Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Side 20

Tíminn Sunnudagsblað - 05.02.1967, Side 20
Atriði úr ,,Horfðu reiður um öxl" eftir John Osborne. Jimmy lumbrar á Cliff. — Myndin er frá sýningu í Þjóðleikhúsinu, og hlutverkin skipa Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason. raunverulegs umhverfis, til dæmis herbergi búið húsgögnum, teppi á gólfi og myndir á veggjum. Leik skáldið beitir listbrögðum raun- sæisstefnunnar Þess er ekki kraf- izt, að hann túlki eðlilegar og sannar tilfinningar eða líti ver- öldina sömu augum og við í dag- legu brauðstriti okkar, en geri hann sh'kt, er hann raunhugull. Með öðrum oróum: Orðið „raun hygli“ skal lýsa innihaldi leik- verks, efni þess, hugsun skálds- ins, en „raunsæi", hvernig skáld ið býr hugsun sína til flutnings á sviði. Einkenni raunsæis eru auðþekkt, og flestir geta hæglega dæmt um, hversu skáldinu hafi tekist að ná settu marki. Hins vegar er áhorf- endum meiri vandi á höndum, þegar þeir leita listbragða, sem, flokka má til raunhyglistefnunnar, en ég vona, að skýringar í grein þessari auðveldi leitina. Við getum að auki kanriað eitt leikverk, til dæmis „Beðið eftir Godot“ eftir Beckett. Umgerð verksins er ekki afsprengi' raunsæisstefnunnar. hún er því hugmótuð (stiliseruð), en innihald þess, hugsunin, ber öll einkenni raunhygli, — að minnsta kosti er hreint ekki fráleitt að telja svo vera. Án efa munu heimspekingar ráð- ast gegn skýringum á orðum eins og „raunsæi" og „raunhygli." Þeir hafa lengi bisað við að skil- greina raunveruleikann, og marg- ir segja hann ímyndun sérhvers einstaklings, hugsmíð mannsins, og enginn lifi í sama „raunveruleik- anum“, hinn raunverulegi raun- veruleiki sé öllum hulin gáta. Séu orð þessi höfð í huga, er jú ákaf lega heimskulegt að telja leikverk „raunsæisverk" eða „raunhyglis- verk“, þar eð enginn getur dæmt um slíkt, og leikverk eins og „Dýr in í HálsasKógi“ eða „Pétur Pan“ bæru fullan rétt til að vera nefnd „raunsæisverk11. Þessi afstaða til raunveruleikans hefur nú þegar verið túlkuð í bókmenntum og kvikmyndum, til dæmis í verkum eftir Robbe-Grillet, en hann skrif- aði handritið að kvikmyndinni „Marienbad", og ef til vill mun leikmenntin túlka hugsanir heim- spekinga von bráðar. En svo lengi sem við samþykkjum hefðbundnar skilgreiningar á raunveruleikanum og segjum líf sérhvers manns lúta almennum lögmálum, getum við skammarlaust notað „raunsæi" og „raunhygli" í leikmenntarumræð- um. í þriðju meginfylkingu leikrita- höfunda eru hin svonefndu firru- skáld (absúrdistar.) Héitið er óþjált, villandi, og merking þess dularfull, torfundin. Því er klínt á jafn ólíka listamenn og Ionesco og Pinter, og í þokkabót mætti nota það um Tsjekhov. Þekktur leikhúsfræðingur, Mart in Esslin, smíðaði orðið og segir, að það skuli tákna leikskáld, sem flytji þá skoðun í verkum sínum, að tilvera mannsins sé röklaus svefnganga án takmarks og til- gangs, eða móti mannlíf, sem virð- ist undanþegið siðgæðismati og eigi sér engin náttúrulögmál. Essl- in segir og, að firruleikmenntin sé afleiðing félagslegra vandamála: Maðurinn sé hættur að trúa á guð dóminn og hafi glatað trausti sínu á göfugum kennisetningum þjóð- ernisdýrkunar og sósíalisma. Skýringar Esslins bregða sára- litlu ljósi yfir verk þeirra skálda, sem fylgt er undir stríðsfána firru stefnunnar, og þær geta vart tal- izt einhlítar. Tökum til dæmis Harold Pinter. Ekkert er honum jafn fjarri skapi og að fást við fé- lagsvandamál nútímans. Hann lang ar einfaldlega að skrifa leikverk. 116 TÍIHINM - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.