Tíminn Sunnudagsblað - 02.04.1967, Síða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 02.04.1967, Síða 5
DANÍLÓ DOLSÍ OG MAFÍAN Daníló Dolsí fæddist í Sesana, í grennd við Trieste árið 1924 — móðirin slóvensk, en faðirinn ítalskur. Hann var settur til mennta og varð húsameistari, en þegar til kom, festi hann ekki yndi við að teikna hús handa efn uðum ítölum á neyðarárunum að heimsstyrjöldinni lokinni. Um nokkur ár var hann samstarfsmað ur kaþólsks prests, sem hafði tekið sér fyrir hendur að liðsinna um- komulausum drengjum. Þetta líkn arstarf fullnægði honum ekki held ur, þegar til lengdar lét. Upp úr þessu barst hann til Trappetó, lít- ils fiskimannabæjar á Sikiley, þar sem faðir hans hafði einn sinn starfað um skeið. Þar hitti hann bernskufélaga sína og kynntist eymdarkjörum þeirra. Þetta gerðist árið 1952. Glæpa- mannaflokkar höfðust við í fjöll um Sikileyjar, og mafían var ein ráð meðal fólks, sem hvorki þorði •að æmta né skræmta, hvað sem því var boðið. Vélknúnir togarar frá Palermó notuðu sprengiefni við veiðar uppi við iandsteina, þar sem lögum samkvæmt voru friðlýst mið fiskimannanna í smá- þorpunum. Fátækir 'Slhábátaeig- endur í Trappetó komu að landi með afla, sem rúmaðist í fótu. Daníló skrifaði yfirvöldinum og kvartaði. En þau héldu að sér höndum og svöruðu honum ekki einu sinni. Strandgæzluliðið lézt ekkert vita. Þegar eitt kornbarn- anna í þorpinu var að dauða kom ið af hungri á þurrum brjóstum móður sinnar, hóf Daníló fyrstu föstu sína. Hún bar nokkurn árang ur. Ekkert varð að sönnu gert til þess að stöðve ránfiskið, en ein hvers staðar frá komu peningar í skolpleiðslu í þorpinu, og all- margt manna fékk vinnu. — Ég fastaði ekki af neinni trú á meinlætalifnað, segir Daníló, sem raunar er maður, er metur mikils margvísleg lífsgæði — sólg inn í góðan mat og gott vín, unn andi tónlistar og bókmennta og áfjáður náttúruskoðari. — En mér var nóg boðið, þegar ég sá, að barnið var að deyja úr hungri í fangi hjálparvana móður. Og af einhverjum dularfullum orsökum vekur það meiri athygli, ef maður með gleraugu og háskólapróf svelt ir sig dálítinn tíma, heldur þó að börn fátæklinga deyi sökum nær- ingarskorts. Ég held, að ég hefði ekki getað fundið betri aðferð til þess að ýta við samvizku manna. Þess vegna held ég áfram að svelta mig annað veifið. Indverskur blaðamaður, Kúsum Nair, fór eitt sinn í fótspor hjálpar sveita, sem starfað höfðu meðal fátækra og frumstæðra manna í ýmsum löndum. Hann komst að raun um, að hjálparsveitirnar voru yfirleitt of stuttan tíma á sama stað. Nýjungarnar náðu ekki að festa rætur, og þegar hjálparsveit irnar voru á brott, sótti aftur í sama farið. Daníló hefur dvalizt á vestur- Sikiley í hálfan annan áratug. Hann kvæntist þar ekkju, sem Þjáð af næringarskortl og illa til reika höfðust börnin við á þröngum og daunillum götunum, þegar Daníló hóf starf sitt. Þetta er húsasund í Palma di Montecíaró. Viðlíka er umhorfs í öðrum fjallabæjum á Sikiley. Rannsókn hefur leitt í Ijós, að meira en helmingur barna þjáist af Innyflaormum. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAfi 269

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.