Tíminn Sunnudagsblað - 02.04.1967, Síða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 02.04.1967, Síða 3
 *. £:#» T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 267 Marga kann að hryiia við froskinum, sem húkir á stéttinni í rigningunni. Hann er hárlaus, kaldur við- komu og líkt og slepjaður. Þó er froskurinn betri en enginn í baráttunni við skaðleg skorkvikindi í garðinum. Froskanna verður lítið vart á daginn. En þeir fara á flakk, þegar rökkva tekur. Oft eru þeir í námunda við híbýli manna, þótt þeir sjáist sjaldan. Nótt eftir nótt fara þeir fram og aftur um garðana í leit að sniglum, möðkum og lúsum. Lesmál: Arne Broman. Teikningar: Charlie Bood. Froskarnir eru mjög vanafastir. Vor eftir vor varð krökkt af þeim á nýjum akvegi. Við athugun kom í Ijós, að þar hafði áður verið pollur, þar sem frosk. ar höfðust við. Á vorin er víða mikil mergð froska I tjörnum og pollum. Taldir hafa verið hundrað og fjörutíu froskar á svæði, sem var tuttugu metrar á hvorn veg. í votviðrum eru froskar oft á veið- um á grasflötum. Ánamaðka éta þeir af góðri lyst. Sleppi maðkurinn að einhverju leyti niður í holu sína, verður reipdráttur mikill. Að flugum læðast froskarnir af mikilli varúð. En tærnar á afturfótunum titra af veiðihug. Allt i einu slöngvar froskur- inn út úr sér langri og slímugri tung- unni, og þá á flugan sér ekki undan- komu auðið. Iffiliilí Ráðizt hundur eða köttur á frosk, hniprar hann sig saman, setur rass- inn upp í loftið og belgir sig út. Sumar tegundir froska geta lika g°fið frá sér óþægilega lykt, er oft verður þeim til bjargar. Hingað til lands hafa verið fluttir froskar, en þeir hafa ekki aukið kyn sitt. í Sviþjóð eru þeir allt norður á Lappland, þar sem frost eru geysi- hörð. Þar grafa þeir sig í jörð á haustin.

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.