mann- legra samskipta. í tali getur maS- urinn túlkað hugsun og tilfinning- ar. Henry James var fremur skáld- sagnahöfundur en leikskáld, þegar hann lofsöng tunguna. Orð ein voru honum nóg. Skoðun James er siðfáguð og vottur ágætrar menntunar, en hon- um sést eigi að síður yfir veiga- mikinn hlekk mannlegra tengsla, tjáningu hugsunar og tilfinninga með látbragði og hreyfingum. Hann gleymir bókstaflega, að við getum sagt öðrum hug okkar án þess að impra á einu einasta orði og gert okkur ljóslega grein fyrir persónuleika manns etnungis með því að veita afchygli, hvernig hann gengur, hristir höfuðið og hreyfir hendurnar. Málleysingjar geta hæglega tjáð öðrum hugsanir sín- ar. Þögnin segir tíðum margt ut- an leikhússins, og hún gerir einn- ig slíkt á sviðinu. Ágætt dæmi þessa er að finna í upphafi annars þáttar Heimkomu eftir Harold Pint er. Fjölskyldumeðlimir hafa nýlok- ið hádégisverði og sitja í stofu. í tvær og hálfa mínútu ríkir þögn á sviðinu. Að lokum veldur þögn- in slíkri spennu, að konan, mið- depill verksins, er tilneydd að haf- ast eitthvað að. Hún kýs að tala, en hún hefði allt eins getað risið á fætur, kastað einhverju eða jafn- vel gengið út af sviðinu. Leikhúsgestum er nauðsyn að láta sér Ijóst verða, að leikverk er meira en orðin tóm. Tíðum er litið á sjónleik sem bókmenntaverk, einkum þegar fræðimaðuririn kem ur til skjalanna ,og Henry James hefur vafalítið talið leikverk til bókmennta. Fyrrum var einnig sömu sögu að segja um afstöðu skóla og annarra fræðslustofnana til leiklistar, en nú mun slíkt hafa MIÐKAFLI tekið breytingum. Margir Englend ingar voru nærri tvítugir, er þeim kom í hug, að unnt væri að horfa á Hamlet i stað þess að lesa verkið af bók. í augum þeirra voru ein- ræður Hamlets ætlaðar til lesturs, en ekki til framsögu á leiksviði. Raunar er slík afstaða auðskilin. Óneitanlega fær allt, sem prentað er í bækur, einhvern bókmennta- svip, og leikverk eru jú að sjálf- sögðu bundin í bækur. Setningar leikendanna og fyrirmæli um sviðs skipan verður að rita niður, ef forða skal þeim frá gleymsku, — en leikverk telst samt sem áður ekki til bókmennta. Leikverk telst til leikmenntar, sjálfstæðrar list- greinar, sem skipar verðugan sess í menningarlífi nútímaþjóða. Dagar Shakespeares voru blóma skeið enskrar leikmenntar. Þá naut almenningur ekki fræðslu í skólum og skáldsagan var á frumstigi. Ní- tjánda öldin er aftur á móti mesta niðurlægingartímabil enskrar leik- menntar. Þá var skáldsagan í heiðri höfð og leikverk talin bók- menntir. Fræðimenn lutu Shake- speare og' öðrum fornskáldum í óskiptri aðdáun, óg þeir lögðu slíka áherzlu á textann, bókmenntagæð in, skáldskapjnn, að þeim gleymd- ist, að Shakespeare var og er fyrst og fremst leikskáld. Afstaða fræði- manna mótaði alla gagnrýni og störf þáverandi leikritahöfunda. Þeir sömdu verk sín til sanjræmis við sjónleiki eldri skálda og hirtu ekki um að gæða þau lífi og hátt- um samtíðarinnar. Nú gegnir öðru máli. Samtíðin er fyrirmynd og viðfangsefni Ieik- skálda á tuttugustu öíd. Áf sviðinu talar rödd nútímans, og hún tjáir okkar hugsanir og okkar tilfinn- ingar. Leikskáldið sk’rífar verk sín óbrotnu hversdagsmáli, sem vart getur talizt hátíðarmatur fyrir bók menntafagurkera og stílsérfræð- inga. Leikmennt nútímans er speg- ilmynd þess tíðaranda, er knýr skáldið og meitla hugleiðingar í mót hreyfinga og orða. Þessi leikmenntarbylting hófst skömmu eftir annað heimsstríð, en hennar hefur einkum gætt á síð- astliðnum tíu árum. Verulegur skriður komst á athafnir bylting- armanna við frumsýningu á leik- verki Becketts, Beðið eftir Godot, árið nítján hundruð fimmtíu og þrjú. Síðan hefur fjöldi merkra leikritahöfunda kvatt sér hljóðs í leikhúsum Evrópu og Bandaríkja. Margt greinir þá sundur, og list- brögð þeirra margvís, en eitt er þeim sameiginlegt, viðfangsefnið: Nútímamaðurinn í hringiðu rótleys is og upplausnar. Fortíðin er okk- ur víðs fjarri, hið liðna býður ekki framar traust og aðhald, og nýjar lífsskoðanir veita slíkt frelsi, að það er næstum klafi á herðum okkar. í fyrsta þætti þessa greina- flokks var stuttlega sagt frá þekkt- ustu leikskáldum nútímans. Því er einu sinni svo farið, að maðurinn vill flokka alla hluti, og leikskáld- in hafa sannarlega fengið á því að kenna. Þeim er deilt í þrjár fylk- ingar, „naturalista,“ „realista" og „absurdista.,* Að sjálfsögðu er skiptingin ekki jafn einföld og hún sýnist vera á blaði, og sum leik- skáld er torvelt að draga í einn, ákveðinn dilk, en flokkun þessi er eigi að síður hagkvæm, þegar rætt er um leikmennt. Hitt er öllu lak- ara, að margir gera sér ekki ljósa merkingu heitanna, hvað þá ann- arra orða, sem títt eru notuð í um- ræðum, þegar nýstárleg leikverk ber á góma. ÞvJ væri rétt að ræða hin notadrjúgu heiti nánar og reyna samtímis að lýsa nokkrum einkennum nútímaleik- menntar. Hér eftir verður orðið „raunsæi“ notað um „naturalisma“ „raunhygli“ um „realisma“ og „firrustefna“ um „absurdisma." Fyrst ræðum við heitið „innlif- un“ (involvement). Hvað hendir, þegar við horfum á leikverk. Við sitjum i rökkvuð- um sal, fólk allt í kringum okkur, og öll beinum við athyglinni að því, sem fram fer á litlu, upplýstu svæði, sviðinu. Þar standa leikar- ar, sem þykjast ekki vera leikarar heldur persónur utan leikhússins. Leikskáldið hefur samið tilveru þessara persóna, og nú gefst okk- ur kostur á að kynnast henni, mót- aðri holdi og blóði. Slík lýsing er fráleitt töfrandi, og leikhúsför væri fremur fánýt, jafnvel leiðinleg athöfn, ef innlif- un kæmi ekki okkur til aðstoðar. 112 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.