Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Qupperneq 17

Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Qupperneq 17
Þrjú atriði úr „Beöið eftir Godot" eftir Samuel Beckett. Myndirnar teknar á sýn ingu verksins i Théatre de Babylone i París árið 1953. Hinir svartklæddu eru Vladiinir og Estragon. Við nefnum það innlifun, er okk- ur þykir við vera þátttakendur í leiknum, sem fluttur er á sviðinu. Að sjálfsögðu er innlifun mis- sterk, og hún er aldrei meðvituð tilfinning líkt og ást eða samúð. Enginn situr í leikhúsinu og hugs- ar meö sjálfum sér: „En hve ég lifi mig inn í skrökheim skálds- ins!“ Við verðum ekki innlifunar vör fremur en við skynjum svefninn. Hún svífur á okkur rétt eins og deyfilyf án þess að við gefum henni gaum. Ef svo fer ekki, en skáldið ætlast til innlifunar, er leikverk- inu og flutningi þess ábótavant. Við skynjum návist fólksins í salnum, við finnum til leiða og óþæginda og förum ósjálfrátt að hugsa um eitthvaö allt annað en atbúrði leiks ins. Leikverk, sem verður ekki not ið án innlifunar, krefst þess, að við gegnum stærra hlutverki en mað- urinn, sem dregur tjöld frá glugga og kíkir inn til nábúans. Við eig- um að vera óséðir þátttakendur í lífi nábúans. Leikskáld, sem feta í fótspor Breehts og nota leikhúsið líkt og málpípu ákveðinna þjóðmálaskoð- ana og lífsviðhorfa, forðast hug- ræn tengsl, innlifun, því hún varn- ar áhorfendum að hugsa rökrétt og draga lærdóm af sýningunni. Ef við tökum þátt í lífi skáldaðra per- sóna, er okkur torvelt að standa samtímis utan þess, íhuga þau vandamál, sem skáldið ræðir, og taka óhlutdræga afstöðu til við- burða leiksins. Hvernig er þá leikverk skálds, sem forðast hugræn tengsl? Á sýningu slíks verks skiptir meginmáli, að áhorfendur líti á sviðið sem svið og leikara sem leik ara, en ekki sem persónur utan leikhússins. Áhorfendum skal vera ljóst, að þeir sitja í sal, hlusta á lifandi fyrirlestur og allt, sem ber fyrir augu, er tilbúningur, fals og skrök. í slíku tilviki er leikskáldi og leikstjóra mikill vandi á höndum, þvi leikendur. eru jú eðlilegt fólk og túlkun þeirra ber ætíð mann- leg einkenni. Vilji skáldið sneiða hjá innlifun, verður hann að gefa persónum sínum og umhverfi þeirra eins framandi blæ og unnt er, auka bilið á milli sviðs og sal- ar, þröngva áhorfendum út úr leiknum, beita því, sem nefnt er „fráþvingun“ (aleination). Slíkt gerir skáldið á marga vegu. Ljós eru ekki slökkt í salnum eða leikendur skipa sér í röð og flytja setningar sínar án nokkurra til- þrifa. Léikendur stökkva ut úr leiknum, stíga frenist á sviðið og ávarpa leikhúsgésti, en beina ekki oröum sínum til annarra persóna verksins. Stundum er leikendum algerlega sleppt og viðarmyndir eða aðrir hlutir, sem þokast vél- rænt um sviðið, tákna ákveðnar manngerðir. Slík uppátæki hindra innlifun áhorfenda, þau svipta blekkingarhulu af sýningu leik- fólksins og sljóvga hrifnæmi njót- andans. Tilvist okkar í heimi leikverks er því undir tvennu komin: í fyrsta lagi, hversu flytjendur stæla mannlíf utan leikhússins, og í öðru lagi, hversu oft býðst tækifæri að tak'á þátt I slíku sviðslífi án þess T I M I N N - SUNNUDAGSI5LAÐ 113

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.